Makríll og rækja, einstakt tækifæri til þjóðarsáttar Bolli Héðinsson skrifar 1. apríl 2014 07:00 Makríllinn við Ísland og rækjan í Ísafjarðardjúpi bjóða upp á einstakt sögulegt tækifæri til að stíga fyrstu skrefin í að skapa sátt milli þjóðar og sjávarútvegs. Báðar þessar tegundir koma brátt til kvótaúthlutunar svo sögulega tækifærið skapast vegna takmarkaðrar veiðireynslu undangenginna ára og því ekki til neins að vísa í fortíð við úthlutun aflaheimilda til framtíðar. Þetta gerir yfirvöldum auðveldara um vik að láta útgerðir greiða sanngjarna leigu fyrir afnot þessara eigna þjóðarinnar með útboði veiðiheimilda. Vegna óvissu um framhald þessara veiða næstu árin væri heppilegra fyrir útgerðirnar að þurfa ekki að bjóða í heimildir nema til 1-3ja ára í senn.Nákvæmar útfærslur kvótauppboða Torbjörn Trondsen, prófessor í sjávarútvegsfræðum við háskólann í Tromsö, hélt nýlega erindi við HÍ þar sem hann fór yfir nokkrar þeirra aðferða sem hægt er að nota við úthlutun fiskveiðiheimilda með opnu útboði. Í tilviki rækjunnar og makrílsins eru leiðirnar einfaldar og úthugsaðar en krefjast eftirlits af hálfu hins opinbera til að hindra samráð tilboðsgjafa. Verði síðan haldið áfram á braut útboða veiðiheimilda þá koma fleiri aðferðir og blandaðar leiðir til álita. Þar mætti nýta reynslu sem fengin er víða að úr veröldinni um hvað beri að varast og hvernig slíkum útboðum yrði best fyrir komið án nokkurrar áhættu fyrir fyrirtækin.Afþakkar ríkisstjórnin milljarðana? Viðbúið er að þær útgerðir sem þegar hafa reynt fyrir sér séu líklegastar til að hljóta þann kvóta sem boðinn verður út. Ekkert útgerðarfyrirtæki mun því fara í þrot við þessar aðgerðir þar sem við getum væntanlega treyst því að þau bjóði ekki í kvóta umfram það sem greiðslugeta þeirra leyfir. Íslenskar útgerðir munu á komandi makrílvertíð með glöðu geði greiða Færeyingum og Grænlendingum svimandi háar fjárhæðir fyrir hvert tonn af makríl sem þeir veiða innan lögsögu þessara ríkja. Því skyldu þessar sömu útgerðir fá afhentan makrílkvóta við Ísland án endurgjalds? Útboð á heimildum til makrílveiða við Ísland gæti skilað milljörðum í ríkissjóð. Varla slær ríkisstjórnin hendinni á móti þeim? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Makríllinn við Ísland og rækjan í Ísafjarðardjúpi bjóða upp á einstakt sögulegt tækifæri til að stíga fyrstu skrefin í að skapa sátt milli þjóðar og sjávarútvegs. Báðar þessar tegundir koma brátt til kvótaúthlutunar svo sögulega tækifærið skapast vegna takmarkaðrar veiðireynslu undangenginna ára og því ekki til neins að vísa í fortíð við úthlutun aflaheimilda til framtíðar. Þetta gerir yfirvöldum auðveldara um vik að láta útgerðir greiða sanngjarna leigu fyrir afnot þessara eigna þjóðarinnar með útboði veiðiheimilda. Vegna óvissu um framhald þessara veiða næstu árin væri heppilegra fyrir útgerðirnar að þurfa ekki að bjóða í heimildir nema til 1-3ja ára í senn.Nákvæmar útfærslur kvótauppboða Torbjörn Trondsen, prófessor í sjávarútvegsfræðum við háskólann í Tromsö, hélt nýlega erindi við HÍ þar sem hann fór yfir nokkrar þeirra aðferða sem hægt er að nota við úthlutun fiskveiðiheimilda með opnu útboði. Í tilviki rækjunnar og makrílsins eru leiðirnar einfaldar og úthugsaðar en krefjast eftirlits af hálfu hins opinbera til að hindra samráð tilboðsgjafa. Verði síðan haldið áfram á braut útboða veiðiheimilda þá koma fleiri aðferðir og blandaðar leiðir til álita. Þar mætti nýta reynslu sem fengin er víða að úr veröldinni um hvað beri að varast og hvernig slíkum útboðum yrði best fyrir komið án nokkurrar áhættu fyrir fyrirtækin.Afþakkar ríkisstjórnin milljarðana? Viðbúið er að þær útgerðir sem þegar hafa reynt fyrir sér séu líklegastar til að hljóta þann kvóta sem boðinn verður út. Ekkert útgerðarfyrirtæki mun því fara í þrot við þessar aðgerðir þar sem við getum væntanlega treyst því að þau bjóði ekki í kvóta umfram það sem greiðslugeta þeirra leyfir. Íslenskar útgerðir munu á komandi makrílvertíð með glöðu geði greiða Færeyingum og Grænlendingum svimandi háar fjárhæðir fyrir hvert tonn af makríl sem þeir veiða innan lögsögu þessara ríkja. Því skyldu þessar sömu útgerðir fá afhentan makrílkvóta við Ísland án endurgjalds? Útboð á heimildum til makrílveiða við Ísland gæti skilað milljörðum í ríkissjóð. Varla slær ríkisstjórnin hendinni á móti þeim?
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun