Mamma, gefðu boltann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2014 06:00 Mæðgurnar saman. Áslaug Ragna Ákadóttir og Bryndís Rún Þórólfsdóttir eftir leik sem þær spiluðu saman í Lengjubikarnum. Mynd/Aðsend Mæðgurnar Áslaug Ragna Ákadóttir og Bryndís Rún Þórólfsdóttir tóku báðar þátt í fyrsta leik kvennaliðs ÍA í efstu deild í níu ár þegar Skagaliðið tapaði 0-1 á móti Fylki í 1. umferð Pepsi-deildar kvenna í fyrrakvöld. Bryndís Rún var í byrjunarliðinu en skipti við mömmu sína á 76. mínútu. Saman skiluðu þær því 90 mínútum á miðju Skagaliðsins. „Þetta var svolítið magnað og mjög skemmtilegt,“ sagði Áslaug Ragna í samtali við Fréttablaðið í gær. Bryndís Rún, sem er 17 ára gömul, var að leika sinn fyrsta leik í efstu deild en Áslaug Ragna, sem varð 36 ára á dögunum, á að baki 53 mörk í 95 leikjum. Hún varð annar markahæsti leikmaður deildarinnar árið áður (16 mörk 1996) en Bryndís Rún kom í heiminn. Þetta var aftur á móti fyrsti leikur Áslaugar í úrvalsdeildinni síðan 27. júní 2005. „Ég var ekki alveg klár í að spila í fyrrasumar en ákvað að gefa mig í þetta núna því ég sá að ég ætti möguleika á því að spila með henni,“ segir Áslaug. Næsti leikur ÍA-liðsins er útileikur á móti FH í næstu viku en fá þær mæðgur ekki að spila saman inni á vellinum? „Við vonum að við fáum einhvern tíma að vera saman inni á vellinum í sumar. Þetta átti ekkert að snúast um okkur í þessum leik,“ segir Áslaug. „Við erum dálítið líkir leikmenn. Ég kom ekki inn á í alveg sömu stöðu og hún en kom þarna inn á miðjuna. Ég er gamall senter og er að spila þar í kring,“ segir Áslaug sem kom einnig svona ung inn í meistaraflokk á sínum tíma. Hún tók þátt í að vinna síðasta titil kvennaliðs ÍA sem var bikarmeistaratitillinn árið 1993. Áslaug játar því að sumum finnist það skrítið að heyra einhvern kalla á mömmu sína í miðjum leik. „Í Lengjubikarnum fengum við að spila saman og það var mjög sérstök stund að heyra dóttur sína kalla á sig: Mamma, gefðu boltann eða heyra þjálfarann kalla til hennar: Spilaðu á mömmu þína. Þetta var svolítið skrítið og ég hugsa að stelpurnar inni á vellinum hafi hugsað: Hvað er hún að tala um þessi?“ sagði Áslaug hlæjandi. Hún telur að reynsla hennar muni hjálpa ungu og reynslulitlu liði ÍA í sumar. „Þetta eru allt heimastelpur sem skipa liðið og svona er þetta á Akranesi. Þar hjálpast allir við að gera þetta almennilega. Ég hoppa bara inn í þetta til að hjálpa mínu liði og þá skiptir ekki máli hvort ég er mamma eða eitthvað annað,“ segir Áslaug, en fjölskyldan hafði samt sérstaklega gaman af þessari stund á Akranesi í fyrrakvöld. „Pabbinn var í stúkunni og að sjálfsögðu var hann stoltasti maðurinn á svæðinu sem og öll fjölskyldan,“ sagði Áslaug. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira
Mæðgurnar Áslaug Ragna Ákadóttir og Bryndís Rún Þórólfsdóttir tóku báðar þátt í fyrsta leik kvennaliðs ÍA í efstu deild í níu ár þegar Skagaliðið tapaði 0-1 á móti Fylki í 1. umferð Pepsi-deildar kvenna í fyrrakvöld. Bryndís Rún var í byrjunarliðinu en skipti við mömmu sína á 76. mínútu. Saman skiluðu þær því 90 mínútum á miðju Skagaliðsins. „Þetta var svolítið magnað og mjög skemmtilegt,“ sagði Áslaug Ragna í samtali við Fréttablaðið í gær. Bryndís Rún, sem er 17 ára gömul, var að leika sinn fyrsta leik í efstu deild en Áslaug Ragna, sem varð 36 ára á dögunum, á að baki 53 mörk í 95 leikjum. Hún varð annar markahæsti leikmaður deildarinnar árið áður (16 mörk 1996) en Bryndís Rún kom í heiminn. Þetta var aftur á móti fyrsti leikur Áslaugar í úrvalsdeildinni síðan 27. júní 2005. „Ég var ekki alveg klár í að spila í fyrrasumar en ákvað að gefa mig í þetta núna því ég sá að ég ætti möguleika á því að spila með henni,“ segir Áslaug. Næsti leikur ÍA-liðsins er útileikur á móti FH í næstu viku en fá þær mæðgur ekki að spila saman inni á vellinum? „Við vonum að við fáum einhvern tíma að vera saman inni á vellinum í sumar. Þetta átti ekkert að snúast um okkur í þessum leik,“ segir Áslaug. „Við erum dálítið líkir leikmenn. Ég kom ekki inn á í alveg sömu stöðu og hún en kom þarna inn á miðjuna. Ég er gamall senter og er að spila þar í kring,“ segir Áslaug sem kom einnig svona ung inn í meistaraflokk á sínum tíma. Hún tók þátt í að vinna síðasta titil kvennaliðs ÍA sem var bikarmeistaratitillinn árið 1993. Áslaug játar því að sumum finnist það skrítið að heyra einhvern kalla á mömmu sína í miðjum leik. „Í Lengjubikarnum fengum við að spila saman og það var mjög sérstök stund að heyra dóttur sína kalla á sig: Mamma, gefðu boltann eða heyra þjálfarann kalla til hennar: Spilaðu á mömmu þína. Þetta var svolítið skrítið og ég hugsa að stelpurnar inni á vellinum hafi hugsað: Hvað er hún að tala um þessi?“ sagði Áslaug hlæjandi. Hún telur að reynsla hennar muni hjálpa ungu og reynslulitlu liði ÍA í sumar. „Þetta eru allt heimastelpur sem skipa liðið og svona er þetta á Akranesi. Þar hjálpast allir við að gera þetta almennilega. Ég hoppa bara inn í þetta til að hjálpa mínu liði og þá skiptir ekki máli hvort ég er mamma eða eitthvað annað,“ segir Áslaug, en fjölskyldan hafði samt sérstaklega gaman af þessari stund á Akranesi í fyrrakvöld. „Pabbinn var í stúkunni og að sjálfsögðu var hann stoltasti maðurinn á svæðinu sem og öll fjölskyldan,“ sagði Áslaug.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira