Menning

Gáfu börnum á BUGL spjaldtölvur

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Við afhendingu Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir BUGL, Dóra Elín Atladóttir, forstöðumaður Vildarbarna Icelandair, Linda Kristmundsdóttir, deildarstjóri göngudeildar BUGL,og Vilborg G. Guðnadóttir,deildarstjóri legudeildar BUGL.
Við afhendingu Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir BUGL, Dóra Elín Atladóttir, forstöðumaður Vildarbarna Icelandair, Linda Kristmundsdóttir, deildarstjóri göngudeildar BUGL,og Vilborg G. Guðnadóttir,deildarstjóri legudeildar BUGL.
Velunnari Vildarbarnasjóðs Icelandair sem ekki lætur nafns síns getið gaf sjóðnum nýlega nokkrar Apple-spjaldtölvur með ósk um að þær yrðu nýttar þar sem mikil þörf væri á. Í framhaldi af því var ákveðið að afhenda þær barna- og unglingageðdeildinni.

Markmið sjóðsins Vildarbörn Icelandair er að gefa langveikum börnum, foreldrum þeirra og systkinum tækifæri til að fara í draumaferð sem þau ættu annars ekki kost á og alls hefur 431 fjölskylda notið stuðnings frá stofnun hans.

Sjóðurinn er meðal annars fjármagnaður með beinu fjárframlagi Icelandair, frjálsum framlögum félaga í Saga Club Icelandair og með söfnun myntar um borð í flugvélum Icelandair. Starfsemin byggist á hugmyndum og starfi Peggy Helgason, eiginkonu Sigurðar Helgasonar, sem lengi var forstjóri Flugleiða og er nú stjórnarformaður Icelandair Group. Peggy hefur um árabil unnið sem sjálfboðaliði á barnadeildum sjúkrahúsa í Reykjavík og stutt fjölskyldur fjölda veikra barna með ýmsum hætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.