Frumvarpið sem má ekki gleymast Einar Hugi Bjarnason skrifar 4. apríl 2014 07:00 Alþingis bíða nú ærin verkefni sem leysa þarf á þeim fáu þingfundardögum sem eftir lifa af vorþinginu. Þannig bíða ýmis mikilvæg lagafrumvörp afgreiðslu og ber þar vafalaust hæst frumvörp ríkisstjórnarinnar, um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána og ráðstöfun séreignarsparnaðar til greiðslu húsnæðislána.Lítið frumvarp – Miklir hagsmunir Tilefni þess að ég sting niður penna nú er að minna á frumvarp sem lagt hefur verið fram af efnahags- og viðskiptanefnd um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Í 1. gr. frumvarpsins segir: „Við ákvæði til bráðabirgða XIV í lögunum bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Fyrningarfresturinn skal vera átta ár frá því tímamarki.“ Þó að frumvarpið láti ekki mikið yfir sér og í raun aðeins þessi eina grein er það að mínum dómi eitt það allra mikilvægasta sem nú bíður afgreiðslu þingsins þar sem því er ætlað að koma í veg fyrir að fyrningarfrestur uppgjörskrafna vegna ólögmætrar gengistryggingar renni út 16. júní nk. heldur framlengist til 16. júní 2018. Ef ekki næst að afgreiða þetta lagafrumvarp sem lög frá Alþingi á þeim tíma sem eftir lifir af vorþinginu er að mínum dómi stórslys yfirvofandi enda er þá raunveruleg hætta til staðar að kröfur lántaka á hendur fjármálafyrirtækjunum fyrnist nú í sumarbyrjun. Slík niðurstaða er að mínum dómi fullkomlega ótæk í ljósi þess að fjölmargir lántakar hafa enn ekki fengið niðurstöður frá lánveitendum um hvort og þá hvernig haga skuli uppgjöri vegna ólögmætrar gengistryggingar lána þeirra. Í þessu sambandi þarf ekki annað en að minna á að „viðskiptavinir“ Dróma sáluga fengu fá svör – og hvað þá úrlausn sinna mála – fyrr en eftir jarðarförina um síðustu áramót og yfirtöku Arion banka á lánunum í kjölfarið.Framferði Lýsingar Þá eru ónefndir þeir ólánsömu einstaklingar sem tóku lán hjá eignaleigufyrirtækinu Lýsingu. Þar á bæ hafa þær leiðbeiningar sem felast í dómafordæmum Hæstaréttar, allt frá því að gengistrygging bílasamninga félagsins var dæmd ólögmæt með dómi þann 16. júní 2010, iðulega verið túlkaðar út frá eins þröngu lögfræðilegu sjónarhorni og frekast er unnt. Nýjasta dæmið um þetta er sú aðferðafræði sem Lýsing beitir við leiðréttingu fyrri endurútreikninga félagsins. Sú aðferð er beinlínis í andstöðu við dómafordæmi Hæstaréttar sem eru skýr um hvaða aðferð ber að beita við uppgjör gengislána. Það þarf vart að koma á óvart að aðferðafræðin sem Lýsing beitir við útreikninginn leiðir til lakari niðurstöðu fyrir lántaka en ef farið væri eftir dómafordæmum Hæstaréttar. Ekki er laust við að sá grunur læðist að manni að þessi afstaða Lýsingar kunni að helgast af fyrningarfrestinum sem nefndur var hér að framan og ætlunarverkið sé að réttindi lántaka fyrnist. Ekki urðu þær fréttir, að Lýsing hafi nýlega fallið frá áfrýjun til Hæstaréttar á prófmáli sem höfðað var í kjölfar gengislánasamstarfs á grundvelli heimildar Samkeppniseftirlitsins, til að draga úr þeim efasemdunum. Í því máli hefði verið unnt að fá niðurstöðu í Hæstarétti um réttmæti útreikningsaðferðar Lýsingar.Fyrirvarar við endurútreikninga Þegar mörg stór verkefni bíða afgreiðslu Alþingis er sú hætta ávallt fyrir hendi að hin sem virðast smærri sitji á hakanum og gleymist í atinu. Þetta mega ekki verða örlög frumvarpsins um lengingu fyrningarfrestsins. Ég skora því á alþingismenn að bregðast skjótt við og samþykkja frumvarpið sem lög frá Alþingi áður en vorþingið rennur sitt skeið. Að lokum vil ég brýna fyrir þeim sem nýverið hafa fengið í hendur endurútreikning frá sínum lánveitanda að fara gaumgæfilega yfir útreikningana og samþykkja þá ekki nema með fyrirvara um betri rétt. Þegar upp er staðið geta slíkir fyrirvarar, ásamt ráðgjöf sérfræðinga um réttarstöðuna, skipt sköpum og komið í veg fyrir að réttmætar kröfur lántaka glatist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Hugi Bjarnason Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Alþingis bíða nú ærin verkefni sem leysa þarf á þeim fáu þingfundardögum sem eftir lifa af vorþinginu. Þannig bíða ýmis mikilvæg lagafrumvörp afgreiðslu og ber þar vafalaust hæst frumvörp ríkisstjórnarinnar, um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána og ráðstöfun séreignarsparnaðar til greiðslu húsnæðislána.Lítið frumvarp – Miklir hagsmunir Tilefni þess að ég sting niður penna nú er að minna á frumvarp sem lagt hefur verið fram af efnahags- og viðskiptanefnd um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Í 1. gr. frumvarpsins segir: „Við ákvæði til bráðabirgða XIV í lögunum bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Fyrningarfresturinn skal vera átta ár frá því tímamarki.“ Þó að frumvarpið láti ekki mikið yfir sér og í raun aðeins þessi eina grein er það að mínum dómi eitt það allra mikilvægasta sem nú bíður afgreiðslu þingsins þar sem því er ætlað að koma í veg fyrir að fyrningarfrestur uppgjörskrafna vegna ólögmætrar gengistryggingar renni út 16. júní nk. heldur framlengist til 16. júní 2018. Ef ekki næst að afgreiða þetta lagafrumvarp sem lög frá Alþingi á þeim tíma sem eftir lifir af vorþinginu er að mínum dómi stórslys yfirvofandi enda er þá raunveruleg hætta til staðar að kröfur lántaka á hendur fjármálafyrirtækjunum fyrnist nú í sumarbyrjun. Slík niðurstaða er að mínum dómi fullkomlega ótæk í ljósi þess að fjölmargir lántakar hafa enn ekki fengið niðurstöður frá lánveitendum um hvort og þá hvernig haga skuli uppgjöri vegna ólögmætrar gengistryggingar lána þeirra. Í þessu sambandi þarf ekki annað en að minna á að „viðskiptavinir“ Dróma sáluga fengu fá svör – og hvað þá úrlausn sinna mála – fyrr en eftir jarðarförina um síðustu áramót og yfirtöku Arion banka á lánunum í kjölfarið.Framferði Lýsingar Þá eru ónefndir þeir ólánsömu einstaklingar sem tóku lán hjá eignaleigufyrirtækinu Lýsingu. Þar á bæ hafa þær leiðbeiningar sem felast í dómafordæmum Hæstaréttar, allt frá því að gengistrygging bílasamninga félagsins var dæmd ólögmæt með dómi þann 16. júní 2010, iðulega verið túlkaðar út frá eins þröngu lögfræðilegu sjónarhorni og frekast er unnt. Nýjasta dæmið um þetta er sú aðferðafræði sem Lýsing beitir við leiðréttingu fyrri endurútreikninga félagsins. Sú aðferð er beinlínis í andstöðu við dómafordæmi Hæstaréttar sem eru skýr um hvaða aðferð ber að beita við uppgjör gengislána. Það þarf vart að koma á óvart að aðferðafræðin sem Lýsing beitir við útreikninginn leiðir til lakari niðurstöðu fyrir lántaka en ef farið væri eftir dómafordæmum Hæstaréttar. Ekki er laust við að sá grunur læðist að manni að þessi afstaða Lýsingar kunni að helgast af fyrningarfrestinum sem nefndur var hér að framan og ætlunarverkið sé að réttindi lántaka fyrnist. Ekki urðu þær fréttir, að Lýsing hafi nýlega fallið frá áfrýjun til Hæstaréttar á prófmáli sem höfðað var í kjölfar gengislánasamstarfs á grundvelli heimildar Samkeppniseftirlitsins, til að draga úr þeim efasemdunum. Í því máli hefði verið unnt að fá niðurstöðu í Hæstarétti um réttmæti útreikningsaðferðar Lýsingar.Fyrirvarar við endurútreikninga Þegar mörg stór verkefni bíða afgreiðslu Alþingis er sú hætta ávallt fyrir hendi að hin sem virðast smærri sitji á hakanum og gleymist í atinu. Þetta mega ekki verða örlög frumvarpsins um lengingu fyrningarfrestsins. Ég skora því á alþingismenn að bregðast skjótt við og samþykkja frumvarpið sem lög frá Alþingi áður en vorþingið rennur sitt skeið. Að lokum vil ég brýna fyrir þeim sem nýverið hafa fengið í hendur endurútreikning frá sínum lánveitanda að fara gaumgæfilega yfir útreikningana og samþykkja þá ekki nema með fyrirvara um betri rétt. Þegar upp er staðið geta slíkir fyrirvarar, ásamt ráðgjöf sérfræðinga um réttarstöðuna, skipt sköpum og komið í veg fyrir að réttmætar kröfur lántaka glatist.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun