Skiptastjóri hyggst úthluta Þorsteini Vatnsendalandinu Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 30. apríl 2014 08:45 Málaferli og deilur vegna jarðarinnar Vatnsenda í Kópavogi hafa staðið í 45 ár og virðast engan enda ætla að taka. Fréttablaðið/Valli Tvenn málaferli vegna jarðarinnar Vatnsenda í Kópavogi eru í farvatninu. Skiptastjóri í dánarbúi Sigurðar Hjaltested leggur í dag fram frumvarp til úthlutunargerðar þess efnis að Þorsteini Hjaltested verði úthlutað því sem eftir stendur af jörðinni Vatnsenda samkvæmt ákvæðum erfðaskrár frá 1938. Erfingjar Sigurðar ætla að mótmæla gjörningnum og láta á það reyna fyrir dómi hvort Þorsteinn sé lögmætur erfingi. Það verður ekki fyrr en dómstólar eru búnir að dæma í málinu sem kemur í ljós hver telst réttmætur erfingi jarðarinnar. Guðjón Ólafur Jónsson Guðjón Ólafur Jónsson, einn lögmanna erfingja Sigurðar, segir að þetta séu um 100 til 150 hektarar af verðmætu landi. Þetta sé af mörgum talið einn fallegasti partur jarðarinnar Vatnsenda enda liggi landið að Elliðavatni. Málaferli og hatrammar deilur vegna jarðarinnar Vatnsenda hafa staðið linnulítið í hálfan fimmta áratug og hefur verið tekist á um eignarrétt og hverjir séu lögmætir erfingjar. Því er nú haldið fram af erfingjum Sigurðar að Þorsteinn Hjaltested hafi verið ranglega tilgreindur sem þinglýstur eigandi jarðarinnar á þinglýsingarvottorði sem gefið var út um aldamót. Það hafi verið staðfest með dómi Hæstaréttar á síðasta ári. Vatnsendaland hefur verið byggingarland Kópavogs síðustu ár og hefur bæjarfélagið tekið eignarnám í jörðinni fjórum sinnum. Fyrst 1992 alls 20,5 hektara, sex árum síðar eða 1998 voru 54,4 hektarar teknir eignarnámi, aldamótaárið tók bærinn 90,5 hektara lands og 2007 voru teknir eignarnámi 864,7 hektarar lands. Þorsteinn Hjaltested Þá var gerð sátt í málinu og Þorsteini Hjaltested greiddir tæpir 2,3 milljarðar króna fyrir landið, auk þess sem hann fékk lóðir og önnur hlunnindi. Matsnefnd eignarnámsbóta taldi að verðmæti þess sem kom í hlut Þorsteins hafi árið 2007 numið 6,5 til átta milljörðum króna. Erfingjar dánarbús Sigurðar geta ekki sætt sig við þessa skipan mála þar sem þeir telja að Þorsteinn sé hvorki eigandi Vatnsenda né hafi umráðarétt yfir jörðinni. Kópavogsbær hafi því ekki greitt réttu fólki eignarnámsbætur fyrir jörðina. Því er þess krafist fyrir dómi að bærinn greiði dánarbúi Sigurðar 75 milljarða króna og til vara er krafist 48 milljarða króna. „Þetta er í fyrsta skipti sem látið er á það reyna fyrir dómi að Kópavogsbæ beri að greiða dánarbúi Sigurðar Hjaltested réttmætar bætur fyrir eignarnám í jörðinni,“ segir Guðjón Ólafur. Kópavogsbær hafnar öllum kröfum erfingjanna og telur umrædda málsókn með öllu tilhæfulausa og fjárhæð dómkröfunnar í besta falli fráleita. Mun Kópavogsbær krefjast sýknu af öllum kröfum stefnenda. Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Tvenn málaferli vegna jarðarinnar Vatnsenda í Kópavogi eru í farvatninu. Skiptastjóri í dánarbúi Sigurðar Hjaltested leggur í dag fram frumvarp til úthlutunargerðar þess efnis að Þorsteini Hjaltested verði úthlutað því sem eftir stendur af jörðinni Vatnsenda samkvæmt ákvæðum erfðaskrár frá 1938. Erfingjar Sigurðar ætla að mótmæla gjörningnum og láta á það reyna fyrir dómi hvort Þorsteinn sé lögmætur erfingi. Það verður ekki fyrr en dómstólar eru búnir að dæma í málinu sem kemur í ljós hver telst réttmætur erfingi jarðarinnar. Guðjón Ólafur Jónsson Guðjón Ólafur Jónsson, einn lögmanna erfingja Sigurðar, segir að þetta séu um 100 til 150 hektarar af verðmætu landi. Þetta sé af mörgum talið einn fallegasti partur jarðarinnar Vatnsenda enda liggi landið að Elliðavatni. Málaferli og hatrammar deilur vegna jarðarinnar Vatnsenda hafa staðið linnulítið í hálfan fimmta áratug og hefur verið tekist á um eignarrétt og hverjir séu lögmætir erfingjar. Því er nú haldið fram af erfingjum Sigurðar að Þorsteinn Hjaltested hafi verið ranglega tilgreindur sem þinglýstur eigandi jarðarinnar á þinglýsingarvottorði sem gefið var út um aldamót. Það hafi verið staðfest með dómi Hæstaréttar á síðasta ári. Vatnsendaland hefur verið byggingarland Kópavogs síðustu ár og hefur bæjarfélagið tekið eignarnám í jörðinni fjórum sinnum. Fyrst 1992 alls 20,5 hektara, sex árum síðar eða 1998 voru 54,4 hektarar teknir eignarnámi, aldamótaárið tók bærinn 90,5 hektara lands og 2007 voru teknir eignarnámi 864,7 hektarar lands. Þorsteinn Hjaltested Þá var gerð sátt í málinu og Þorsteini Hjaltested greiddir tæpir 2,3 milljarðar króna fyrir landið, auk þess sem hann fékk lóðir og önnur hlunnindi. Matsnefnd eignarnámsbóta taldi að verðmæti þess sem kom í hlut Þorsteins hafi árið 2007 numið 6,5 til átta milljörðum króna. Erfingjar dánarbús Sigurðar geta ekki sætt sig við þessa skipan mála þar sem þeir telja að Þorsteinn sé hvorki eigandi Vatnsenda né hafi umráðarétt yfir jörðinni. Kópavogsbær hafi því ekki greitt réttu fólki eignarnámsbætur fyrir jörðina. Því er þess krafist fyrir dómi að bærinn greiði dánarbúi Sigurðar 75 milljarða króna og til vara er krafist 48 milljarða króna. „Þetta er í fyrsta skipti sem látið er á það reyna fyrir dómi að Kópavogsbæ beri að greiða dánarbúi Sigurðar Hjaltested réttmætar bætur fyrir eignarnám í jörðinni,“ segir Guðjón Ólafur. Kópavogsbær hafnar öllum kröfum erfingjanna og telur umrædda málsókn með öllu tilhæfulausa og fjárhæð dómkröfunnar í besta falli fráleita. Mun Kópavogsbær krefjast sýknu af öllum kröfum stefnenda.
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira