Bregðumst við loftslagsvánni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 4. apríl 2014 07:00 Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) birtir nú í áföngum fimmtu úttekt sína á loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra. Kaflar um líkleg áhrif loftslagsbreytinga hafa vakið mikla athygli að undanförnu. Það er ekki nýtt að IPCC dragi upp dökka mynd, en vísindin styrkjast með hverri úttekt og vægi niðurstöðunnar vex. Ekki síst valda áhyggjum spár um fæðuöryggi. Til lengri tíma getur hlýnun lofthjúpsins leitt til minni uppskeru nytjajurta á borð við hveiti, maís og hrísgrjón. Áhrif á fiskistofna eru einnig illfyrirsjáanleg, þar sem þeir færa sig eftir breyttu hitastigi og straumum. Þetta er slæm tíðindi á sama tíma og mannkyn vex um tvo milljarða munna eða meira á næstu áratugum. Allar þjóðir munu bera skaða af stórfelldum loftslagsbreytingum, líka við Íslendingar. Fyrir okkur er hin svokallaða súrnun sjávar eitt helsta beina áhyggjuefnið tengt loftslagsbreytingum. Aukinn styrkur CO2 breytir efnasamsetningu í sjó, sem getur haft alvarleg áhrif á vistkerfi hafsins. Röskun á náttúrufari og lífsskilyrðum á heimsvísu hefur einnig óbein áhrif á Ísland, vegna aukinnar hættu á upplausn, ófriði og flóttamannavanda. Til skemmri tíma geta einstakir þættir orðið Íslendingum og öðrum norðlægum ríkjum hagfelldir. Þannig telja vísindamenn líklegt að hlýnun muni bæta ræktunarskilyrði á Íslandi. Þetta er staðreynd, sem breytir engu um að loftslagsvandinn er hnattræn vá, sem Ísland berst gegn ásamt öðrum. Það er líka rétt að benda á að í öllum vanda felst von um lausn. Hún felst að miklu leyti í loftslagsvænni tækni, sem dregur úr losun og bætir lífsgæði. Mörg íslensk fyrirtæki skara fram úr í slíkri tækni og á sviði endurnýjanlegrar orku. Ég fagna því ef nýsköpun á þessu sviði blómstrar og fyrirtækjum með loftslagslausnir gengur vel. Skýrsla IPCC er ákall til ríkja heims að gera betur. Ísland stendur sig að mörgu leyti vel í loftslagsmálum. Auðvitað getum við þó gert enn betur. Það má efla hlut rafbíla. Það má nýta loftslagsvænar tæknilausnir íslenskra hugvitsfyrirtækja í skipum. Það má efla kolefnisbindingu með skógrækt og landgræðslu. Tökum loftslagsspánum af alvöru og vinnum að lausnum með bjartsýni að vopni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) birtir nú í áföngum fimmtu úttekt sína á loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra. Kaflar um líkleg áhrif loftslagsbreytinga hafa vakið mikla athygli að undanförnu. Það er ekki nýtt að IPCC dragi upp dökka mynd, en vísindin styrkjast með hverri úttekt og vægi niðurstöðunnar vex. Ekki síst valda áhyggjum spár um fæðuöryggi. Til lengri tíma getur hlýnun lofthjúpsins leitt til minni uppskeru nytjajurta á borð við hveiti, maís og hrísgrjón. Áhrif á fiskistofna eru einnig illfyrirsjáanleg, þar sem þeir færa sig eftir breyttu hitastigi og straumum. Þetta er slæm tíðindi á sama tíma og mannkyn vex um tvo milljarða munna eða meira á næstu áratugum. Allar þjóðir munu bera skaða af stórfelldum loftslagsbreytingum, líka við Íslendingar. Fyrir okkur er hin svokallaða súrnun sjávar eitt helsta beina áhyggjuefnið tengt loftslagsbreytingum. Aukinn styrkur CO2 breytir efnasamsetningu í sjó, sem getur haft alvarleg áhrif á vistkerfi hafsins. Röskun á náttúrufari og lífsskilyrðum á heimsvísu hefur einnig óbein áhrif á Ísland, vegna aukinnar hættu á upplausn, ófriði og flóttamannavanda. Til skemmri tíma geta einstakir þættir orðið Íslendingum og öðrum norðlægum ríkjum hagfelldir. Þannig telja vísindamenn líklegt að hlýnun muni bæta ræktunarskilyrði á Íslandi. Þetta er staðreynd, sem breytir engu um að loftslagsvandinn er hnattræn vá, sem Ísland berst gegn ásamt öðrum. Það er líka rétt að benda á að í öllum vanda felst von um lausn. Hún felst að miklu leyti í loftslagsvænni tækni, sem dregur úr losun og bætir lífsgæði. Mörg íslensk fyrirtæki skara fram úr í slíkri tækni og á sviði endurnýjanlegrar orku. Ég fagna því ef nýsköpun á þessu sviði blómstrar og fyrirtækjum með loftslagslausnir gengur vel. Skýrsla IPCC er ákall til ríkja heims að gera betur. Ísland stendur sig að mörgu leyti vel í loftslagsmálum. Auðvitað getum við þó gert enn betur. Það má efla hlut rafbíla. Það má nýta loftslagsvænar tæknilausnir íslenskra hugvitsfyrirtækja í skipum. Það má efla kolefnisbindingu með skógrækt og landgræðslu. Tökum loftslagsspánum af alvöru og vinnum að lausnum með bjartsýni að vopni.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar