Áttatíu brottfarir og lendingar í Keflavík innan verkfallstímans Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. apríl 2014 07:00 Brottfarir og lendingar á Keflavíkurflugelli milli klukkan 4 og 9 þriðjudagsmorguninn 8. apríl. HEIMILD: ISAVIA „Ljóst er að komi til vinnustöðvunar mun það hafa í för með sér röskun á innanlandsflugi og millilandaflugi á umræddu tímabili,“ segir í yfirlýsingu frá Isavia vegna boðaðra verkfalla hjá um 400 flugvallastarfsmönnum félagsins. Þrjú félög starfsmanna á flugvöllum sem ekki hefur náðst að semja við um nýja kjarasamninga hafa samþykkt að grípa til þriggja tímabundinna vinnustöðvana nú í apríl og loks til ótímabundins verkfalls 30. apríl takist ekki að ná samningum. Þetta eru Félag flugmálastarfsmanna ríkisins, Stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Þetta er starfsmenn á öllum flugvöllum landsins og flugöryggisverðir á Keflavíkurflugvelli.„Ber þvi miður alltof mikið í milli“ „Það er því miður alltof mikið sem ber í milli,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins. Kristján kveður liðsmenn félaganna þriggja hafa gefið skýrt til kynna að þeir myndu fella samninga sem byggðu á þeirri 2,8 prósent launahækkun sem Samtök atvinnulífsins byðu. Tímabundnu vinnustöðvanirnar eiga að vera 8., 23. og 25. apríl og standa í fimm klukkutíma í hvert sinn, frá klukkan fjögur að morgni til klukkan níu. Mikið er um að vera í áætlunarflugi á þessum tíma dags. Þannig eru um 80 brottfarir og lendingar á Keflavíkurflugvelli innan þessa tímaramma umrædda þrjá daga.Búast má við mikilli röskun á áætlunarflugi til og frá landinu ef flugvallarstarfsmenn Isavia leggja niður vinnu. Fréttablaðið/ValliFylgjast þarf með tilkynningum „Isavia vinnur að viðbragðsáætlun ásamt flugrekstraraðilum sem miðar að því að takmarka sem mest röskun á flugi og óþægindi sem af þeim kunna að hljótast,“ segir í yfirlýsingu Isavia þar sem flugfarþegum er bent á að fylgjast með tilkynningum á vefsvæðum Isavia, Keflavíkurflugvallar og flugfélaganna um breytingar sem kunna að verða á flugáætlun þegar nær dragi boðuðum aðgerðum. Erfitt er að meta möguleikana á að samkomulag náist fyrir 8. apríl. Samkvæmt Isavia eru kröfur stéttarfélaga talsvert hærri en samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði auk þess sem þau vilji gera samninga til skamms tíma.Segja félögin hafa hafnað hugmyndum „Þá hefur hugmyndum til að koma til móts við kröfur félaganna verið hafnað án efnislegrar umræðu. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefur meðal annars sagt að ekkert í launaþróun þessa hóps réttlæti annað en að fylgja þeirri meginlínu sem aðilar á almennu vinnumarkaði hafa þegar samið um,“ segir Isavia. Þótt vinnustöðvununum eigi að ljúka klukkan níu umrædda morgna verður ekki hægt að hefja flugið strax þá því þar sem flugöryggisverðir eru ekki við vinnu er engum, hvorki öðru starfsfólki né farþegum, hleypt inn í flugstöðinni í Keflavík á meðan stöðvunin stendur. Það mun því líða nokkur tími þar til fyrstu vélar geta tekið í loftið eða lent.Innanlandsflug hefst klukkan níu Flugfélag Íslands og Flugfélagið Ernir sem stunda áætlunarflug innanlands myndu einnig verða fyrir truflunum af vinnustöðvunum. Ingi Þór Guðmundsson. markaðsstjóri Flugfélags Íslands, segir að verið sé að skoða hvað sé hægt að gera svo farþegar verði fyrir sem minnstri röskun. „Það er líklegt að Flugfélag Íslands hefji flug klukkan níu á alla áfangastaði,“ segir Ingi sem kveður félagið munu láta vita ef einhverjar breytingar verði. Næsti fundur samningafndur deiluaðilanna verður á föstudag.Áætlun Flugfélags Íslands á vinnustöðvunartímanum:NY112 Reykjavík 07:15 Akureyri 08:00NY113 Akureyri 08:25 Reykjavík 09:10 NY326 Reykjavík 07:30 Egilsstaðir 08:30NY327 Egilsstaðir 08:55 Reykjavík 09:55 NY016 Reykjavík 08:00 Ísafjörður 08:40NY017 Ísafjörður 09:05 Reykjavík 09:45 NY118 Reykjavík 08:30 Akureyri 09:15NY113 Akureyri 09:40 Reykjavík 10:25 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira
„Ljóst er að komi til vinnustöðvunar mun það hafa í för með sér röskun á innanlandsflugi og millilandaflugi á umræddu tímabili,“ segir í yfirlýsingu frá Isavia vegna boðaðra verkfalla hjá um 400 flugvallastarfsmönnum félagsins. Þrjú félög starfsmanna á flugvöllum sem ekki hefur náðst að semja við um nýja kjarasamninga hafa samþykkt að grípa til þriggja tímabundinna vinnustöðvana nú í apríl og loks til ótímabundins verkfalls 30. apríl takist ekki að ná samningum. Þetta eru Félag flugmálastarfsmanna ríkisins, Stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Þetta er starfsmenn á öllum flugvöllum landsins og flugöryggisverðir á Keflavíkurflugvelli.„Ber þvi miður alltof mikið í milli“ „Það er því miður alltof mikið sem ber í milli,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins. Kristján kveður liðsmenn félaganna þriggja hafa gefið skýrt til kynna að þeir myndu fella samninga sem byggðu á þeirri 2,8 prósent launahækkun sem Samtök atvinnulífsins byðu. Tímabundnu vinnustöðvanirnar eiga að vera 8., 23. og 25. apríl og standa í fimm klukkutíma í hvert sinn, frá klukkan fjögur að morgni til klukkan níu. Mikið er um að vera í áætlunarflugi á þessum tíma dags. Þannig eru um 80 brottfarir og lendingar á Keflavíkurflugvelli innan þessa tímaramma umrædda þrjá daga.Búast má við mikilli röskun á áætlunarflugi til og frá landinu ef flugvallarstarfsmenn Isavia leggja niður vinnu. Fréttablaðið/ValliFylgjast þarf með tilkynningum „Isavia vinnur að viðbragðsáætlun ásamt flugrekstraraðilum sem miðar að því að takmarka sem mest röskun á flugi og óþægindi sem af þeim kunna að hljótast,“ segir í yfirlýsingu Isavia þar sem flugfarþegum er bent á að fylgjast með tilkynningum á vefsvæðum Isavia, Keflavíkurflugvallar og flugfélaganna um breytingar sem kunna að verða á flugáætlun þegar nær dragi boðuðum aðgerðum. Erfitt er að meta möguleikana á að samkomulag náist fyrir 8. apríl. Samkvæmt Isavia eru kröfur stéttarfélaga talsvert hærri en samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði auk þess sem þau vilji gera samninga til skamms tíma.Segja félögin hafa hafnað hugmyndum „Þá hefur hugmyndum til að koma til móts við kröfur félaganna verið hafnað án efnislegrar umræðu. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefur meðal annars sagt að ekkert í launaþróun þessa hóps réttlæti annað en að fylgja þeirri meginlínu sem aðilar á almennu vinnumarkaði hafa þegar samið um,“ segir Isavia. Þótt vinnustöðvununum eigi að ljúka klukkan níu umrædda morgna verður ekki hægt að hefja flugið strax þá því þar sem flugöryggisverðir eru ekki við vinnu er engum, hvorki öðru starfsfólki né farþegum, hleypt inn í flugstöðinni í Keflavík á meðan stöðvunin stendur. Það mun því líða nokkur tími þar til fyrstu vélar geta tekið í loftið eða lent.Innanlandsflug hefst klukkan níu Flugfélag Íslands og Flugfélagið Ernir sem stunda áætlunarflug innanlands myndu einnig verða fyrir truflunum af vinnustöðvunum. Ingi Þór Guðmundsson. markaðsstjóri Flugfélags Íslands, segir að verið sé að skoða hvað sé hægt að gera svo farþegar verði fyrir sem minnstri röskun. „Það er líklegt að Flugfélag Íslands hefji flug klukkan níu á alla áfangastaði,“ segir Ingi sem kveður félagið munu láta vita ef einhverjar breytingar verði. Næsti fundur samningafndur deiluaðilanna verður á föstudag.Áætlun Flugfélags Íslands á vinnustöðvunartímanum:NY112 Reykjavík 07:15 Akureyri 08:00NY113 Akureyri 08:25 Reykjavík 09:10 NY326 Reykjavík 07:30 Egilsstaðir 08:30NY327 Egilsstaðir 08:55 Reykjavík 09:55 NY016 Reykjavík 08:00 Ísafjörður 08:40NY017 Ísafjörður 09:05 Reykjavík 09:45 NY118 Reykjavík 08:30 Akureyri 09:15NY113 Akureyri 09:40 Reykjavík 10:25
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira