Þingmenn þurftu að flýja sökum myglusvepps Svavar Hávarðsson skrifar 13. maí 2014 07:51 Kristjánshús og Blöndahlshús standa við Kirkjustræti 8 og 10, en þar veiktist starfsfólk vegna myglusvepps. fréttablaðið/stefán Alþingismenn jafnt sem hópur starfsmanna Alþingis hafa glímt við heilsufarsvanda vegna myglusvepps í húsnæði Alþingis. Þingflokkur Pírata hefur tímabundið flutt á milli hæða í skrifstofuhúsnæði sínu vegna vandans. Starfsfólk Alþingis finnur ekki lengur til einkenna eftir viðgerðir. Karl M. Kristjánsson, fjármálastjóri Alþingis, staðfestir í viðtali við Fréttablaðið að myglusveppur hafi komið upp á tveimur stöðum í húsnæði Alþingis. Annars vegar í gömlu húsi við Kirkjustræti, svonefndu Kristjánshúsi, og tengibyggingu við Blöndahlshús þar við hliðina. Þar er fjármálaskrifstofa þingsins til húsa. Eins á efstu hæð í Austurstræti 14 þar sem Píratar hafa meðal annars skrifstofur sínar. Karl segir að gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana í Kristjánshúsi eftir að upp komst hvers kyns var í byrjun ársins, enda séu mál sem þessi tekin alvarlega. Verið er að hefjast handa við endurbætur í Austurstræti og hefur Pírötum verið fundin aðstaða á öðrum stað í húsinu á meðan. Spurður um hvort starfsmenn þingsins í Kristjánshúsi hafi fundið fyrir einkennum sem rekja mætti til myglusvepps segir Karl að það hafi ekki verið sannað þar frekar en annars staðar. „Starfsmenn kvörtuðu hins vegar yfir einkennum; þreytu, augnþurrki, beinverkjum og fleiru. En það breyttist eftir viðgerðirnar,“ segir Karl. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sagði í þingræðu í gær að heilbrigðisvandi vegna myglusvepps skyldi tekinn alvarlega, og minntist einnig á að hann hefði fundið fyrir einkennum þegar hann fór í páskafrí sem hann rekur beint til myglusvepps í Austurstræti sem nú er verið að uppræta. Hvatti hann þá sem áður höfðu haft aðstöðu í Austurstræti til að hugsa sín mál, og nafngreindi sérstaklega framsóknarþingkonuna Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. Jón Þór staðfestir við Fréttablaðið að fleiri hafi fundið fyrir einkennum en hann. Starfsmaður þingflokks Pírata hafi leitað til læknis sökum öndunarörðugleika, sem raktir voru beint til eitrunar frá myglunni á skrifstofunum, segir Jón Þór Alþingi samþykkti í gær með 58 samhljóða atkvæðum tillögu Kristjáns L. Möller og tólf annarra þingmanna allra flokka um að Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, skipi starfshóp sem taki til heildstæðrar endurskoðunar lög og reglur á sviði byggingarmála með tilliti til myglusveppa og þess tjóns sem þeir geta valdið. Ráðherra lýsti því yfir við samþykkt tillögunnar á Alþingi að starfshópur yrði skipaður hið fyrsta. Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Alþingismenn jafnt sem hópur starfsmanna Alþingis hafa glímt við heilsufarsvanda vegna myglusvepps í húsnæði Alþingis. Þingflokkur Pírata hefur tímabundið flutt á milli hæða í skrifstofuhúsnæði sínu vegna vandans. Starfsfólk Alþingis finnur ekki lengur til einkenna eftir viðgerðir. Karl M. Kristjánsson, fjármálastjóri Alþingis, staðfestir í viðtali við Fréttablaðið að myglusveppur hafi komið upp á tveimur stöðum í húsnæði Alþingis. Annars vegar í gömlu húsi við Kirkjustræti, svonefndu Kristjánshúsi, og tengibyggingu við Blöndahlshús þar við hliðina. Þar er fjármálaskrifstofa þingsins til húsa. Eins á efstu hæð í Austurstræti 14 þar sem Píratar hafa meðal annars skrifstofur sínar. Karl segir að gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana í Kristjánshúsi eftir að upp komst hvers kyns var í byrjun ársins, enda séu mál sem þessi tekin alvarlega. Verið er að hefjast handa við endurbætur í Austurstræti og hefur Pírötum verið fundin aðstaða á öðrum stað í húsinu á meðan. Spurður um hvort starfsmenn þingsins í Kristjánshúsi hafi fundið fyrir einkennum sem rekja mætti til myglusvepps segir Karl að það hafi ekki verið sannað þar frekar en annars staðar. „Starfsmenn kvörtuðu hins vegar yfir einkennum; þreytu, augnþurrki, beinverkjum og fleiru. En það breyttist eftir viðgerðirnar,“ segir Karl. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sagði í þingræðu í gær að heilbrigðisvandi vegna myglusvepps skyldi tekinn alvarlega, og minntist einnig á að hann hefði fundið fyrir einkennum þegar hann fór í páskafrí sem hann rekur beint til myglusvepps í Austurstræti sem nú er verið að uppræta. Hvatti hann þá sem áður höfðu haft aðstöðu í Austurstræti til að hugsa sín mál, og nafngreindi sérstaklega framsóknarþingkonuna Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. Jón Þór staðfestir við Fréttablaðið að fleiri hafi fundið fyrir einkennum en hann. Starfsmaður þingflokks Pírata hafi leitað til læknis sökum öndunarörðugleika, sem raktir voru beint til eitrunar frá myglunni á skrifstofunum, segir Jón Þór Alþingi samþykkti í gær með 58 samhljóða atkvæðum tillögu Kristjáns L. Möller og tólf annarra þingmanna allra flokka um að Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, skipi starfshóp sem taki til heildstæðrar endurskoðunar lög og reglur á sviði byggingarmála með tilliti til myglusveppa og þess tjóns sem þeir geta valdið. Ráðherra lýsti því yfir við samþykkt tillögunnar á Alþingi að starfshópur yrði skipaður hið fyrsta.
Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira