Gjaldtaka á ferðamannastöðum Árni Davíðsson skrifar 15. apríl 2014 07:00 Stjórnvöld eru nú að undirbúa upptöku svokallaðs náttúrupassa. Með honum á að innheimta nokkur þús. kr. gjald af öllum sem skoða náttúru Íslands, bæði Íslendingum og útlendingum, til að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða. Með honum væri þó vegið að almannarétti okkar til að ferðast um eigið land. Náttúrupassinn kallar líka á eftirlit með ferðamönnum og hluti tekna mun fara í umsýslu og eftirlit.Gjald fyrir veitta þjónustu Mig langar til að fjalla um aðra leið til að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða. Það er að taka einfaldlega gjald fyrir veitta þjónustu á hverjum stað. Auðvelt er að innheimta það, tæknin löngu þekkt og eftirlit einfalt og ódýrt. Á fjölsóttum ferðamannastöðum er nauðsynlegt að veita þjónustu eins og bílastæði, salerni, upplýsingar og stíga. Dýrasti hluti þjónustunnar eru bílastæðin, salernin og byggingar. Auðvelt er að koma fyrir gjaldtöku á bílastæði og til er margvísleg tækni til þess. Gjaldtaka á bílastæði ætti að standa undir skilgreindum þáttum í uppbyggingu og rekstri staðar og ætti upphæð að miðast við stærð bílastæðis og lengd stöðu.Að koma á gjaldtöku Eigandi og rekstraraðili svæðis hefur það á sínu valdi að taka gjald fyrir veitta þjónustu. Ef það er gert einhliða er þó hætt við því að bílstjórar leggi bílum sínum í vegköntum og út um hvippinn og hvappinn og valdi þannig bæði slysahættu á mjóum þjóðvegum og skemmdum á gróðri og umhverfi. Til að koma í veg fyrir það þarf sveitarstjórn að setja „reglur um notkun stöðureita“ í grennd við viðkomandi ferðamannastað, eins og orðalagið er í 2. mgr. 83. gr. umferðarlaga [1]. Gallinn er bara sá að heimildarákvæðið í 83. gr. er takmarkað við kaupstaði og kauptún. Það virðist ekki mega setja slíkar reglur í dreifbýli! Það væri samt léttur leikur fyrir Alþingi að kippa því í liðinn með því einfaldlega að kippa eftirfarandi texta útúr 2. mgr.: „Í kaupstað eða kauptúni er“, og byrja málsgreinina á: „Sveitarstjórn er heimilt.“ Þegar þessu hefur verið breytt getur sveitarstjórn einfaldlega sett samþykkt um bílastæði í sveitarfélaginu sem getur takmarkað stöður bíla á skilgreindum svæðum þar sem þörf er á í nágrenni ferðamannastaða. Aukastöðugjöld væri hægt að leggja á fyrir ólöglega lagningu bíla utan merktra stæða innan þessara svæða.Lokaorð Í stuttri grein er ekki hægt að rekja þetta lengra en ég er sannfærður um að gjaldtaka fyrir veitta þjónustu er auðveldasta og sanngjarnasta leiðin til að fjármagna uppbyggingu á fjölsóttum ferðamannastöðum. Hún útilokar heldur ekki aðra gjaldtöku og hún leysir heldur ekki allan vanda. Ljóst er að skoða verður aðrar leiðir til að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða á Íslandi einkum þeirra fáfarnari. Gjaldtaka fyrir veitta þjónustu fer sennilega létt með að standa undir allri þjónustu og uppbyggingu á fjölsóttum ferðamannastöðum og minnkar þar með álagið á aðra sjóði. Það gæti aukið það fjármagn sem er til ráðstöfunar á fáfarnari og erfiðari stöðum. [1] http://www.althingi.is/lagas/143a/1987050.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Stjórnvöld eru nú að undirbúa upptöku svokallaðs náttúrupassa. Með honum á að innheimta nokkur þús. kr. gjald af öllum sem skoða náttúru Íslands, bæði Íslendingum og útlendingum, til að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða. Með honum væri þó vegið að almannarétti okkar til að ferðast um eigið land. Náttúrupassinn kallar líka á eftirlit með ferðamönnum og hluti tekna mun fara í umsýslu og eftirlit.Gjald fyrir veitta þjónustu Mig langar til að fjalla um aðra leið til að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða. Það er að taka einfaldlega gjald fyrir veitta þjónustu á hverjum stað. Auðvelt er að innheimta það, tæknin löngu þekkt og eftirlit einfalt og ódýrt. Á fjölsóttum ferðamannastöðum er nauðsynlegt að veita þjónustu eins og bílastæði, salerni, upplýsingar og stíga. Dýrasti hluti þjónustunnar eru bílastæðin, salernin og byggingar. Auðvelt er að koma fyrir gjaldtöku á bílastæði og til er margvísleg tækni til þess. Gjaldtaka á bílastæði ætti að standa undir skilgreindum þáttum í uppbyggingu og rekstri staðar og ætti upphæð að miðast við stærð bílastæðis og lengd stöðu.Að koma á gjaldtöku Eigandi og rekstraraðili svæðis hefur það á sínu valdi að taka gjald fyrir veitta þjónustu. Ef það er gert einhliða er þó hætt við því að bílstjórar leggi bílum sínum í vegköntum og út um hvippinn og hvappinn og valdi þannig bæði slysahættu á mjóum þjóðvegum og skemmdum á gróðri og umhverfi. Til að koma í veg fyrir það þarf sveitarstjórn að setja „reglur um notkun stöðureita“ í grennd við viðkomandi ferðamannastað, eins og orðalagið er í 2. mgr. 83. gr. umferðarlaga [1]. Gallinn er bara sá að heimildarákvæðið í 83. gr. er takmarkað við kaupstaði og kauptún. Það virðist ekki mega setja slíkar reglur í dreifbýli! Það væri samt léttur leikur fyrir Alþingi að kippa því í liðinn með því einfaldlega að kippa eftirfarandi texta útúr 2. mgr.: „Í kaupstað eða kauptúni er“, og byrja málsgreinina á: „Sveitarstjórn er heimilt.“ Þegar þessu hefur verið breytt getur sveitarstjórn einfaldlega sett samþykkt um bílastæði í sveitarfélaginu sem getur takmarkað stöður bíla á skilgreindum svæðum þar sem þörf er á í nágrenni ferðamannastaða. Aukastöðugjöld væri hægt að leggja á fyrir ólöglega lagningu bíla utan merktra stæða innan þessara svæða.Lokaorð Í stuttri grein er ekki hægt að rekja þetta lengra en ég er sannfærður um að gjaldtaka fyrir veitta þjónustu er auðveldasta og sanngjarnasta leiðin til að fjármagna uppbyggingu á fjölsóttum ferðamannastöðum. Hún útilokar heldur ekki aðra gjaldtöku og hún leysir heldur ekki allan vanda. Ljóst er að skoða verður aðrar leiðir til að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða á Íslandi einkum þeirra fáfarnari. Gjaldtaka fyrir veitta þjónustu fer sennilega létt með að standa undir allri þjónustu og uppbyggingu á fjölsóttum ferðamannastöðum og minnkar þar með álagið á aðra sjóði. Það gæti aukið það fjármagn sem er til ráðstöfunar á fáfarnari og erfiðari stöðum. [1] http://www.althingi.is/lagas/143a/1987050.html
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun