Erlent

Flughrelli sleppt úr haldi

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Flugdólgurinn ölvaði gekk út í lögreglufylgd.
Flugdólgurinn ölvaði gekk út í lögreglufylgd. Vísir/AP
Yfirvöld í Indónesíu hafa sleppt flughrelli úr haldi lögreglu eftir að hann var öllu indónesíska flugsamgöngukerfinu til trafala síðastliðinn föstudag.

Öll flugumferð á Balí tafðist um rúma tvo tíma eftir að maðurinn hafði staðið upp og barið á hurð flugmannsklefans í ölæði. Starfsfólk flugvélarinnar tók manninn fastan og beislaði aftast í vélinni það sem eftir var.

Manninum var sleppt úr varðhaldi í Indónesíu á grundvelli þess að flugvélin, sem atvikið átti sér stað í, var skráð í Ástralíu en ekki Indónesíu. Áströlsk stjórnvöld ráða því örlögum hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×