Innlent

Gunnar Bragi: Úkraínska þjóðin á rétt á að búa við frið

Bjarki Ármannsson skrifar
Aðskilnaðarsinni sem lést í átökum við úkraínska lögreglu var syrgður í gær.
Aðskilnaðarsinni sem lést í átökum við úkraínska lögreglu var syrgður í gær. Vísir/AFP
Með átökum á Krímskaga og í austurhluta Úkraínu er vegið að lýðræðislegum stjórnarháttum og vernd mannréttinda. Þetta sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra í ræðu sinni á ráðherrafundi Evrópuráðsins í gær.

Ráðið kom saman í Vínarborg í gær, meðal annars til að ræða yfirstandandi átök í Úkraínu. Gunnar Bragi situr fundinn fyrir hönd Íslands. Hann sagði að núverandi staða í landinu einkenndist af vantrausti, ótta og óöryggi.

„Úkraínska þjóðin á rétt á að búa við frið, lýðræði og réttlæti,“ sagði Gunnar.

„Genfarsamkomulagið frá 17. apríl gaf von um að hægt væri að ná fram friðsamlegri lausn. Sú hefur ekki orðið raunin og staðan nú einkennist af ofbeldi, ógnunum og takmörkunum á frelsi fjölmiðla.“

Blóðug átök hafa geisað í austurhluta Úkraínu undanfarið milli stjórnvalda og aðskilnaðarsinna sem vilja að svæðið verði innlimað í Rússland.

„Íbúar landsins krefjast breytinga,“ sagði Gunnar Bragi. „Þeir hafa tapað miklu en halda þó enn í vonina um bjartari tíma.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×