Lífið

Verndandi hring- laga speglar heilla

Marín Manda skrifar
Auður Gná Ingvarsdóttir.
Auður Gná Ingvarsdóttir. Myndir/ Íris Ann
Auður Gná Ingvarsdóttir hannaði glæsilega hringlaga spegla og sýndi á Hönnunarmars.

„Ég var lengi búin að hugsa um að gera spegil en ég er voðalega hrifin af speglum. Bæði sem hlut eða til að stækka rými og líka til að setja á heilan vegg sem skapar sjónhverfingu,“ segir Auður Gná Ingvarsdóttir innanhússarkitekt.

Á Hönnunarmars fyrir skömmu sýndi hún nýja vörulínu sem innihélt hringlaga spegla, korktöflur og bakka úr íslensku líparíti. Auður Gná segir að hringlaga formið á speglinum hafi henni þótt skemmtilegt þar sem hringur hefur hvorki upphaf né endi. 

„Hringurinn hefur svo margar merkingar. Hann er svo táknrænn og verndandi. Hann gefur manni þá tilfinningu að maður sé hólpinn,“ segir hún. 

Auður Gná rekur verslunina Insula á Skólavörðustíg 21 og hefur verið að vinna með skinnpúða undir vörumerkinu Further North. Speglarnir sem unnir eru á Íslandi munu fást í tveimur stærðum, 50 cm og 70 cm þvermáli. 

Nánari upplýsingar um vörurnar er að finna á heimasíðunni further-north.com.

Myndir/Íris Ann





Fleiri fréttir

Sjá meira


×