Sjávarútvegur hverra? Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 29. apríl 2014 07:00 Fjölbreytileiki sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi er mikill. Starfandi eru um tuttugu stór og öflug fyrirtæki, jafnvel samþætt í veiðum og vinnslu, sem mynda burðarás íslensks sjávarútvegs og útflutningstekna þjóðarinnar. Þau eru víðs vegar um landið, skapa atvinnu og eru þjóðhagslega mjög mikilvæg. Rekstur þeirra gengur misjafnlega en mörgum hefur gengið afar vel undanfarin ár. En í umræðu um þessi stóru og stöndugu fyrirtæki gleymist oft að á Íslandi eru um 600 smærri sjávarútvegsfyrirtæki. Þau eru einnig þjóðhagslega mikilvæg, þótt með öðrum hætti sé. Þau gegna mikilvægu hlutverki með tilliti til byggða og fjölbreytts útgerðarmynsturs. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá eru, víða um land sveitarfélög sem nánast byggjast á þessum smáu fyrirtækjum og störfum þeim tengdum. Umræðan um gjaldtöku og tekjur ríkissjóðs snýst ekki eingöngu um krónur og aura, heldur einnig hvernig byggð, víða um land, reiðir af. Ríkisstjórnin mun standa með fjölbreyttum sjávarútvegi. Stærsti gallinn við álagningu veiðigjalda í dag er sá að þau eru meðaltalsgjöld sem leggjast jafn þungt á öll fyrirtæki, óháð rekstrarformi. Leiðin til framtíðar byggist annars vegar á aðgangsgjaldi sem öll fyrirtæki með aflaheimildir greiða, gjaldi sem er aðgangsgjald að auðlindinni og tekur eingöngu til veiða. Hins vegar á sérstökum tekjuskatti sem miðast við hagnað einstakra fyrirtækja, hagnað sem ætla má að komi til vegna forgangstækifæra fyrirtækjanna til aðgangs að auðlindinni og jafnvel vegna samþættrar starfsemi. Til framtíðar geta gjöld af sjávarútvegi ekki tekið mið af ríkisfjármálaáætlunum, áætlanir ríkisins þurfa að gera ráð fyrir sveiflum í tekjum af auðlindinni. Við viljum tryggja tekjur af sjávarútvegi til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölbreytileiki sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi er mikill. Starfandi eru um tuttugu stór og öflug fyrirtæki, jafnvel samþætt í veiðum og vinnslu, sem mynda burðarás íslensks sjávarútvegs og útflutningstekna þjóðarinnar. Þau eru víðs vegar um landið, skapa atvinnu og eru þjóðhagslega mjög mikilvæg. Rekstur þeirra gengur misjafnlega en mörgum hefur gengið afar vel undanfarin ár. En í umræðu um þessi stóru og stöndugu fyrirtæki gleymist oft að á Íslandi eru um 600 smærri sjávarútvegsfyrirtæki. Þau eru einnig þjóðhagslega mikilvæg, þótt með öðrum hætti sé. Þau gegna mikilvægu hlutverki með tilliti til byggða og fjölbreytts útgerðarmynsturs. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá eru, víða um land sveitarfélög sem nánast byggjast á þessum smáu fyrirtækjum og störfum þeim tengdum. Umræðan um gjaldtöku og tekjur ríkissjóðs snýst ekki eingöngu um krónur og aura, heldur einnig hvernig byggð, víða um land, reiðir af. Ríkisstjórnin mun standa með fjölbreyttum sjávarútvegi. Stærsti gallinn við álagningu veiðigjalda í dag er sá að þau eru meðaltalsgjöld sem leggjast jafn þungt á öll fyrirtæki, óháð rekstrarformi. Leiðin til framtíðar byggist annars vegar á aðgangsgjaldi sem öll fyrirtæki með aflaheimildir greiða, gjaldi sem er aðgangsgjald að auðlindinni og tekur eingöngu til veiða. Hins vegar á sérstökum tekjuskatti sem miðast við hagnað einstakra fyrirtækja, hagnað sem ætla má að komi til vegna forgangstækifæra fyrirtækjanna til aðgangs að auðlindinni og jafnvel vegna samþættrar starfsemi. Til framtíðar geta gjöld af sjávarútvegi ekki tekið mið af ríkisfjármálaáætlunum, áætlanir ríkisins þurfa að gera ráð fyrir sveiflum í tekjum af auðlindinni. Við viljum tryggja tekjur af sjávarútvegi til framtíðar.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun