Menning

Ósvikinn breskur húmoristi

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Listakonan Zoë tvinnar saman eigin tónsmíðar og vel þekkta slagara.
Listakonan Zoë tvinnar saman eigin tónsmíðar og vel þekkta slagara. Mynd/Úr einkasafni
„Zoë Martlew, tónskáld og sellóleikari, er ósvikinn breskur húmoristi sem notar kaldhæðni í list sinni og varpar fram spurningum um kynjafræðileg álitamál,“ segir Þórunn Gréta Sigurðardóttir tónskáld. Þórunn er ein þeirra sem sjá um tónleikaröðina Jaðarber í Listasafni Reykjavíkur, sem stendur að komu Martlew hingað til lands, meðal annars til að flytja kabarettinn Revue Z klukkan 20 í kvöld.



Zoë Martlew hefur flutt Revue Z við góðan orðstír um allt Bretland og á tónlistarhátíðum víða um heim. Þar tvinnar hún saman eigin tónsmíðar og vel þekkta slagara sem hún velur út frá hverjum tónleikastað fyrir sig.



Dagana 16. til 18. maí mun Martlew, ásamt Þórunni Grétu og Kristínu Þóru Haraldsdóttur víóluleikara, halda opna vinnustofu um listgjörninga á mörkum leiklistar og tónlistar. Nánari upplýsingar um vinnustofuna eru á jadarber.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×