Veðjar á framtíð tölvutækninnar Freyr Bjarnason skrifar 28. mars 2014 07:00 Spenntur tölvuleikjaðdáandi prófar Oculus á ráðstefnu í Las Vegas. Mynd/AP Facebook keypti nýlega fyrirtækið Oculus sem hefur þróað sýndarveruleikatæki sem er ætlað fyrir tölvuleikjamarkaðinn. Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, sér mikla möguleika í fyrirtækinu, sem hann keypti á yfir 220 milljarða króna. „Farsímar eru tæki nútímans en núna erum við að setja okkur í stellingar fyrir vettvang framtíðarinnar. Mér finnst langmest spennandi sú tækni sem snýst um sjónræna þáttinn eða að breyta því sem þú sérð yfir í kraftmikla upplifun,“ sagði Zuckerberg. „Með þessum samningi er verið að veðja langs tíma á framtíð tölvutækninnar. Ég tel að Oculus gæti verið einn af þessum vettvöngum.“ Oculus hóf starfsemi sína eftir hópsöfnun á vefsíðunni Kickstarter. Fyrirtækið hefur enn ekki sett neina vöru á markað en hefur þess í stað þróað sýndarveruleikatæki sem hefur vakið mikið umtal í tölvuleikjasamfélaginu. Sumir velta fyrir sér hvort Zuckerberg sé orðinn viti sínu fjær með því að eyða 220 milljörðum króna í kaup á fyrirtækinu innan við fimm vikum eftir að hann festi kaup á farsímaforritinu WhatsApp á yfir tvö þúsund milljarða króna. Engu að síður er ljóst að hann er farinn að hugsa langt fram í tímann varðandi tækniþróun og virðist ætla sér að gera Facebook að meiru en bara samfélagsmiðli. Gaman verður að sjá hvort þetta skrítna tæki, Oculus, eigi eftir að festa sig í sessi í framtíðinni eins og Zuckerberg gerir sér vonir um.Ánægður með áhuga Facebook Íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP hefur verið í samstarfi við Oculus um sýndarveruleikaútgáfu leikjarins Eve: Valkyrie. Aðspurður segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, fullsnemmt að gefa út um það hvort kaup Facebook á Oculus mun hafa einhverja þýðingu fyrir CCP. „Við erum ánægðir með að risastórt fyrirtæki eins og Facebook sýnir þessu tækniundri þennan áhuga. Það er gott að fleiri deila þessum áhuga,“ segir Hilmar Veigar og bætir við að „þetta sýndarveruleikafyrirbæri“ sé að verða sífellt mikilvægara. Hann kveðst ekki geta greint frá því hvenær EVE: Valkyrie er væntanlegur í samstarfi við Oculus. Marc „Notch“ Persson, höfundur tölvuleikjarins Minecraft, hefur aftur á móti engan áhuga á að vinna með Facebook. Eftir að tilkynnt var um kaup fyrirtækisins á Oculus hætti hann við áætlun um að gefa út sýndarveruleikaútgáfu af Minecraft í gegnum Oculus. Ástæðan sem hann gaf upp var sú að hann treysti ekki Facebook. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Facebook keypti nýlega fyrirtækið Oculus sem hefur þróað sýndarveruleikatæki sem er ætlað fyrir tölvuleikjamarkaðinn. Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, sér mikla möguleika í fyrirtækinu, sem hann keypti á yfir 220 milljarða króna. „Farsímar eru tæki nútímans en núna erum við að setja okkur í stellingar fyrir vettvang framtíðarinnar. Mér finnst langmest spennandi sú tækni sem snýst um sjónræna þáttinn eða að breyta því sem þú sérð yfir í kraftmikla upplifun,“ sagði Zuckerberg. „Með þessum samningi er verið að veðja langs tíma á framtíð tölvutækninnar. Ég tel að Oculus gæti verið einn af þessum vettvöngum.“ Oculus hóf starfsemi sína eftir hópsöfnun á vefsíðunni Kickstarter. Fyrirtækið hefur enn ekki sett neina vöru á markað en hefur þess í stað þróað sýndarveruleikatæki sem hefur vakið mikið umtal í tölvuleikjasamfélaginu. Sumir velta fyrir sér hvort Zuckerberg sé orðinn viti sínu fjær með því að eyða 220 milljörðum króna í kaup á fyrirtækinu innan við fimm vikum eftir að hann festi kaup á farsímaforritinu WhatsApp á yfir tvö þúsund milljarða króna. Engu að síður er ljóst að hann er farinn að hugsa langt fram í tímann varðandi tækniþróun og virðist ætla sér að gera Facebook að meiru en bara samfélagsmiðli. Gaman verður að sjá hvort þetta skrítna tæki, Oculus, eigi eftir að festa sig í sessi í framtíðinni eins og Zuckerberg gerir sér vonir um.Ánægður með áhuga Facebook Íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP hefur verið í samstarfi við Oculus um sýndarveruleikaútgáfu leikjarins Eve: Valkyrie. Aðspurður segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, fullsnemmt að gefa út um það hvort kaup Facebook á Oculus mun hafa einhverja þýðingu fyrir CCP. „Við erum ánægðir með að risastórt fyrirtæki eins og Facebook sýnir þessu tækniundri þennan áhuga. Það er gott að fleiri deila þessum áhuga,“ segir Hilmar Veigar og bætir við að „þetta sýndarveruleikafyrirbæri“ sé að verða sífellt mikilvægara. Hann kveðst ekki geta greint frá því hvenær EVE: Valkyrie er væntanlegur í samstarfi við Oculus. Marc „Notch“ Persson, höfundur tölvuleikjarins Minecraft, hefur aftur á móti engan áhuga á að vinna með Facebook. Eftir að tilkynnt var um kaup fyrirtækisins á Oculus hætti hann við áætlun um að gefa út sýndarveruleikaútgáfu af Minecraft í gegnum Oculus. Ástæðan sem hann gaf upp var sú að hann treysti ekki Facebook.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira