Skera sig úr í fjöldanum Vera Einarsdóttir skrifar 10. maí 2014 13:00 Í jakkafötunum Pollapönk hefur hvarvetna vakið athygli í litríkum útpældum fatnaði í aðdraganda Eurovision síðustu daga og skera meðlimir hljómsveitarinnar sig svo sannarlega úr í fjöldanum. Forsöngvari hljómsveitarinnar Heiðar Örn Kristjánsson er blái pollinn, Haraldur Freyr Gíslason rauði pollinn, Arnar Gíslason bleiki pollinn og Guðni Finnsson guli pollinn. Bakraddasöngvarinn Óttar Proppé er svo fjólublár og félagi hans Snæbjörn Ragnarsson appelsínugulur. Hópurinn fór út með sjö dress til skiptanna; íþróttagalla, kjóla, stuttbuxur og boli, morgunsloppa, lopapeysur, matrósaföt og jakkaföt. Þótt fatnaðurinn sé af ólíkum toga heldur hver polli sig við sinn lit. Pollarnir lögðu sjálfir mikið til hugmyndavinnunnar í kringum fatnaðinn en þeim innan handar var umboðsmaður þeirra Valgeir Magnússon, eða Valli sport, og leikmynda- og búningahöfundurinn Rebekka A. Ingimundardóttir, en hún hannaði búningana fyrir Eyþór Inga Gunnlaugsson í fyrra og Grétu Salóme og Jónsa árið 2012. „Aðkoma mín hefur oft verið meiri en nú. Í fyrra og hitteðfyrra hannaði ég alla búninga og árið 2012 leikstýrði ég atriði Grétu Salome. Pollapönkararnir eru einstakir og höfðu sínar hugmyndir en ég var þeim innan handar með að útfæra þær. Fleiri lögðu svo hönd á plóg; íþróttagallarnir eru eins og flestir vita frá Henson og kjólana gaf verslunin Curvy. Þá styrkti Oroblu strákana um sokkabuxur í réttum litum. Peysurnar eru frá Varma en stílistinn Alda Guðjónsdóttir á heiðurinn að jakkafötunum,“ segir Rebekka. Sjálf hannaði hún matrósafötin og samfestinga bakraddanna. „Klæðskera- og sníðameistarinn Elma Bjarney Guðmundsdóttir saumaði búningana ásamt Maggý Dögg Emilsdóttur en auk þess litaði ég sloppa, sokka og annað sem ekki var til í réttum litum,“ útskýrir Rebekka. Rebekka segir að með tilkomu samfélagsmiðla skipti ímynd hópsins, frá því að hann mætir á svæðið og þar til hann stígur á svið, sífellt meira máli og þarf að þaulhugsa ásýnd og framkomu hópsins frá degi til dags. En skyldu strákarnir vera með eitthvað búningatromp í hendi í kvöld? „Við gefum ekkert upp um það,“ segir Vallli. Hann hvetur fólk þó til að hafa augun opin. „Við höldum okkur að minnsta kosti við litina.“ Eurovision Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Pollapönk hefur hvarvetna vakið athygli í litríkum útpældum fatnaði í aðdraganda Eurovision síðustu daga og skera meðlimir hljómsveitarinnar sig svo sannarlega úr í fjöldanum. Forsöngvari hljómsveitarinnar Heiðar Örn Kristjánsson er blái pollinn, Haraldur Freyr Gíslason rauði pollinn, Arnar Gíslason bleiki pollinn og Guðni Finnsson guli pollinn. Bakraddasöngvarinn Óttar Proppé er svo fjólublár og félagi hans Snæbjörn Ragnarsson appelsínugulur. Hópurinn fór út með sjö dress til skiptanna; íþróttagalla, kjóla, stuttbuxur og boli, morgunsloppa, lopapeysur, matrósaföt og jakkaföt. Þótt fatnaðurinn sé af ólíkum toga heldur hver polli sig við sinn lit. Pollarnir lögðu sjálfir mikið til hugmyndavinnunnar í kringum fatnaðinn en þeim innan handar var umboðsmaður þeirra Valgeir Magnússon, eða Valli sport, og leikmynda- og búningahöfundurinn Rebekka A. Ingimundardóttir, en hún hannaði búningana fyrir Eyþór Inga Gunnlaugsson í fyrra og Grétu Salóme og Jónsa árið 2012. „Aðkoma mín hefur oft verið meiri en nú. Í fyrra og hitteðfyrra hannaði ég alla búninga og árið 2012 leikstýrði ég atriði Grétu Salome. Pollapönkararnir eru einstakir og höfðu sínar hugmyndir en ég var þeim innan handar með að útfæra þær. Fleiri lögðu svo hönd á plóg; íþróttagallarnir eru eins og flestir vita frá Henson og kjólana gaf verslunin Curvy. Þá styrkti Oroblu strákana um sokkabuxur í réttum litum. Peysurnar eru frá Varma en stílistinn Alda Guðjónsdóttir á heiðurinn að jakkafötunum,“ segir Rebekka. Sjálf hannaði hún matrósafötin og samfestinga bakraddanna. „Klæðskera- og sníðameistarinn Elma Bjarney Guðmundsdóttir saumaði búningana ásamt Maggý Dögg Emilsdóttur en auk þess litaði ég sloppa, sokka og annað sem ekki var til í réttum litum,“ útskýrir Rebekka. Rebekka segir að með tilkomu samfélagsmiðla skipti ímynd hópsins, frá því að hann mætir á svæðið og þar til hann stígur á svið, sífellt meira máli og þarf að þaulhugsa ásýnd og framkomu hópsins frá degi til dags. En skyldu strákarnir vera með eitthvað búningatromp í hendi í kvöld? „Við gefum ekkert upp um það,“ segir Vallli. Hann hvetur fólk þó til að hafa augun opin. „Við höldum okkur að minnsta kosti við litina.“
Eurovision Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira