„Í dag er síðasti dagurinn til þess að renna sér í Bláfjöllum og geri ég ráð fyrir mikilli stemningu,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson sem stendur fyrir viðburðinum Mintsnow Summerjam sem fram fer í Bláfjöllum í dag.
Mintsnow Summerjam fer fram í þriðja sinn í ár og hefur alltaf vakið mikla lukku. „Þetta hefur alltaf heppnast ótrúlega vel, það er mikil gleði.“
Davíð Arnar gerir ráð fyrir miklu stuði og frábærri tónlist á svæðinu.
„Ætli það verði ekki einhver Eurovision-músík leikin úr ghettoblasternum á svæðinu, í bland við annað hundapopp. Það eru allavega engir fordómar í brettaheiminum,“ bætir Davíð Arnar við.
Mintsnow Summerjam hefst klukkan 12.00 í dag og stendur til klukkan 17.00.
Lífið