Dýrasta sería Íslandssögunnar Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 14. apríl 2014 08:00 Sigurjón segir að Ófærð verði leikin á íslensku af íslensku leikurum. Vísir/Anton Brink „Íslenskar sjónvarpsseríur hingað til hafa kostað á bilinu 150 til tvö hundruð milljónir. Þessi sería verður sú allra dýrasta í íslenskri sjónvarpssögu en kostnaður nálgast nú milljarðinn. Þetta er tíu þátta sería og er hver þáttur klukkutími að lengd,“ segir Sigurjón Kjartansson, þróunarstjóri RVK Studios, framleiðslufyrirtækis Baltasars Kormáks. Hann skrifar handrit íslensku sjónvarpsþáttanna Ófærð, sem heita á ensku Trapped, ásamt leikaranum Ólafi Egilssyni, handritshöfundinum Jóhanni Ævari Grímssyni og breska handritshöfundinum Clive Bradley. Serían var kynnt á kaupráðstefnunni MIPTV í Cannes í Frakklandi fyrir stuttu, einni stærstu ráðstefnu fyrir kaupendur og seljendur sjónvarpsefnis í heiminum. Leikstjórn seríunnar verður í höndum Baltasars Kormáks, sem nú er í tökum á stórmyndinni Everest, en Daniel March og Klaus Zimmermann hjá dreifingarfyrirtækinu Dynamic Television meðframleiða seríuna. Þá sér Dynamic Television einnig um alþjóðlega dreifingu seríunnar. Stefna RVK Studios frá upphafi hefur verið að framleiða íslenskt sjónvarpsefni fyrir erlendan markað. „Við viljum sækja á stærri markað en við höfum verið að gera og þetta er fyrsta stóra verkefnið sem við komum á koppinn í sjónvarpi. Til að gera seríu sem getur keppt almennilega við aðrar skandinavískar seríur kostar það miklu meiri pening. Til að fá þann pening þurfum við að forselja seríuna úti,“ segir Sigurjón. Stefnt er á að tökur á Ófærð hefjist í haust og að serían verði sýnd á RÚV á næsta ári. Sigurjón segir enn óvíst hvar þættirnir verða teknir upp.Ófærð heitir Trapped á ensku.Ófærð er spennuþrungin sjónvarpsþáttasería ef marka má lýsingu á henni á heimasíðu Kvikmyndamiðstöðvar Íslands:Þegar útlima- og hauslaus búkur af manni finnst í flæðarmálinu á Seyðisfirði er bærinn að lokast frá umheiminum, landleiðina vegna snjóstorms og ferjan kemst ekki inn vegna hafís. Lögregla bæjarins með einstæða föðurinn Andra í fararbroddi hefur rannsóknina á meðan sérfræðingarnir að sunnan sitja fastir á Egilsstöðum. Ýmislegt fólk í bænum bæði íbúar og eins utanaðkomandi fara að tengjast málinu og vekja á sér grun Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira
„Íslenskar sjónvarpsseríur hingað til hafa kostað á bilinu 150 til tvö hundruð milljónir. Þessi sería verður sú allra dýrasta í íslenskri sjónvarpssögu en kostnaður nálgast nú milljarðinn. Þetta er tíu þátta sería og er hver þáttur klukkutími að lengd,“ segir Sigurjón Kjartansson, þróunarstjóri RVK Studios, framleiðslufyrirtækis Baltasars Kormáks. Hann skrifar handrit íslensku sjónvarpsþáttanna Ófærð, sem heita á ensku Trapped, ásamt leikaranum Ólafi Egilssyni, handritshöfundinum Jóhanni Ævari Grímssyni og breska handritshöfundinum Clive Bradley. Serían var kynnt á kaupráðstefnunni MIPTV í Cannes í Frakklandi fyrir stuttu, einni stærstu ráðstefnu fyrir kaupendur og seljendur sjónvarpsefnis í heiminum. Leikstjórn seríunnar verður í höndum Baltasars Kormáks, sem nú er í tökum á stórmyndinni Everest, en Daniel March og Klaus Zimmermann hjá dreifingarfyrirtækinu Dynamic Television meðframleiða seríuna. Þá sér Dynamic Television einnig um alþjóðlega dreifingu seríunnar. Stefna RVK Studios frá upphafi hefur verið að framleiða íslenskt sjónvarpsefni fyrir erlendan markað. „Við viljum sækja á stærri markað en við höfum verið að gera og þetta er fyrsta stóra verkefnið sem við komum á koppinn í sjónvarpi. Til að gera seríu sem getur keppt almennilega við aðrar skandinavískar seríur kostar það miklu meiri pening. Til að fá þann pening þurfum við að forselja seríuna úti,“ segir Sigurjón. Stefnt er á að tökur á Ófærð hefjist í haust og að serían verði sýnd á RÚV á næsta ári. Sigurjón segir enn óvíst hvar þættirnir verða teknir upp.Ófærð heitir Trapped á ensku.Ófærð er spennuþrungin sjónvarpsþáttasería ef marka má lýsingu á henni á heimasíðu Kvikmyndamiðstöðvar Íslands:Þegar útlima- og hauslaus búkur af manni finnst í flæðarmálinu á Seyðisfirði er bærinn að lokast frá umheiminum, landleiðina vegna snjóstorms og ferjan kemst ekki inn vegna hafís. Lögregla bæjarins með einstæða föðurinn Andra í fararbroddi hefur rannsóknina á meðan sérfræðingarnir að sunnan sitja fastir á Egilsstöðum. Ýmislegt fólk í bænum bæði íbúar og eins utanaðkomandi fara að tengjast málinu og vekja á sér grun
Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira