Enn er óvíst hvort samið verði í bráð Snærós Sindradóttir skrifar 29. mars 2014 10:40 Framhaldsskólarnir hafa staðið tómir í tvær vikur og búast má við að enn ein vikan bætist við. Vísir/Stefán Ekki fást upplýsingar um hvar náðst hefur saman og hvað skilur að í yfirstandandi kjaradeilu framhaldsskólakennara og ríkisins. Kennarasamband Íslands vill ekki gefa upp hvernig launatilboð ríkisins hafa hljómað. Aðspurð segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, að það geti verið óþægilegt fyrir kennara að vita ekki hver staðan sé. „Það er óþægilegt fyrir þá en það er auðvitað bara þannig að þeir sem sitja við samningaborðið eru fulltrúar stéttarinnar í heild sinni og það verður að treysta því að þeir semji ekki nema þeir telji að sá samningur sé félagsmönnum þóknanlegur. Auðvitað myndi maður vilja geta úttalað sig meira en það er bara ekki heppilegt þegar við erum ekki búin að lenda neinu.“ Í upphafi síðustu viku bárust þær fréttir að líkur væru á að samningar myndu nást innan fárra daga. Fyrr en varði var þó allt komið í hnút á ný. „Það ræðst í dag hvort samið verði um helgina, boltinn er hjá samninganefnd ríkisins. Þetta er heilmikil textavinna sem þarf að fara fram og þá skiptir máli að hlutirnir séu orðaðir rétt,“ segir Guðríður. Eiríkur Brynjólfsson, kennslustjóri við Fjölbrautaskólann við Ármúla, segir að ríkið hafi sýnt kennslustörfum ákveðna lítilsvirðingu. „Ég er búinn að kenna í 36 ár og mér finnst okkur vera sýnd ákveðin fyrirlitning með því að neyða okkur alltaf til að fara í verkfall.“ Yfirstandandi verkfall er fjórða verkfallið sem Eiríkur tekur þátt í. Hann hefur þungar áhyggjur af brottfalli nemenda. „Sumir nemendur hafa veikt bakland heima hjá sér. Það eru þessir nemendur sem við kennarar höfum mestar áhyggjur af.“ Hann segir að margir muni ekki eiga afturkvæmt ef þeir hætta nú. „Ef nemandi hættir í skólanum þá hefur hann enga tryggingu fyrir skólavist í haust. Þetta er í alla staði mjög vont.“ Í dag er þrettándi dagur verkfallsins. Þann 12. apríl hefst páskafrí sem stendur til 23. apríl. Síðasti kennsludagur fyrir próf er síðan 30. mars. Áætlað er að próf hefjist 2. maí og standi til 15. maí. Sé þetta tekið saman kemur í ljós að alls eru 16 kennsludagar eftir á vorönninni. Ómögulegt er að spá fyrir um hvenær kennsla getur hafist á ný enda virðast viðræður á viðkvæmu stigi. Alls sitja 1.800 kennarar og 25.000 nemendur heima í óvissunni. Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Ekki fást upplýsingar um hvar náðst hefur saman og hvað skilur að í yfirstandandi kjaradeilu framhaldsskólakennara og ríkisins. Kennarasamband Íslands vill ekki gefa upp hvernig launatilboð ríkisins hafa hljómað. Aðspurð segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, að það geti verið óþægilegt fyrir kennara að vita ekki hver staðan sé. „Það er óþægilegt fyrir þá en það er auðvitað bara þannig að þeir sem sitja við samningaborðið eru fulltrúar stéttarinnar í heild sinni og það verður að treysta því að þeir semji ekki nema þeir telji að sá samningur sé félagsmönnum þóknanlegur. Auðvitað myndi maður vilja geta úttalað sig meira en það er bara ekki heppilegt þegar við erum ekki búin að lenda neinu.“ Í upphafi síðustu viku bárust þær fréttir að líkur væru á að samningar myndu nást innan fárra daga. Fyrr en varði var þó allt komið í hnút á ný. „Það ræðst í dag hvort samið verði um helgina, boltinn er hjá samninganefnd ríkisins. Þetta er heilmikil textavinna sem þarf að fara fram og þá skiptir máli að hlutirnir séu orðaðir rétt,“ segir Guðríður. Eiríkur Brynjólfsson, kennslustjóri við Fjölbrautaskólann við Ármúla, segir að ríkið hafi sýnt kennslustörfum ákveðna lítilsvirðingu. „Ég er búinn að kenna í 36 ár og mér finnst okkur vera sýnd ákveðin fyrirlitning með því að neyða okkur alltaf til að fara í verkfall.“ Yfirstandandi verkfall er fjórða verkfallið sem Eiríkur tekur þátt í. Hann hefur þungar áhyggjur af brottfalli nemenda. „Sumir nemendur hafa veikt bakland heima hjá sér. Það eru þessir nemendur sem við kennarar höfum mestar áhyggjur af.“ Hann segir að margir muni ekki eiga afturkvæmt ef þeir hætta nú. „Ef nemandi hættir í skólanum þá hefur hann enga tryggingu fyrir skólavist í haust. Þetta er í alla staði mjög vont.“ Í dag er þrettándi dagur verkfallsins. Þann 12. apríl hefst páskafrí sem stendur til 23. apríl. Síðasti kennsludagur fyrir próf er síðan 30. mars. Áætlað er að próf hefjist 2. maí og standi til 15. maí. Sé þetta tekið saman kemur í ljós að alls eru 16 kennsludagar eftir á vorönninni. Ómögulegt er að spá fyrir um hvenær kennsla getur hafist á ný enda virðast viðræður á viðkvæmu stigi. Alls sitja 1.800 kennarar og 25.000 nemendur heima í óvissunni.
Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent