Veðjar á framtíð tölvutækninnar Freyr Bjarnason skrifar 28. mars 2014 07:00 Spenntur tölvuleikjaðdáandi prófar Oculus á ráðstefnu í Las Vegas. Mynd/AP Facebook keypti nýlega fyrirtækið Oculus sem hefur þróað sýndarveruleikatæki sem er ætlað fyrir tölvuleikjamarkaðinn. Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, sér mikla möguleika í fyrirtækinu, sem hann keypti á yfir 220 milljarða króna. „Farsímar eru tæki nútímans en núna erum við að setja okkur í stellingar fyrir vettvang framtíðarinnar. Mér finnst langmest spennandi sú tækni sem snýst um sjónræna þáttinn eða að breyta því sem þú sérð yfir í kraftmikla upplifun,“ sagði Zuckerberg. „Með þessum samningi er verið að veðja langs tíma á framtíð tölvutækninnar. Ég tel að Oculus gæti verið einn af þessum vettvöngum.“ Oculus hóf starfsemi sína eftir hópsöfnun á vefsíðunni Kickstarter. Fyrirtækið hefur enn ekki sett neina vöru á markað en hefur þess í stað þróað sýndarveruleikatæki sem hefur vakið mikið umtal í tölvuleikjasamfélaginu. Sumir velta fyrir sér hvort Zuckerberg sé orðinn viti sínu fjær með því að eyða 220 milljörðum króna í kaup á fyrirtækinu innan við fimm vikum eftir að hann festi kaup á farsímaforritinu WhatsApp á yfir tvö þúsund milljarða króna. Engu að síður er ljóst að hann er farinn að hugsa langt fram í tímann varðandi tækniþróun og virðist ætla sér að gera Facebook að meiru en bara samfélagsmiðli. Gaman verður að sjá hvort þetta skrítna tæki, Oculus, eigi eftir að festa sig í sessi í framtíðinni eins og Zuckerberg gerir sér vonir um.Ánægður með áhuga Facebook Íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP hefur verið í samstarfi við Oculus um sýndarveruleikaútgáfu leikjarins Eve: Valkyrie. Aðspurður segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, fullsnemmt að gefa út um það hvort kaup Facebook á Oculus mun hafa einhverja þýðingu fyrir CCP. „Við erum ánægðir með að risastórt fyrirtæki eins og Facebook sýnir þessu tækniundri þennan áhuga. Það er gott að fleiri deila þessum áhuga,“ segir Hilmar Veigar og bætir við að „þetta sýndarveruleikafyrirbæri“ sé að verða sífellt mikilvægara. Hann kveðst ekki geta greint frá því hvenær EVE: Valkyrie er væntanlegur í samstarfi við Oculus. Marc „Notch“ Persson, höfundur tölvuleikjarins Minecraft, hefur aftur á móti engan áhuga á að vinna með Facebook. Eftir að tilkynnt var um kaup fyrirtækisins á Oculus hætti hann við áætlun um að gefa út sýndarveruleikaútgáfu af Minecraft í gegnum Oculus. Ástæðan sem hann gaf upp var sú að hann treysti ekki Facebook. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Sjá meira
Facebook keypti nýlega fyrirtækið Oculus sem hefur þróað sýndarveruleikatæki sem er ætlað fyrir tölvuleikjamarkaðinn. Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, sér mikla möguleika í fyrirtækinu, sem hann keypti á yfir 220 milljarða króna. „Farsímar eru tæki nútímans en núna erum við að setja okkur í stellingar fyrir vettvang framtíðarinnar. Mér finnst langmest spennandi sú tækni sem snýst um sjónræna þáttinn eða að breyta því sem þú sérð yfir í kraftmikla upplifun,“ sagði Zuckerberg. „Með þessum samningi er verið að veðja langs tíma á framtíð tölvutækninnar. Ég tel að Oculus gæti verið einn af þessum vettvöngum.“ Oculus hóf starfsemi sína eftir hópsöfnun á vefsíðunni Kickstarter. Fyrirtækið hefur enn ekki sett neina vöru á markað en hefur þess í stað þróað sýndarveruleikatæki sem hefur vakið mikið umtal í tölvuleikjasamfélaginu. Sumir velta fyrir sér hvort Zuckerberg sé orðinn viti sínu fjær með því að eyða 220 milljörðum króna í kaup á fyrirtækinu innan við fimm vikum eftir að hann festi kaup á farsímaforritinu WhatsApp á yfir tvö þúsund milljarða króna. Engu að síður er ljóst að hann er farinn að hugsa langt fram í tímann varðandi tækniþróun og virðist ætla sér að gera Facebook að meiru en bara samfélagsmiðli. Gaman verður að sjá hvort þetta skrítna tæki, Oculus, eigi eftir að festa sig í sessi í framtíðinni eins og Zuckerberg gerir sér vonir um.Ánægður með áhuga Facebook Íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP hefur verið í samstarfi við Oculus um sýndarveruleikaútgáfu leikjarins Eve: Valkyrie. Aðspurður segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, fullsnemmt að gefa út um það hvort kaup Facebook á Oculus mun hafa einhverja þýðingu fyrir CCP. „Við erum ánægðir með að risastórt fyrirtæki eins og Facebook sýnir þessu tækniundri þennan áhuga. Það er gott að fleiri deila þessum áhuga,“ segir Hilmar Veigar og bætir við að „þetta sýndarveruleikafyrirbæri“ sé að verða sífellt mikilvægara. Hann kveðst ekki geta greint frá því hvenær EVE: Valkyrie er væntanlegur í samstarfi við Oculus. Marc „Notch“ Persson, höfundur tölvuleikjarins Minecraft, hefur aftur á móti engan áhuga á að vinna með Facebook. Eftir að tilkynnt var um kaup fyrirtækisins á Oculus hætti hann við áætlun um að gefa út sýndarveruleikaútgáfu af Minecraft í gegnum Oculus. Ástæðan sem hann gaf upp var sú að hann treysti ekki Facebook.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Sjá meira