Nýtur lífsins fyrir allan peninginn Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 10. maí 2014 11:00 Anna Björk Eðvarðsdóttir er matarbloggari og Ungfrú Ísland 1977. Hún segir frammistöðu Pollapönks hafa komið sér skemmtilega á óvart í undankeppninni og vonar að Ísland lendi ofar en í 16. sæti. Myndir/GVA Matarbloggarinn og fegurðardrottningin Anna Björk Eðvarðsdóttir gerir sér alltaf dagamun á Eurovision-kvöldi. „Ég hef trúlega aldrei misst af söngvakeppninni og fer sitt á hvað í Eurovision-partí eða held partí sjálf,“ segir Anna Björk sem hefur í hálft annað ár haldið úti matarblogginu annabjork.is. „Mataráhuginn hefur fylgt mér síðan ég flutti úr foreldrahúsum og þurfti að bjarga mér sjálf. Þá kunni ég ekkert að elda en neyðin kennir nakinni konu að spinna,“ segir Anna Björk sem nýtur þess að prófa sig áfram með nýtt og spennandi hráefni. „Mín uppáhaldsmáltíð að elda er morgunmatur á sunnudögum því fyrir mér eru sunnudagsmorgnar dekurmorgnar. Ég vakna alltaf mjög snemma og finnst notalegt að vera ein í eldhúsinu að matbúa eitthvað gómsætt á meðan aðrir sofa. Síðan skríð ég upp í rúm til mannsins míns með eitthvað huggulegt handa okkur og það er yndislega kósí,“ segir Anna Björk sem bakar croissant, fyllt rúnstykki, eggjakökur, bökur og annað ilmandi ljúfmeti með morgunkaffinu.Fegurst íslenskra kvenna 1977 Anna Björk var valin Ungfrú Ísland árið 1977. „Það litaði líf mitt talsvert fyrsta kastið því þá var í fyrsta sinn sjónvarpað frá fegurðarsamkeppninni. Það hafði mikil áhrif en eftir því sem árin líða fer maður að endurskilgreina sjálfan sig og finna sér nýtt hlutverk í lífinu. Fólk mundi þó lengi eftir mér og enn spyr fólk hvort það þekki mig, sem er bara gaman. Ég hefði síst viljað fara á mis við þessa lífsreynslu því keppnin veitti mér skemmtileg tækifæri á sínum tíma. Ég fór til Japans sem Ungfrú unga kynslóðin 1976 og til Mexíkó í Ungfrú alheim árið 1978 og dvaldi þar í mánuð. Í þá daga var sjaldgæft að óharðnaðir unglingar færu svo langt einir og í svo langan tíma en það var bæði þroskandi og krefjandi.“ Anna Björk er enn geislandi fögur og skrifar það á einskæra lífsgleði. „Mér finnst ofsalega gaman að vera til. Ég lenti í veikindum fyrir tólf árum sem gáfu mér nýtt tækifæri til lífsins og hef reynt að lifa fyrir allan peninginn síðan. Þar skiptir mestu að fást við hluti sem kveikja áhuga og ástríðu en líka að hafa neista í lífinu og setja sjálfan sig stundum í fyrsta sætið. Það er allt í lagi og á endanum græða allir; fjölskyldan, eiginmaðurinn og vinirnir.“ Anna Björk útbjó partírétt sem er sniðinn fyrir fámenn sem fjölmenn veisluhöld. Eftir því sem fjölgar í samkvæminu þarf bara að kaupa stærri ost og meira deig því að uppskriftin er alltaf sú sama. Bakaður Camembert í brauðdeigi með skinku og sultu (fyrir 3-4) 1 stórt pitsudeig (XXL 30x40) 6 skinkusneiðar, skornar í bita 3-4 msk. týtuberjasulta 1 Camembert Birki- og sesamfræ Sulta og hunangHitið ofn í 225°C. Rúllið deiginu út á borð og merkið í það hring, 32 cm í þvermál. Hafið smjörpappír undir deiginu. Klippið út hringinn með hreinum skærum og geymið afskurðinn. Setjið deighringinn á bökunarplötu og dreifið helming skinkunnar á miðjuna (í rúmlega stærð ostsins), ásamt helmingi sultunnar. Setjið ostinn ofan á og svo rest af skinku og sultu ofan á ostinn. Safnið deiginu saman ofan á ostinn og búið til skjóðu sem er klipin efst til að loka. Penslið með vatni og bakið í 15-20 mínútur eða þar til brauðið er gyllt og stökkt. Penslið afskurðinn með vatni, merkið skurði með hníf og setjið birki- og sesamfræ ofan á. Bakið í ofninum og berið fram með ostinum með auka sultu og hunangi. Verði ykkur að góðu! Eurovision Mest lesið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
Matarbloggarinn og fegurðardrottningin Anna Björk Eðvarðsdóttir gerir sér alltaf dagamun á Eurovision-kvöldi. „Ég hef trúlega aldrei misst af söngvakeppninni og fer sitt á hvað í Eurovision-partí eða held partí sjálf,“ segir Anna Björk sem hefur í hálft annað ár haldið úti matarblogginu annabjork.is. „Mataráhuginn hefur fylgt mér síðan ég flutti úr foreldrahúsum og þurfti að bjarga mér sjálf. Þá kunni ég ekkert að elda en neyðin kennir nakinni konu að spinna,“ segir Anna Björk sem nýtur þess að prófa sig áfram með nýtt og spennandi hráefni. „Mín uppáhaldsmáltíð að elda er morgunmatur á sunnudögum því fyrir mér eru sunnudagsmorgnar dekurmorgnar. Ég vakna alltaf mjög snemma og finnst notalegt að vera ein í eldhúsinu að matbúa eitthvað gómsætt á meðan aðrir sofa. Síðan skríð ég upp í rúm til mannsins míns með eitthvað huggulegt handa okkur og það er yndislega kósí,“ segir Anna Björk sem bakar croissant, fyllt rúnstykki, eggjakökur, bökur og annað ilmandi ljúfmeti með morgunkaffinu.Fegurst íslenskra kvenna 1977 Anna Björk var valin Ungfrú Ísland árið 1977. „Það litaði líf mitt talsvert fyrsta kastið því þá var í fyrsta sinn sjónvarpað frá fegurðarsamkeppninni. Það hafði mikil áhrif en eftir því sem árin líða fer maður að endurskilgreina sjálfan sig og finna sér nýtt hlutverk í lífinu. Fólk mundi þó lengi eftir mér og enn spyr fólk hvort það þekki mig, sem er bara gaman. Ég hefði síst viljað fara á mis við þessa lífsreynslu því keppnin veitti mér skemmtileg tækifæri á sínum tíma. Ég fór til Japans sem Ungfrú unga kynslóðin 1976 og til Mexíkó í Ungfrú alheim árið 1978 og dvaldi þar í mánuð. Í þá daga var sjaldgæft að óharðnaðir unglingar færu svo langt einir og í svo langan tíma en það var bæði þroskandi og krefjandi.“ Anna Björk er enn geislandi fögur og skrifar það á einskæra lífsgleði. „Mér finnst ofsalega gaman að vera til. Ég lenti í veikindum fyrir tólf árum sem gáfu mér nýtt tækifæri til lífsins og hef reynt að lifa fyrir allan peninginn síðan. Þar skiptir mestu að fást við hluti sem kveikja áhuga og ástríðu en líka að hafa neista í lífinu og setja sjálfan sig stundum í fyrsta sætið. Það er allt í lagi og á endanum græða allir; fjölskyldan, eiginmaðurinn og vinirnir.“ Anna Björk útbjó partírétt sem er sniðinn fyrir fámenn sem fjölmenn veisluhöld. Eftir því sem fjölgar í samkvæminu þarf bara að kaupa stærri ost og meira deig því að uppskriftin er alltaf sú sama. Bakaður Camembert í brauðdeigi með skinku og sultu (fyrir 3-4) 1 stórt pitsudeig (XXL 30x40) 6 skinkusneiðar, skornar í bita 3-4 msk. týtuberjasulta 1 Camembert Birki- og sesamfræ Sulta og hunangHitið ofn í 225°C. Rúllið deiginu út á borð og merkið í það hring, 32 cm í þvermál. Hafið smjörpappír undir deiginu. Klippið út hringinn með hreinum skærum og geymið afskurðinn. Setjið deighringinn á bökunarplötu og dreifið helming skinkunnar á miðjuna (í rúmlega stærð ostsins), ásamt helmingi sultunnar. Setjið ostinn ofan á og svo rest af skinku og sultu ofan á ostinn. Safnið deiginu saman ofan á ostinn og búið til skjóðu sem er klipin efst til að loka. Penslið með vatni og bakið í 15-20 mínútur eða þar til brauðið er gyllt og stökkt. Penslið afskurðinn með vatni, merkið skurði með hníf og setjið birki- og sesamfræ ofan á. Bakið í ofninum og berið fram með ostinum með auka sultu og hunangi. Verði ykkur að góðu!
Eurovision Mest lesið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira