Tónlist

Ingó syngur á ítölsku

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Ingó og Veðurguð senda frá sér nýtt lag á næstunni.
Ingó og Veðurguð senda frá sér nýtt lag á næstunni. Vísir/Stefán
Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó, og hljómsveitin hans, Veðurguðirnir eru þessa dagana að undirbúa sumarsmell sem ætti að líta dagsins ljós á næstu vikum.

„Þetta er lag sem ég syng að hluta til á ítölsku,“ segir Ingó um nýja lagið en bætir þó við hann tali ítölskuna alls ekki reiprennandi. „Ég samdi textann á google translate og kann frekar lítið í ítölsku.“

Ingó og Veðurguðirnir hafa verið í smá pásu undanfarið en stefna á að koma tvíefldir til leiks á næstunni. „Við höfum verið rólegir undanfarið en þó verið aðeins að spila. Það á líklega eftir að lifna yfir okkur þegar að nýja lagið kemur út,“ bætir Ingó við






Fleiri fréttir

Sjá meira


×