ESB slitatillagan þvælist fyrir þinglokum Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 8. maí 2014 11:00 Stjórnarandstaðan segir ekki koma til greina að semja um þinglok nema sátt takist um afdrif ESB-slitatillögu utanríkisráðherra. vísir/gva Stjórnarandstaðan á Alþingi segir ekki til umræðu að semja um þinglok nema ljóst sé hver örlög þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um slit á viðræðum við ESB verða. Stjórnarandstaðan heldur því fram að Sjálfstæðisflokkurinn vilji að tillagan verði dregin til baka en það vilji framsóknarmenn ekki. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir að staðan varðandi þinglok sé enn fremur óljós. Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, hefur sagt að það sé ekki raunhæfur möguleiki að klára umfjöllun um tillöguna fyrir áætlað þinghlé 16. maí. „Menn eru að vinna sig í átt að ákveðinni niðurstöðu og svo verður að koma í ljós hvort það tekst,“ segir Birgir. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að ef það eigi að semja um þinglok verði að leggja slitatillöguna til hliðar á yfirstandandi þingi. „Það verður svo að ná sátt um aðkomu þjóðarinnar að málinu,“ segir Árni Páll. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segir að hans flokkur sé ekki mikið fyrir að tefja mál. Hann segir ESB-málið þó það stórt og umdeilt að það væri rugl að taka það út úr nefndinni. „Slit á viðræðum við ESB eru algerlega út í hött og um það fjallar tillagan. Það er því rétt að svæfa hana í utanríkismálanefnd. Við verðum að fá loforð fyrir því að tillagan verði ekki borin fram aftur í haust,“ segir Guðmundur. Hann segir að það eigi að nota sumarið til að ná sáttum um málið, það sé vel hægt, til dæmis á grundvelli þess sem kemur fram í stjórnarsáttmálanum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur undir að það verði að ná sátt um afdrif tillögunnar og málsmeðferð ef það eigi að semja um þinglok. Í herbúðum VG minna menn á að flokkurinn hafi lagt fram þingsályktunartillögu til sátta í málinu. Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir það rétt að ekki verði samið um þinglok nema endanlegar lyktir fáist í ESB-málið. Hún segir að að hennar mati eigi utanríkismálanefnd þingsins að halda áfram umfjöllun um þingsályktunartillöguna í sumar og vinna úr þeim umsögnum sem borist hafa. Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Sjá meira
Stjórnarandstaðan á Alþingi segir ekki til umræðu að semja um þinglok nema ljóst sé hver örlög þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um slit á viðræðum við ESB verða. Stjórnarandstaðan heldur því fram að Sjálfstæðisflokkurinn vilji að tillagan verði dregin til baka en það vilji framsóknarmenn ekki. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir að staðan varðandi þinglok sé enn fremur óljós. Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, hefur sagt að það sé ekki raunhæfur möguleiki að klára umfjöllun um tillöguna fyrir áætlað þinghlé 16. maí. „Menn eru að vinna sig í átt að ákveðinni niðurstöðu og svo verður að koma í ljós hvort það tekst,“ segir Birgir. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að ef það eigi að semja um þinglok verði að leggja slitatillöguna til hliðar á yfirstandandi þingi. „Það verður svo að ná sátt um aðkomu þjóðarinnar að málinu,“ segir Árni Páll. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segir að hans flokkur sé ekki mikið fyrir að tefja mál. Hann segir ESB-málið þó það stórt og umdeilt að það væri rugl að taka það út úr nefndinni. „Slit á viðræðum við ESB eru algerlega út í hött og um það fjallar tillagan. Það er því rétt að svæfa hana í utanríkismálanefnd. Við verðum að fá loforð fyrir því að tillagan verði ekki borin fram aftur í haust,“ segir Guðmundur. Hann segir að það eigi að nota sumarið til að ná sáttum um málið, það sé vel hægt, til dæmis á grundvelli þess sem kemur fram í stjórnarsáttmálanum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur undir að það verði að ná sátt um afdrif tillögunnar og málsmeðferð ef það eigi að semja um þinglok. Í herbúðum VG minna menn á að flokkurinn hafi lagt fram þingsályktunartillögu til sátta í málinu. Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir það rétt að ekki verði samið um þinglok nema endanlegar lyktir fáist í ESB-málið. Hún segir að að hennar mati eigi utanríkismálanefnd þingsins að halda áfram umfjöllun um þingsályktunartillöguna í sumar og vinna úr þeim umsögnum sem borist hafa.
Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Sjá meira