Dýrasta sería Íslandssögunnar Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 14. apríl 2014 08:00 Sigurjón segir að Ófærð verði leikin á íslensku af íslensku leikurum. Vísir/Anton Brink „Íslenskar sjónvarpsseríur hingað til hafa kostað á bilinu 150 til tvö hundruð milljónir. Þessi sería verður sú allra dýrasta í íslenskri sjónvarpssögu en kostnaður nálgast nú milljarðinn. Þetta er tíu þátta sería og er hver þáttur klukkutími að lengd,“ segir Sigurjón Kjartansson, þróunarstjóri RVK Studios, framleiðslufyrirtækis Baltasars Kormáks. Hann skrifar handrit íslensku sjónvarpsþáttanna Ófærð, sem heita á ensku Trapped, ásamt leikaranum Ólafi Egilssyni, handritshöfundinum Jóhanni Ævari Grímssyni og breska handritshöfundinum Clive Bradley. Serían var kynnt á kaupráðstefnunni MIPTV í Cannes í Frakklandi fyrir stuttu, einni stærstu ráðstefnu fyrir kaupendur og seljendur sjónvarpsefnis í heiminum. Leikstjórn seríunnar verður í höndum Baltasars Kormáks, sem nú er í tökum á stórmyndinni Everest, en Daniel March og Klaus Zimmermann hjá dreifingarfyrirtækinu Dynamic Television meðframleiða seríuna. Þá sér Dynamic Television einnig um alþjóðlega dreifingu seríunnar. Stefna RVK Studios frá upphafi hefur verið að framleiða íslenskt sjónvarpsefni fyrir erlendan markað. „Við viljum sækja á stærri markað en við höfum verið að gera og þetta er fyrsta stóra verkefnið sem við komum á koppinn í sjónvarpi. Til að gera seríu sem getur keppt almennilega við aðrar skandinavískar seríur kostar það miklu meiri pening. Til að fá þann pening þurfum við að forselja seríuna úti,“ segir Sigurjón. Stefnt er á að tökur á Ófærð hefjist í haust og að serían verði sýnd á RÚV á næsta ári. Sigurjón segir enn óvíst hvar þættirnir verða teknir upp.Ófærð heitir Trapped á ensku.Ófærð er spennuþrungin sjónvarpsþáttasería ef marka má lýsingu á henni á heimasíðu Kvikmyndamiðstöðvar Íslands:Þegar útlima- og hauslaus búkur af manni finnst í flæðarmálinu á Seyðisfirði er bærinn að lokast frá umheiminum, landleiðina vegna snjóstorms og ferjan kemst ekki inn vegna hafís. Lögregla bæjarins með einstæða föðurinn Andra í fararbroddi hefur rannsóknina á meðan sérfræðingarnir að sunnan sitja fastir á Egilsstöðum. Ýmislegt fólk í bænum bæði íbúar og eins utanaðkomandi fara að tengjast málinu og vekja á sér grun Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Íslenskar sjónvarpsseríur hingað til hafa kostað á bilinu 150 til tvö hundruð milljónir. Þessi sería verður sú allra dýrasta í íslenskri sjónvarpssögu en kostnaður nálgast nú milljarðinn. Þetta er tíu þátta sería og er hver þáttur klukkutími að lengd,“ segir Sigurjón Kjartansson, þróunarstjóri RVK Studios, framleiðslufyrirtækis Baltasars Kormáks. Hann skrifar handrit íslensku sjónvarpsþáttanna Ófærð, sem heita á ensku Trapped, ásamt leikaranum Ólafi Egilssyni, handritshöfundinum Jóhanni Ævari Grímssyni og breska handritshöfundinum Clive Bradley. Serían var kynnt á kaupráðstefnunni MIPTV í Cannes í Frakklandi fyrir stuttu, einni stærstu ráðstefnu fyrir kaupendur og seljendur sjónvarpsefnis í heiminum. Leikstjórn seríunnar verður í höndum Baltasars Kormáks, sem nú er í tökum á stórmyndinni Everest, en Daniel March og Klaus Zimmermann hjá dreifingarfyrirtækinu Dynamic Television meðframleiða seríuna. Þá sér Dynamic Television einnig um alþjóðlega dreifingu seríunnar. Stefna RVK Studios frá upphafi hefur verið að framleiða íslenskt sjónvarpsefni fyrir erlendan markað. „Við viljum sækja á stærri markað en við höfum verið að gera og þetta er fyrsta stóra verkefnið sem við komum á koppinn í sjónvarpi. Til að gera seríu sem getur keppt almennilega við aðrar skandinavískar seríur kostar það miklu meiri pening. Til að fá þann pening þurfum við að forselja seríuna úti,“ segir Sigurjón. Stefnt er á að tökur á Ófærð hefjist í haust og að serían verði sýnd á RÚV á næsta ári. Sigurjón segir enn óvíst hvar þættirnir verða teknir upp.Ófærð heitir Trapped á ensku.Ófærð er spennuþrungin sjónvarpsþáttasería ef marka má lýsingu á henni á heimasíðu Kvikmyndamiðstöðvar Íslands:Þegar útlima- og hauslaus búkur af manni finnst í flæðarmálinu á Seyðisfirði er bærinn að lokast frá umheiminum, landleiðina vegna snjóstorms og ferjan kemst ekki inn vegna hafís. Lögregla bæjarins með einstæða föðurinn Andra í fararbroddi hefur rannsóknina á meðan sérfræðingarnir að sunnan sitja fastir á Egilsstöðum. Ýmislegt fólk í bænum bæði íbúar og eins utanaðkomandi fara að tengjast málinu og vekja á sér grun
Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira