Stjörnur fylla Kúluna Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 7. apríl 2014 13:00 Litli prinsinn "Þetta er leikhús með stóru L-i og ákjósanleg fyrstu kynni af því fyrirbæri.” Litli prinsinn eftir Antoine de Saint-Exupéry Leikarar: Edda Arnljótsdóttir, Snorri Engilbertsson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir. Leikstjórn: Stefán Hallur Stefánsson. Tónlist: Vala Gestsdóttir. Leikmynd: Högni Sigurþórsson. Búningar: LeilaArge. Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson. Mjööööög gott. Við vorum sammála um það, ég og sérfræðingur minn í barnasýningum, þegar við stigum út úr Kúlu Þjóðleikhússins nú á laugardaginn síðasta, eftir frumsýningu Þjóðleikhússins á Litla prinsinum. Mjööööög gott. Leikárið 2013-2014 fer ekki í sögubækurnar sem með þeim betri. Þeim mun ánægjulegra var þegar óvænt hrökk ein perla úr skelinni nú við lok þess. Litli prinsinn eftir Antoine de Saint-Exupéry, sem fyrst kom út árið 1943 hefur farið sigurför um heiminn. Í leikskrá kemur fram að þetta sígilda og heimspekilega verk hefur komið út í um 145 milljónum eintaka á um 270 tungumálum. Það kom út á Íslandi í þýðingu Þórarins Björnssonar árið 1961. Ekki þarf að hafa um efnið mörg orð, flestir þekkja það og ef ekki er tímabært kynna sér Litla prinsinn sem talar jafnt til barna sem fullorðinna og tekur utan um gildi sem ekki mega tapast. Sýningin er verkinu trú og gerir því góð skil. Leikararnir þrír standa sig allir sérlega vel. Þórunn Arna Kristjánsdóttir var alveg einstaklega geðþekkur prins, Edda Arnljótsdóttir brá sér í ýmissa kvikinda líki og gerði það vel og Snorri Engilbertsson sýndi hversu góður og alhliða leikari hann er orðinn. En þó öll hafi þau blómstrað eru stjörnur sýningarinnar ekki síður þau sem ekki stóðu á sviðinu. Þjóðleikhúsið sýnir styrk sinn og hversu miklum listamönnum húsið býr að. Kúlan, þetta tiltölulega þrönga og litla rými breyttist í meðförum þeirra í töfraveröld. Svo virðist sem Kúlan kalli fram það besta í leikhúslistamönnunum því ég hef séð áhrifaríkar sýningar þar áður. Ævintýrið um prinsinn frá stjörnunni B 612 berst um víðan völl og með gríðarlegri útsjónarsemi, þar sem rýmið er gernýtt, voru þeir staðir ljóslifandi áhorfendum, með vísan til teikninga höfundar sem skipta verkið miklu máli. Högni Sigurjónsson annast leikmyndina sem er bæði falleg og hugmyndarík. Allt í einu birtist flugvél í þröngu rýminu eins og ekkert sé, fyrir framan hús sögumannsins. Lýsingin er ekki síður vel útfærð, og það er meira en að segja það þegar ekki er hærra til lofts. Samvinna Högna og Magnúsar Arnars Sigurðssonar ljósameistara hlýtur að hafa verið með miklum ágætum. Leila Arge er með búninga sem voru bæði skrautlegir á stundum og smekklegir í senn. En það sem ekki var síst eftirtektarvert er hljóðmyndin sem bakkaði leikarana upp alla leið og hjálpaði til við að hinir ýmsu staðir sögunnar urðu ljóslifandi. Það eru þau Kristinn Gauti Einarsson og Vala Gestsdóttir, sem jafnframt gerir tónlistina, sem eru skráð fyrir því ágæta verki. Mikil fagmennska, hugkvæmi, kúnst og vinna liggur að baki og skilar sér sannarlega með mikilli prýði. Allt þetta þarf svo að renna saman í eina heild og Stefán Hallur Stefánsson leikstjóri vinnur hér sitt mesta afrek í íslensku leikhúsi. Ekki er hægt annað en vara leikhúsáhugafólk við því að láta þessa sýningu fram hjá sér fara. Þó af ofangreindu megi ef til vill ráða að tæknibrellur séu í aðalhlutverki er það engan veginn svo að þær beri leiklistina ofurliði. Þetta er leikhús með stóru L-i og ákjósanleg fyrstu kynni af því fyrirbæri.Niðurstaða:Hugmyndarík og frábærlega útfærð sýning: leikhúslistamenn Þjóðleikhússins sýna hvers þeir eru megnugir. Gagnrýni Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Litli prinsinn eftir Antoine de Saint-Exupéry Leikarar: Edda Arnljótsdóttir, Snorri Engilbertsson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir. Leikstjórn: Stefán Hallur Stefánsson. Tónlist: Vala Gestsdóttir. Leikmynd: Högni Sigurþórsson. Búningar: LeilaArge. Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson. Mjööööög gott. Við vorum sammála um það, ég og sérfræðingur minn í barnasýningum, þegar við stigum út úr Kúlu Þjóðleikhússins nú á laugardaginn síðasta, eftir frumsýningu Þjóðleikhússins á Litla prinsinum. Mjööööög gott. Leikárið 2013-2014 fer ekki í sögubækurnar sem með þeim betri. Þeim mun ánægjulegra var þegar óvænt hrökk ein perla úr skelinni nú við lok þess. Litli prinsinn eftir Antoine de Saint-Exupéry, sem fyrst kom út árið 1943 hefur farið sigurför um heiminn. Í leikskrá kemur fram að þetta sígilda og heimspekilega verk hefur komið út í um 145 milljónum eintaka á um 270 tungumálum. Það kom út á Íslandi í þýðingu Þórarins Björnssonar árið 1961. Ekki þarf að hafa um efnið mörg orð, flestir þekkja það og ef ekki er tímabært kynna sér Litla prinsinn sem talar jafnt til barna sem fullorðinna og tekur utan um gildi sem ekki mega tapast. Sýningin er verkinu trú og gerir því góð skil. Leikararnir þrír standa sig allir sérlega vel. Þórunn Arna Kristjánsdóttir var alveg einstaklega geðþekkur prins, Edda Arnljótsdóttir brá sér í ýmissa kvikinda líki og gerði það vel og Snorri Engilbertsson sýndi hversu góður og alhliða leikari hann er orðinn. En þó öll hafi þau blómstrað eru stjörnur sýningarinnar ekki síður þau sem ekki stóðu á sviðinu. Þjóðleikhúsið sýnir styrk sinn og hversu miklum listamönnum húsið býr að. Kúlan, þetta tiltölulega þrönga og litla rými breyttist í meðförum þeirra í töfraveröld. Svo virðist sem Kúlan kalli fram það besta í leikhúslistamönnunum því ég hef séð áhrifaríkar sýningar þar áður. Ævintýrið um prinsinn frá stjörnunni B 612 berst um víðan völl og með gríðarlegri útsjónarsemi, þar sem rýmið er gernýtt, voru þeir staðir ljóslifandi áhorfendum, með vísan til teikninga höfundar sem skipta verkið miklu máli. Högni Sigurjónsson annast leikmyndina sem er bæði falleg og hugmyndarík. Allt í einu birtist flugvél í þröngu rýminu eins og ekkert sé, fyrir framan hús sögumannsins. Lýsingin er ekki síður vel útfærð, og það er meira en að segja það þegar ekki er hærra til lofts. Samvinna Högna og Magnúsar Arnars Sigurðssonar ljósameistara hlýtur að hafa verið með miklum ágætum. Leila Arge er með búninga sem voru bæði skrautlegir á stundum og smekklegir í senn. En það sem ekki var síst eftirtektarvert er hljóðmyndin sem bakkaði leikarana upp alla leið og hjálpaði til við að hinir ýmsu staðir sögunnar urðu ljóslifandi. Það eru þau Kristinn Gauti Einarsson og Vala Gestsdóttir, sem jafnframt gerir tónlistina, sem eru skráð fyrir því ágæta verki. Mikil fagmennska, hugkvæmi, kúnst og vinna liggur að baki og skilar sér sannarlega með mikilli prýði. Allt þetta þarf svo að renna saman í eina heild og Stefán Hallur Stefánsson leikstjóri vinnur hér sitt mesta afrek í íslensku leikhúsi. Ekki er hægt annað en vara leikhúsáhugafólk við því að láta þessa sýningu fram hjá sér fara. Þó af ofangreindu megi ef til vill ráða að tæknibrellur séu í aðalhlutverki er það engan veginn svo að þær beri leiklistina ofurliði. Þetta er leikhús með stóru L-i og ákjósanleg fyrstu kynni af því fyrirbæri.Niðurstaða:Hugmyndarík og frábærlega útfærð sýning: leikhúslistamenn Þjóðleikhússins sýna hvers þeir eru megnugir.
Gagnrýni Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira