Leiðtogi aðstandenda handtekinn 6. maí 2014 07:00 Tíð mótmæli hafa verið gegn stjórn Nígeríu. Forsetinn sakaður um að láta sig örlög stúlknanna litlu varða. nordicphotos/AFP „Ég rændi stúlkunum ykkar,“ sagði Abubakar Shekau, leiðtogi samtakanna Boko Haram í Nígeríu. Þetta er í fyrsta sinn sem hann viðurkennir að samtökin beri ábyrgð á ráninu á hundruðum stúlkna og ungra kvenna um miðjan síðasta mánuði. Hann sagði stúlkurnar vera þræla og hótaði að selja þær á markaðstorgi. Samtökin hafa það yfirlýsta markmið að sjaríalögum múslima verði komið á í Nígeríu. Þau hafa undanfarin ár barist fyrir þessu með ofbeldi og árásum á skóla, kirkjur og fleiri staði þar sem almenningur kemur saman. Árásir þeirra hafa kostað hundruð manna lífið. Nafn samtakanna, Boko Haram, mun þýða ‚Vestræn menntun er syndsamleg'. Aðstandendur stúlknanna hafa harðlega gagnrýnt stjórn landsins fyrir að aðhafast lítið í málinu. Goodluck Jonathan forseti hefur verið sagður láta sig örlög stúlknanna litlu varða. Fjölmenn mótmæli gegn stjórninni og forsetanum hafa af þessum sökum verið tíð síðustu daga. Í gær var svo forsetafrúin, sem heiti Patience Jonathan, sökuð um að hafa látið handtaka einn helsta leiðtoga mótmælendanna. Talsmaður forsetafrúarinnar segir forsetafrúna engin völd hafa til þess að láta handtaka fólk.Saratu Angus Ndirpaya, frá bænum Chibok, fullyrti hins vegar að tveir lögreglumenn hafi farið með sig og Mutah Nyadar, sem er einn helsti leiðtogi mótmælendanna, á lögreglustöð á mánudag að loknum næturlöngum fundi þeirra með forsetafrúnni á setri forsetans í Abuja. Sér hafi strax verið sleppt, en Nyadar sitji enn í haldi. Þær hafi báðar verið sakaðar um að vera liðsmenn Boko Haram. Hún segir hins vegar að forsetafrúin hafi á fundinum farið mikinn og hótað aðstandendum stúlknanna. Hún hafi sagt aðstandendurna hafa spunnið upp sögur af mannráninu í því skyni að sverta ímynd Nígeríustjórnar. Þá skoraði hún á aðstandendurna að hætta mótmælum, að öðrum kosti geti þeir kennt sjálfum sér um ef eitthvað kemur fyrir þá. Lögreglan í Nígeríu segir að meira en 300 stúlkum hafi verið rænt. Rúmlega 50 þeirra hefur tekist að flýja, en 276 eru enn í haldi ræningjanna. Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
„Ég rændi stúlkunum ykkar,“ sagði Abubakar Shekau, leiðtogi samtakanna Boko Haram í Nígeríu. Þetta er í fyrsta sinn sem hann viðurkennir að samtökin beri ábyrgð á ráninu á hundruðum stúlkna og ungra kvenna um miðjan síðasta mánuði. Hann sagði stúlkurnar vera þræla og hótaði að selja þær á markaðstorgi. Samtökin hafa það yfirlýsta markmið að sjaríalögum múslima verði komið á í Nígeríu. Þau hafa undanfarin ár barist fyrir þessu með ofbeldi og árásum á skóla, kirkjur og fleiri staði þar sem almenningur kemur saman. Árásir þeirra hafa kostað hundruð manna lífið. Nafn samtakanna, Boko Haram, mun þýða ‚Vestræn menntun er syndsamleg'. Aðstandendur stúlknanna hafa harðlega gagnrýnt stjórn landsins fyrir að aðhafast lítið í málinu. Goodluck Jonathan forseti hefur verið sagður láta sig örlög stúlknanna litlu varða. Fjölmenn mótmæli gegn stjórninni og forsetanum hafa af þessum sökum verið tíð síðustu daga. Í gær var svo forsetafrúin, sem heiti Patience Jonathan, sökuð um að hafa látið handtaka einn helsta leiðtoga mótmælendanna. Talsmaður forsetafrúarinnar segir forsetafrúna engin völd hafa til þess að láta handtaka fólk.Saratu Angus Ndirpaya, frá bænum Chibok, fullyrti hins vegar að tveir lögreglumenn hafi farið með sig og Mutah Nyadar, sem er einn helsti leiðtogi mótmælendanna, á lögreglustöð á mánudag að loknum næturlöngum fundi þeirra með forsetafrúnni á setri forsetans í Abuja. Sér hafi strax verið sleppt, en Nyadar sitji enn í haldi. Þær hafi báðar verið sakaðar um að vera liðsmenn Boko Haram. Hún segir hins vegar að forsetafrúin hafi á fundinum farið mikinn og hótað aðstandendum stúlknanna. Hún hafi sagt aðstandendurna hafa spunnið upp sögur af mannráninu í því skyni að sverta ímynd Nígeríustjórnar. Þá skoraði hún á aðstandendurna að hætta mótmælum, að öðrum kosti geti þeir kennt sjálfum sér um ef eitthvað kemur fyrir þá. Lögreglan í Nígeríu segir að meira en 300 stúlkum hafi verið rænt. Rúmlega 50 þeirra hefur tekist að flýja, en 276 eru enn í haldi ræningjanna.
Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira