Þarf ekkert að fara í kringum hlutina með strákunum Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. apríl 2014 07:30 Elsa Sæný Valgeirsdóttir er blakdrottningin í Fagralundi. Vísir/Daníel „Þetta var magnað og alveg ólýsanlegt,“ segir Elsa Sæný Valgeirsdóttir, þjálfari karlaliðs HK í blaki, sem fagnaði þriðja Íslandsmeistaratitlinum í röð eftir sigur á Stjörnunni í oddaleik, 3-0, á heimavelli sínum í Fagralundi í Kópavogi. HK-liðið upplifði hálfpartinn að vinna leikinn tvisvar því þegar það hélt sig hafa skorað sigurstigið dæmdi dómarinn Stjörnunni í hag og þurftu HK-menn að ná áttum aftur og koma sér niður á jörðina hið snarasta. „Þetta var alveg ótrúlegt. Það var eins og kippt væri undan manni fótunum en strákarnir sýndu ótrúlega sterkan karakter. Ég tók leikhlé eftir úrskurð dómarans og sá það í augum strákanna að þetta myndi ekki slá okkur út af laginu. Þetta var alveg hryllilegt samt. Spennan var rosaleg,“ segir Elsa Sæný. Eftir fjóra rafmagnaða leiki var HK-liðið einfaldlega sterkara í oddaleiknum. „Við mættum mjög ákveðin til leiks og settum tóninn í fyrstu hrinu. Allar hrinurnar voru rosalega spennandi eins og einvígið er búið að vera en móttökur og uppgjafir voru góðar hjá okkur.“Tvær þrennur Elsa Sæný, sem sjálf er margreyndur leikmaður og meistari, tók þá ákvörðun fyrir tveimur árum að þjálfa karlalið HK sem þá var ríkjandi Íslandsmeistari. Gengið gæti ekki mögulega verið betra því hún er búin að vinna þrennuna (deildarbikarinn, bikarinn og Íslandsmeistaratitilinn) bæði árin með liðið. „Þetta er búið að ganga eins og í ævintýri og nú fengum við bikarinn til eignar. Hann er bara okkar,“ segir Elsa Sæný sem hugsaði sig tvisvar um áður en hún tók að þjálfa karlalið en slíkt er ekki algengt hér á landi frekar en annars staðar. „Að taka starfið var ekkert það fyrsta sem mér datt í hug þegar mér bauðst það. Ég bjóst við að þetta yrði erfitt og ég myndi upplifa eitthvað mótlæti en mér var strax tekið rosalega vel. Þetta getur auðvitað verið svolítið skrítið en núna held ég að ég gæti ekki þjálfað stelpur. Með strákana get ég bara sagt hlutina hreint út og þarf ekkert að fara í kringum hlutina. Það hentar mér mjög vel. Svo fæ ég rosalega mikinn stuðning frá HK sem er frábært,“ segir hún.Ekki í frí strax Árangur karlaliðs HK í ár er merkilegur í ljósi þeirrar uppbyggingar sem Elsa Sæný þurfti að gera á liðinu eftir síðasta tímabili. „Ég missti nánast allt byrjunarliðið frá því í fyrra. En sem betur fer eigum við mikið af ungum og efnilegum strákum og vonandi halda þeir áfram að koma upp,“ segir hún. Elsa fær ekki sumarfrí frá blakinu alveg strax því hún var fyrr á árinu ráðin aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins. „Ég er bara að fara að byrja á því verkefni núna. HK-samningurinn minn rennur út í apríl og ég veit ekki hvað verður. Það er bara samið til eins árs í einu. En það taka við landsliðsverkefni áður en maður fær smá blak-sumarfrí,“ segir Elsa Sæný Valgeirsdóttir, blakdrottningin í Fagralundi. Íþróttir Tengdar fréttir Elsu fannst það of snemmt að taka við karlalandsliðinu Elsa Sæný Valgeirsdóttir, hinn sigursæli þjálfari karlaliðs HK, verið ráðin aðstoðarlandsliðsþjálfari karlalandsliðsins í blaki en hún mun aðstoða Brasilíumanninn Rogério Ponticelli. 21. mars 2014 08:45 Var látin sofa í ullarnærfötum Neskaupstaður er heimavöllur blakspilarans Elsu Sænýjar Valgeirsdóttur sem smitaðist snemma af blakbakteríunni eilífu á Norðfirði. 20. apríl 2013 10:00 "Viðbjóður að sjá ykkur spila“ | Þjálfari HK stal senunni Elsa Sæný Valgeirsdóttir, þjálfari karlaliðs HK í blaki, stal algjörlega senunni þegar lið hennar varð bikarmeistari í blaki eftir 3-2 sigur á Stjörnunni. 24. mars 2013 15:48 Auðveldara að þjálfa stráka en stelpur Stjarna helgarinnar í blakinu er Elsa Sæný Valgeirsdóttir, en hún varð tvöfaldur bikarmeistari í gær. Fyrst sem þjálfari karlaliðs HK og síðan sem leikmaður kvennaliðs HK. 25. mars 2013 07:00 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Fleiri fréttir McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Í beinni: Haukar - Valur | Hart tekist á í Hafnarfirði Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Sjá meira
„Þetta var magnað og alveg ólýsanlegt,“ segir Elsa Sæný Valgeirsdóttir, þjálfari karlaliðs HK í blaki, sem fagnaði þriðja Íslandsmeistaratitlinum í röð eftir sigur á Stjörnunni í oddaleik, 3-0, á heimavelli sínum í Fagralundi í Kópavogi. HK-liðið upplifði hálfpartinn að vinna leikinn tvisvar því þegar það hélt sig hafa skorað sigurstigið dæmdi dómarinn Stjörnunni í hag og þurftu HK-menn að ná áttum aftur og koma sér niður á jörðina hið snarasta. „Þetta var alveg ótrúlegt. Það var eins og kippt væri undan manni fótunum en strákarnir sýndu ótrúlega sterkan karakter. Ég tók leikhlé eftir úrskurð dómarans og sá það í augum strákanna að þetta myndi ekki slá okkur út af laginu. Þetta var alveg hryllilegt samt. Spennan var rosaleg,“ segir Elsa Sæný. Eftir fjóra rafmagnaða leiki var HK-liðið einfaldlega sterkara í oddaleiknum. „Við mættum mjög ákveðin til leiks og settum tóninn í fyrstu hrinu. Allar hrinurnar voru rosalega spennandi eins og einvígið er búið að vera en móttökur og uppgjafir voru góðar hjá okkur.“Tvær þrennur Elsa Sæný, sem sjálf er margreyndur leikmaður og meistari, tók þá ákvörðun fyrir tveimur árum að þjálfa karlalið HK sem þá var ríkjandi Íslandsmeistari. Gengið gæti ekki mögulega verið betra því hún er búin að vinna þrennuna (deildarbikarinn, bikarinn og Íslandsmeistaratitilinn) bæði árin með liðið. „Þetta er búið að ganga eins og í ævintýri og nú fengum við bikarinn til eignar. Hann er bara okkar,“ segir Elsa Sæný sem hugsaði sig tvisvar um áður en hún tók að þjálfa karlalið en slíkt er ekki algengt hér á landi frekar en annars staðar. „Að taka starfið var ekkert það fyrsta sem mér datt í hug þegar mér bauðst það. Ég bjóst við að þetta yrði erfitt og ég myndi upplifa eitthvað mótlæti en mér var strax tekið rosalega vel. Þetta getur auðvitað verið svolítið skrítið en núna held ég að ég gæti ekki þjálfað stelpur. Með strákana get ég bara sagt hlutina hreint út og þarf ekkert að fara í kringum hlutina. Það hentar mér mjög vel. Svo fæ ég rosalega mikinn stuðning frá HK sem er frábært,“ segir hún.Ekki í frí strax Árangur karlaliðs HK í ár er merkilegur í ljósi þeirrar uppbyggingar sem Elsa Sæný þurfti að gera á liðinu eftir síðasta tímabili. „Ég missti nánast allt byrjunarliðið frá því í fyrra. En sem betur fer eigum við mikið af ungum og efnilegum strákum og vonandi halda þeir áfram að koma upp,“ segir hún. Elsa fær ekki sumarfrí frá blakinu alveg strax því hún var fyrr á árinu ráðin aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins. „Ég er bara að fara að byrja á því verkefni núna. HK-samningurinn minn rennur út í apríl og ég veit ekki hvað verður. Það er bara samið til eins árs í einu. En það taka við landsliðsverkefni áður en maður fær smá blak-sumarfrí,“ segir Elsa Sæný Valgeirsdóttir, blakdrottningin í Fagralundi.
Íþróttir Tengdar fréttir Elsu fannst það of snemmt að taka við karlalandsliðinu Elsa Sæný Valgeirsdóttir, hinn sigursæli þjálfari karlaliðs HK, verið ráðin aðstoðarlandsliðsþjálfari karlalandsliðsins í blaki en hún mun aðstoða Brasilíumanninn Rogério Ponticelli. 21. mars 2014 08:45 Var látin sofa í ullarnærfötum Neskaupstaður er heimavöllur blakspilarans Elsu Sænýjar Valgeirsdóttur sem smitaðist snemma af blakbakteríunni eilífu á Norðfirði. 20. apríl 2013 10:00 "Viðbjóður að sjá ykkur spila“ | Þjálfari HK stal senunni Elsa Sæný Valgeirsdóttir, þjálfari karlaliðs HK í blaki, stal algjörlega senunni þegar lið hennar varð bikarmeistari í blaki eftir 3-2 sigur á Stjörnunni. 24. mars 2013 15:48 Auðveldara að þjálfa stráka en stelpur Stjarna helgarinnar í blakinu er Elsa Sæný Valgeirsdóttir, en hún varð tvöfaldur bikarmeistari í gær. Fyrst sem þjálfari karlaliðs HK og síðan sem leikmaður kvennaliðs HK. 25. mars 2013 07:00 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Fleiri fréttir McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Í beinni: Haukar - Valur | Hart tekist á í Hafnarfirði Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Sjá meira
Elsu fannst það of snemmt að taka við karlalandsliðinu Elsa Sæný Valgeirsdóttir, hinn sigursæli þjálfari karlaliðs HK, verið ráðin aðstoðarlandsliðsþjálfari karlalandsliðsins í blaki en hún mun aðstoða Brasilíumanninn Rogério Ponticelli. 21. mars 2014 08:45
Var látin sofa í ullarnærfötum Neskaupstaður er heimavöllur blakspilarans Elsu Sænýjar Valgeirsdóttur sem smitaðist snemma af blakbakteríunni eilífu á Norðfirði. 20. apríl 2013 10:00
"Viðbjóður að sjá ykkur spila“ | Þjálfari HK stal senunni Elsa Sæný Valgeirsdóttir, þjálfari karlaliðs HK í blaki, stal algjörlega senunni þegar lið hennar varð bikarmeistari í blaki eftir 3-2 sigur á Stjörnunni. 24. mars 2013 15:48
Auðveldara að þjálfa stráka en stelpur Stjarna helgarinnar í blakinu er Elsa Sæný Valgeirsdóttir, en hún varð tvöfaldur bikarmeistari í gær. Fyrst sem þjálfari karlaliðs HK og síðan sem leikmaður kvennaliðs HK. 25. mars 2013 07:00