Viðbrögð við hlýnun heimilis okkar allra Ari Trausti Guðmundsson skrifar 11. apríl 2014 07:00 Við erum, eins og mörg dæmi sanna, hrifin af tækifærum sem færa okkur skyndilega hagsbætur, eða að minnsta kosti fljótlega. Helst miklar á skömmum tíma. Auðvitað er þetta ekkert sérkenni Íslendinga einna en hefur lengi loðað við. Vandkvæðum sem fylgja er minna sinnt; gjarnan með því að horfa framhjá þeim, velja úr eða afneita þeim. Það er ávallt krefjandi að horfast í augu við raunveruleikann, þurfa jafnvel að gangast við að eiga þátt í vandkvæðunum og verða að vinna með mótsagnakenndar staðreyndir. Allt þetta blasir við á næstu fáeinum áratugum þegar loftslagsvandinn tekur að bíta illilega í allt okkar líf með ærnum tilkostnaði, einhverjum tækifærum og ansi mörgum ógnunum. Forsætisráðherra missti af dýrmætu tækifæri til þess að leggja plúsa og mínusa með heildstæðum hætti á borðið, nú þegar nýjasta loftslagsskýrslan var kunngerð. Ofuráhersla á tækifærin, einstöðu Íslands og allt of fá orð um raunveruleg og víðtæk vandamál einkenndu orð hans. Þau hafa vakið athygli, heima og heiman. Auðlinda- og atvinnuvegaráðherrann stóð sig mun betur (pistill í Fbl. 4. ap.) og gerir grein fyrir nokkrum tækifærum og fáeinum ógnunum. Þar nefnir hann t.d. súrnun sjávar. Hún, hlýnun hafsins og breytingar á fiskistofnum fela í sér gríðarmikil vandkvæði sem okkur rétt grunar hvert geta stefnt heimsbyggðinni. Báðir ráðherrarnir slepptu því að tengja hvort sem er tækifæri, eins og matvælaframleiðslu, eða vandkvæði, eins og súrnun sjávar, við þá augljósu staðreynd að verði ekki dregið kröftuglega úr hækkun koltvísýrings í lofti (nú af óþekktri stærð í hundruð þúsundir ára – rúmlega 400 milljónustuhlutar) eigum við afar alvarlegt ástand í vændum. Og hvernig er það gert? Með alþjóðlegum samningum og höftum á orkuframleiðslu með jarðefnaeldsneyti, minni vinnslu þessa eldsneytis, aukinni áherslu á nýja orkugjafa og minni áherslu á vinnslu málma og jarðefna sem menga við stóriðju.Aðlögun samfélaga Í þessu sambandi skiptir útflutningur raforku frá Íslandi litlu en kolefnisjöfnun með uppgræðslu og förgun koltvísýrings (eins og Sigurður Ingi nefnir), skorður við frekari álvinnslu hér heima og andstaða við gas- eða olíuvinnslu í norðrinu þeim mun meiru. Þýði það minni hagvöxt, breyttan lífsstíl og aðhald okkar og annarra, verður svo að vera. Nú er komið að því að hlýnun andrúmsloftsins kallar á aðlögun samfélaga og alls konar mótvægisaðgerðir sem svör við afleiðingum hennar. Ríkisvaldið, sveitarfélög, helstu sérfræðistofnanir, Almannavarnir og hagsmunasamtök eiga að mynda þverfaglegan og -pólitískan samráðshóp með aðstöðu og starfsfólki: ÍSLAND 2030. Hlutverk hans væri að safna upplýsingum um leiðir til aðlögunar og mótvægis, kortleggja áhrif hlýnunar á Íslandi og við landið á samræmdan hátt og fræða almenning, þingið og framkvæmdavald um stöðuna með ársskýrslu. Manngerði hluti skógar- og jarðvegseyðingar á Íslandi botnaði öldum saman í nánast óhjákvæmilegum leiðum til að lifa af í landinu og þekkingarskorti á afleiðingunum. Tækifærin voru mörg en vandkvæðin látin reka á reiðanum þar til of langt var gengið. Við gerum ekki viðlíka mistök á 21. öld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum, eins og mörg dæmi sanna, hrifin af tækifærum sem færa okkur skyndilega hagsbætur, eða að minnsta kosti fljótlega. Helst miklar á skömmum tíma. Auðvitað er þetta ekkert sérkenni Íslendinga einna en hefur lengi loðað við. Vandkvæðum sem fylgja er minna sinnt; gjarnan með því að horfa framhjá þeim, velja úr eða afneita þeim. Það er ávallt krefjandi að horfast í augu við raunveruleikann, þurfa jafnvel að gangast við að eiga þátt í vandkvæðunum og verða að vinna með mótsagnakenndar staðreyndir. Allt þetta blasir við á næstu fáeinum áratugum þegar loftslagsvandinn tekur að bíta illilega í allt okkar líf með ærnum tilkostnaði, einhverjum tækifærum og ansi mörgum ógnunum. Forsætisráðherra missti af dýrmætu tækifæri til þess að leggja plúsa og mínusa með heildstæðum hætti á borðið, nú þegar nýjasta loftslagsskýrslan var kunngerð. Ofuráhersla á tækifærin, einstöðu Íslands og allt of fá orð um raunveruleg og víðtæk vandamál einkenndu orð hans. Þau hafa vakið athygli, heima og heiman. Auðlinda- og atvinnuvegaráðherrann stóð sig mun betur (pistill í Fbl. 4. ap.) og gerir grein fyrir nokkrum tækifærum og fáeinum ógnunum. Þar nefnir hann t.d. súrnun sjávar. Hún, hlýnun hafsins og breytingar á fiskistofnum fela í sér gríðarmikil vandkvæði sem okkur rétt grunar hvert geta stefnt heimsbyggðinni. Báðir ráðherrarnir slepptu því að tengja hvort sem er tækifæri, eins og matvælaframleiðslu, eða vandkvæði, eins og súrnun sjávar, við þá augljósu staðreynd að verði ekki dregið kröftuglega úr hækkun koltvísýrings í lofti (nú af óþekktri stærð í hundruð þúsundir ára – rúmlega 400 milljónustuhlutar) eigum við afar alvarlegt ástand í vændum. Og hvernig er það gert? Með alþjóðlegum samningum og höftum á orkuframleiðslu með jarðefnaeldsneyti, minni vinnslu þessa eldsneytis, aukinni áherslu á nýja orkugjafa og minni áherslu á vinnslu málma og jarðefna sem menga við stóriðju.Aðlögun samfélaga Í þessu sambandi skiptir útflutningur raforku frá Íslandi litlu en kolefnisjöfnun með uppgræðslu og förgun koltvísýrings (eins og Sigurður Ingi nefnir), skorður við frekari álvinnslu hér heima og andstaða við gas- eða olíuvinnslu í norðrinu þeim mun meiru. Þýði það minni hagvöxt, breyttan lífsstíl og aðhald okkar og annarra, verður svo að vera. Nú er komið að því að hlýnun andrúmsloftsins kallar á aðlögun samfélaga og alls konar mótvægisaðgerðir sem svör við afleiðingum hennar. Ríkisvaldið, sveitarfélög, helstu sérfræðistofnanir, Almannavarnir og hagsmunasamtök eiga að mynda þverfaglegan og -pólitískan samráðshóp með aðstöðu og starfsfólki: ÍSLAND 2030. Hlutverk hans væri að safna upplýsingum um leiðir til aðlögunar og mótvægis, kortleggja áhrif hlýnunar á Íslandi og við landið á samræmdan hátt og fræða almenning, þingið og framkvæmdavald um stöðuna með ársskýrslu. Manngerði hluti skógar- og jarðvegseyðingar á Íslandi botnaði öldum saman í nánast óhjákvæmilegum leiðum til að lifa af í landinu og þekkingarskorti á afleiðingunum. Tækifærin voru mörg en vandkvæðin látin reka á reiðanum þar til of langt var gengið. Við gerum ekki viðlíka mistök á 21. öld.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun