Hið opinbera sagt vinna gegn peningastefnunni Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 28. mars 2014 08:00 ASÍ segir hagvöxt drifinn áfram af einkaneyslu í stað verðmætasköpunar. Vísir/Vilhelm Það birtir til í hagkerfinu samkvæmt nýrri hagspá hagdeildar ASÍ. Deildin spáir ágætum vexti landsframleiðslu og gerir ráð að hagvöxturinn verði 3,2 til 3,5 prósent fram til ársins 2016. „Við erum að sjá að hagur heimilanna er að vænkast, kaupmáttur er að aukast og skuldalækkunaráform ríkisstjórnarinnar koma til með að bæta stöðu heimilanna með því að ráðstöfunartekjur þeirra munu aukast. Við erum líka að sjá bata á vinnumarkaði, það er að störfum fjölgar og það dregur úr atvinnuleysi,“ segir Ólafur Darri Andrason, deildarstjóri hagdeildarinnar í samtali við Fréttablaðið. ASÍ segir að þó það birti til séu blikur á lofti. Fjárfestingar séu enn nálægt sögulegu lágmarki en ASÍ áætlar að fjárfesting verði aðeins 17,8 prósent af landsframleiðslu árið 2016. „Áhyggjuefnið er að verðbólga er að aukast, hún verður hófleg á þessu ári en er að fara upp undir 4 prósent á næsta ári. Það sem er að gerast í hagkerfinu er að við erum að fá hagvöxt sem er drifin áfram af einkaneyslu. Of lítill hluti hagvaxtarins er drifinn áfram af fjárfestingu eða framtíðarverðmætasköpun,“ segir Ólafur Darri. ASÍ segir áform skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar muni einnig hafa áhrif, þau muni auka ráðstöfunartekjur og hreina eign heimilanna og hafi áhrif á vætingar þeirra. Þannig muni aðgerðin leiða til aukinnar neyslu. ASÍ segir að þrátt fyrir að umfang aðgerðarinnar sé ekki meira en aðgerða á síðasta kjörtímabili megi búast við að áhrifin verði meiri á einkaneysluna. Aðgerðinni sé ætlað að ná til fjölda heimila sem hvorki séu í skulda- né greiðsluvanda og því megi búast við að þau heimili nýti sér það svigrúm sem aðgerðin skapi þeim til að auka neyslu sína. ASÍ gerir ráð fyrir að búast megi við því á næstunni að vöxtur innflutnings verði hraðari en vöxtur útflutnings sem dragi úr nauðsynlegum afgangi af viðskiptum við útlönd. ASÍ segir ennfremur augljós veikleikamerki í kerfinu. Stjórnvöld hafi þannig lagt áherslu á að útiloka aðra kosti í gjaldmiðlamálum en íslenska krónu, óvissa ríki um framtíðarstefnu í peningamálum, krónan sé í höftum og alls óvíst hvort eða hvenær þeim verði aflétt. Minni afgangur af viðskiptum við útlönd og óvissa setji þrýsting á gengi krónunnar til lækkunar sem skili sér fljótt út í verðlag. Þetta endurspeglast í spá hagdeildar sem gerir ráð fyrir tæplega 4 prósenta verðbólgu á næsta ári. Fjármál hins opinbera vinni þannig gegn peningastefnunni sem kalli á hærri vexti og þessir veikleikar dragi úr vexti fjárfestinga. „Við höfum áhyggjur af því að við séum á þeim stað í hagsveiflunni þar sem við ættum að sjá hag okkar batna. Það skiptir því miklu máli að menn stígi varlega til jarðar og sýni skynsemi við stjórn efnahagsmála og það reynir á það við þessar aðstæður,“ segir Ólafur Darri að lokum. Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Það birtir til í hagkerfinu samkvæmt nýrri hagspá hagdeildar ASÍ. Deildin spáir ágætum vexti landsframleiðslu og gerir ráð að hagvöxturinn verði 3,2 til 3,5 prósent fram til ársins 2016. „Við erum að sjá að hagur heimilanna er að vænkast, kaupmáttur er að aukast og skuldalækkunaráform ríkisstjórnarinnar koma til með að bæta stöðu heimilanna með því að ráðstöfunartekjur þeirra munu aukast. Við erum líka að sjá bata á vinnumarkaði, það er að störfum fjölgar og það dregur úr atvinnuleysi,“ segir Ólafur Darri Andrason, deildarstjóri hagdeildarinnar í samtali við Fréttablaðið. ASÍ segir að þó það birti til séu blikur á lofti. Fjárfestingar séu enn nálægt sögulegu lágmarki en ASÍ áætlar að fjárfesting verði aðeins 17,8 prósent af landsframleiðslu árið 2016. „Áhyggjuefnið er að verðbólga er að aukast, hún verður hófleg á þessu ári en er að fara upp undir 4 prósent á næsta ári. Það sem er að gerast í hagkerfinu er að við erum að fá hagvöxt sem er drifin áfram af einkaneyslu. Of lítill hluti hagvaxtarins er drifinn áfram af fjárfestingu eða framtíðarverðmætasköpun,“ segir Ólafur Darri. ASÍ segir áform skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar muni einnig hafa áhrif, þau muni auka ráðstöfunartekjur og hreina eign heimilanna og hafi áhrif á vætingar þeirra. Þannig muni aðgerðin leiða til aukinnar neyslu. ASÍ segir að þrátt fyrir að umfang aðgerðarinnar sé ekki meira en aðgerða á síðasta kjörtímabili megi búast við að áhrifin verði meiri á einkaneysluna. Aðgerðinni sé ætlað að ná til fjölda heimila sem hvorki séu í skulda- né greiðsluvanda og því megi búast við að þau heimili nýti sér það svigrúm sem aðgerðin skapi þeim til að auka neyslu sína. ASÍ gerir ráð fyrir að búast megi við því á næstunni að vöxtur innflutnings verði hraðari en vöxtur útflutnings sem dragi úr nauðsynlegum afgangi af viðskiptum við útlönd. ASÍ segir ennfremur augljós veikleikamerki í kerfinu. Stjórnvöld hafi þannig lagt áherslu á að útiloka aðra kosti í gjaldmiðlamálum en íslenska krónu, óvissa ríki um framtíðarstefnu í peningamálum, krónan sé í höftum og alls óvíst hvort eða hvenær þeim verði aflétt. Minni afgangur af viðskiptum við útlönd og óvissa setji þrýsting á gengi krónunnar til lækkunar sem skili sér fljótt út í verðlag. Þetta endurspeglast í spá hagdeildar sem gerir ráð fyrir tæplega 4 prósenta verðbólgu á næsta ári. Fjármál hins opinbera vinni þannig gegn peningastefnunni sem kalli á hærri vexti og þessir veikleikar dragi úr vexti fjárfestinga. „Við höfum áhyggjur af því að við séum á þeim stað í hagsveiflunni þar sem við ættum að sjá hag okkar batna. Það skiptir því miklu máli að menn stígi varlega til jarðar og sýni skynsemi við stjórn efnahagsmála og það reynir á það við þessar aðstæður,“ segir Ólafur Darri að lokum.
Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira