Enn er óvíst hvort samið verði í bráð Snærós Sindradóttir skrifar 29. mars 2014 10:40 Framhaldsskólarnir hafa staðið tómir í tvær vikur og búast má við að enn ein vikan bætist við. Vísir/Stefán Ekki fást upplýsingar um hvar náðst hefur saman og hvað skilur að í yfirstandandi kjaradeilu framhaldsskólakennara og ríkisins. Kennarasamband Íslands vill ekki gefa upp hvernig launatilboð ríkisins hafa hljómað. Aðspurð segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, að það geti verið óþægilegt fyrir kennara að vita ekki hver staðan sé. „Það er óþægilegt fyrir þá en það er auðvitað bara þannig að þeir sem sitja við samningaborðið eru fulltrúar stéttarinnar í heild sinni og það verður að treysta því að þeir semji ekki nema þeir telji að sá samningur sé félagsmönnum þóknanlegur. Auðvitað myndi maður vilja geta úttalað sig meira en það er bara ekki heppilegt þegar við erum ekki búin að lenda neinu.“ Í upphafi síðustu viku bárust þær fréttir að líkur væru á að samningar myndu nást innan fárra daga. Fyrr en varði var þó allt komið í hnút á ný. „Það ræðst í dag hvort samið verði um helgina, boltinn er hjá samninganefnd ríkisins. Þetta er heilmikil textavinna sem þarf að fara fram og þá skiptir máli að hlutirnir séu orðaðir rétt,“ segir Guðríður. Eiríkur Brynjólfsson, kennslustjóri við Fjölbrautaskólann við Ármúla, segir að ríkið hafi sýnt kennslustörfum ákveðna lítilsvirðingu. „Ég er búinn að kenna í 36 ár og mér finnst okkur vera sýnd ákveðin fyrirlitning með því að neyða okkur alltaf til að fara í verkfall.“ Yfirstandandi verkfall er fjórða verkfallið sem Eiríkur tekur þátt í. Hann hefur þungar áhyggjur af brottfalli nemenda. „Sumir nemendur hafa veikt bakland heima hjá sér. Það eru þessir nemendur sem við kennarar höfum mestar áhyggjur af.“ Hann segir að margir muni ekki eiga afturkvæmt ef þeir hætta nú. „Ef nemandi hættir í skólanum þá hefur hann enga tryggingu fyrir skólavist í haust. Þetta er í alla staði mjög vont.“ Í dag er þrettándi dagur verkfallsins. Þann 12. apríl hefst páskafrí sem stendur til 23. apríl. Síðasti kennsludagur fyrir próf er síðan 30. mars. Áætlað er að próf hefjist 2. maí og standi til 15. maí. Sé þetta tekið saman kemur í ljós að alls eru 16 kennsludagar eftir á vorönninni. Ómögulegt er að spá fyrir um hvenær kennsla getur hafist á ný enda virðast viðræður á viðkvæmu stigi. Alls sitja 1.800 kennarar og 25.000 nemendur heima í óvissunni. Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Ekki fást upplýsingar um hvar náðst hefur saman og hvað skilur að í yfirstandandi kjaradeilu framhaldsskólakennara og ríkisins. Kennarasamband Íslands vill ekki gefa upp hvernig launatilboð ríkisins hafa hljómað. Aðspurð segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, að það geti verið óþægilegt fyrir kennara að vita ekki hver staðan sé. „Það er óþægilegt fyrir þá en það er auðvitað bara þannig að þeir sem sitja við samningaborðið eru fulltrúar stéttarinnar í heild sinni og það verður að treysta því að þeir semji ekki nema þeir telji að sá samningur sé félagsmönnum þóknanlegur. Auðvitað myndi maður vilja geta úttalað sig meira en það er bara ekki heppilegt þegar við erum ekki búin að lenda neinu.“ Í upphafi síðustu viku bárust þær fréttir að líkur væru á að samningar myndu nást innan fárra daga. Fyrr en varði var þó allt komið í hnút á ný. „Það ræðst í dag hvort samið verði um helgina, boltinn er hjá samninganefnd ríkisins. Þetta er heilmikil textavinna sem þarf að fara fram og þá skiptir máli að hlutirnir séu orðaðir rétt,“ segir Guðríður. Eiríkur Brynjólfsson, kennslustjóri við Fjölbrautaskólann við Ármúla, segir að ríkið hafi sýnt kennslustörfum ákveðna lítilsvirðingu. „Ég er búinn að kenna í 36 ár og mér finnst okkur vera sýnd ákveðin fyrirlitning með því að neyða okkur alltaf til að fara í verkfall.“ Yfirstandandi verkfall er fjórða verkfallið sem Eiríkur tekur þátt í. Hann hefur þungar áhyggjur af brottfalli nemenda. „Sumir nemendur hafa veikt bakland heima hjá sér. Það eru þessir nemendur sem við kennarar höfum mestar áhyggjur af.“ Hann segir að margir muni ekki eiga afturkvæmt ef þeir hætta nú. „Ef nemandi hættir í skólanum þá hefur hann enga tryggingu fyrir skólavist í haust. Þetta er í alla staði mjög vont.“ Í dag er þrettándi dagur verkfallsins. Þann 12. apríl hefst páskafrí sem stendur til 23. apríl. Síðasti kennsludagur fyrir próf er síðan 30. mars. Áætlað er að próf hefjist 2. maí og standi til 15. maí. Sé þetta tekið saman kemur í ljós að alls eru 16 kennsludagar eftir á vorönninni. Ómögulegt er að spá fyrir um hvenær kennsla getur hafist á ný enda virðast viðræður á viðkvæmu stigi. Alls sitja 1.800 kennarar og 25.000 nemendur heima í óvissunni.
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent