Hættuleg kosningaloforð Hildur Sverrisdóttir skrifar 16. maí 2014 07:00 Það er húsnæðisvandi í Reykjavík. Undanfarin ár hefur úthlutun lóða til uppbyggingar alls ekki annað eftirspurn sem veldur því að íbúðir, hvort heldur er til sölu eða leigu, eru of dýrar. Frambjóðendur til borgarstjórnar eru sammála um vandann en leiðirnar til lausnar eru mjög mismunandi. Björt framtíð og Píratar hafa enga útfærða stefnu. Framsókn vill að borgin ráðist sjálf í stórfelldar byggingarframkvæmdir. Samfylkingin slær um sig og lofar allt að 3.000 íbúðum með aðkomu borgarinnar, en mjög er á reiki hvernig og í samstarfi við hverja, og Vinstri græn tala sömuleiðis fyrir einhvers konar húsnæðissamvinnufélögum. Af málflutningi frambjóðenda þeirra má ráða að borgin eigi að koma að því að byggja og jafnvel leigja út íbúðir á almennum markaði „á hagstæðum kjörum“ því einsýnt sé að „einkaaðilar ráði ekki við verkefnið“ og séu bara á eftir „stundargróða“. Dæmin um allan heim sanna að afskipti hins opinbera af almennum leigumarkaði eru vond hugmynd. Byggingarkostnaður hækkar yfirleitt og allar útgáfur af leiguþaki eru skammgóður vermir sem bjagar samkeppni og er loks engum til góðs. Hagfræðingurinn Assar Lindbeck orðaði það svo að slíkt væri skilvirkasta leiðin til að eyðileggja borg, fyrir utan sprengjuárás. Fikt hins opinbera í markaðnum þrýstir alltaf upp verði á endanum en einkaaðilar í heilbrigðri samkeppni stuðla að lægra verði, fái þeir sanngjarnt tækifæri til þess af hendi hins opinbera. Borgin á því ekki að taka áhættu með peninga skattgreiðenda með því að taka beinan þátt í einhvers konar bygginga- og leigufélögum á almennum markaði. Hún þarf að skapa sómasamlegan ramma sem auðveldar einkaaðilum að byggja og leigja út íbúðir ódýrar. Það er gert með að bæta strax úr lóðaskorti, hafa samkeppnishæfar gjaldskrár þannig að þeir sem búa smærra borgi minna og einfalda og auka valfrelsi innan reglurammanna. Um þetta snúast kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins. Við erum með skynsamlega og framkvæmanlega stefnu sem virkjar hugmyndaauðgi og kraft einkafyrirtækja á byggingamarkaði til að uppfylla brýna þörf almennings fyrir viðráðanlegt húsnæði. Þannig munum við ná árangri, án þess að hafa lofað einhverjum töfralausnum af hálfu hins opinbera sem munu auðveldlega verða borgarbúum bjarnargreiði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Hildur Sverrisdóttir Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Sjá meira
Það er húsnæðisvandi í Reykjavík. Undanfarin ár hefur úthlutun lóða til uppbyggingar alls ekki annað eftirspurn sem veldur því að íbúðir, hvort heldur er til sölu eða leigu, eru of dýrar. Frambjóðendur til borgarstjórnar eru sammála um vandann en leiðirnar til lausnar eru mjög mismunandi. Björt framtíð og Píratar hafa enga útfærða stefnu. Framsókn vill að borgin ráðist sjálf í stórfelldar byggingarframkvæmdir. Samfylkingin slær um sig og lofar allt að 3.000 íbúðum með aðkomu borgarinnar, en mjög er á reiki hvernig og í samstarfi við hverja, og Vinstri græn tala sömuleiðis fyrir einhvers konar húsnæðissamvinnufélögum. Af málflutningi frambjóðenda þeirra má ráða að borgin eigi að koma að því að byggja og jafnvel leigja út íbúðir á almennum markaði „á hagstæðum kjörum“ því einsýnt sé að „einkaaðilar ráði ekki við verkefnið“ og séu bara á eftir „stundargróða“. Dæmin um allan heim sanna að afskipti hins opinbera af almennum leigumarkaði eru vond hugmynd. Byggingarkostnaður hækkar yfirleitt og allar útgáfur af leiguþaki eru skammgóður vermir sem bjagar samkeppni og er loks engum til góðs. Hagfræðingurinn Assar Lindbeck orðaði það svo að slíkt væri skilvirkasta leiðin til að eyðileggja borg, fyrir utan sprengjuárás. Fikt hins opinbera í markaðnum þrýstir alltaf upp verði á endanum en einkaaðilar í heilbrigðri samkeppni stuðla að lægra verði, fái þeir sanngjarnt tækifæri til þess af hendi hins opinbera. Borgin á því ekki að taka áhættu með peninga skattgreiðenda með því að taka beinan þátt í einhvers konar bygginga- og leigufélögum á almennum markaði. Hún þarf að skapa sómasamlegan ramma sem auðveldar einkaaðilum að byggja og leigja út íbúðir ódýrar. Það er gert með að bæta strax úr lóðaskorti, hafa samkeppnishæfar gjaldskrár þannig að þeir sem búa smærra borgi minna og einfalda og auka valfrelsi innan reglurammanna. Um þetta snúast kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins. Við erum með skynsamlega og framkvæmanlega stefnu sem virkjar hugmyndaauðgi og kraft einkafyrirtækja á byggingamarkaði til að uppfylla brýna þörf almennings fyrir viðráðanlegt húsnæði. Þannig munum við ná árangri, án þess að hafa lofað einhverjum töfralausnum af hálfu hins opinbera sem munu auðveldlega verða borgarbúum bjarnargreiði.
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun