Besta bíómynd íslenskrar kvikmyndasögu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 17. maí 2014 09:00 Þorsteinn Bachmann sýnir hér og sannar að hann er besti kvikmyndaleikari ÍSlands. Vonarstræti Kvikmynd Leikstjóri: Baldvin Z Aðalhlutverk: Hera Hilmarsdóttir, Þorsteinn Bachmann og Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Ég hef lagt mig fram í gegnum tíðina við að fara á allar íslenskar kvikmyndir. Sumar hafa hreyft við mér, sumar alls ekki. En aldrei hef ég áður séð íslenska kvikmynd eins og Vonarstræti. Því ætla ég hreinlega að skella fram þessari bláköldu fullyrðingu og mun berjast fyrir því að verja hana með kjafti og klóm um ókomna tíð: Vonarstræti er besta íslenska kvikmynd sögunnar. En það er eiginlega ekki nóg til að lýsa gæðum myndarinnar. Hún er nefnilega ekki aðeins besta mynd íslenskrar kvikmyndsögu heldur getur hæglega keppt við stórar kvikmyndir á alþjóðlegum markaði. Það sem gerir þessa mynd svona stórkostlega er mjög einfalt. Hér eru engir veikir hlekkir. Því keðjan er jú bara jafn sterk og veikasti hlekkurinn. Auðvitað eru hlekkirnir missterkir en enginn fárveikur. Sterkasti hlekkurinn þegar kemur að leik, að öllum öðrum ólöstuðum, er Þorsteinn Bachmann. Aldrei hef ég séð íslenskan leikara túlka sína persónu jafn vel. Þorsteinn fer ekki í eina sekúndu klisjukennda eða yfirborðslega leið í hlutverki fylliraftsins Móra. Þorsteinn þarf engan stuðning. Engar myndrænar lýsingar á því sem hann ber með sér. Hann segir það allt en þó minnst í orðum heldur í andardrætti, augnatilliti, hreyfingum og tóni. Ég saknaði hans þegar hann var ekki á skjánum og hann á þann heiður að hafa verið fyrstur íslenskra leikara til að græta mig í bíó. Ég hef nefnilega aldrei grátið yfir íslenskri bíómynd fyrr en á Vonarstræti. Og nei, ég táraðist ekki bara. Ég hágrét. Og þegar myndinni lauk hélt ég áfram að gráta. Bravó, Þorsteinn, bravó. Ég vona að allt Ísland, allur heimurinn fái að njóta þinna hæfileika. Það sama má segja um leikstjórann Baldvin Z. Með þessari mynd skipar hann sér í röð okkar fremstu leikstjóra. Það sem kom líka skemmtilega á óvart voru aukaleikararnir. Valur Freyr Einarsson stal senunni margoft sem „bankaspaðinn“. Hann hefði hæglega, líkt og Þorsteinn, getað haft sinn karakter algjörlega á yfirborðinu. Það gerði hann svo sannarlega ekki og frammistaðan var eftir því. Aukaleikarinn sem snerti mig hvað mest var þó Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir. Hún var í nokkrar sekúndur á tjaldinu. Átti örfáar línur. En hlutverk hennar var gríðarlegt í stóra samhenginu. Takið eftir kæru bíógestir – nafna mín nær fullkomlega að gera það mesta úr sínu hlutverki og gefur setningu Stanislavskis dýpri merkingu: „There are no small parts, only small actors.“ Loks vil ég ávarpa heildina. Alla sem komu að gerð myndarinnar. Til að svona verk geti orðið til þurfa allir að leggjast á eitt og gera sitt allra, allra besta. Ég vil þakka þeim fyrir að gefa okkur áhorfendum þessa mynd. Hún líður mér seint úr minni.Niðurstaða Í þessari heild eru engir veikir hlekkir og gæti myndin hæglega keppt við kvikmyndir á alþjóðlegum markaði. Meistaraverk! Gagnrýni Mest lesið Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Fleiri fréttir Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Vonarstræti Kvikmynd Leikstjóri: Baldvin Z Aðalhlutverk: Hera Hilmarsdóttir, Þorsteinn Bachmann og Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Ég hef lagt mig fram í gegnum tíðina við að fara á allar íslenskar kvikmyndir. Sumar hafa hreyft við mér, sumar alls ekki. En aldrei hef ég áður séð íslenska kvikmynd eins og Vonarstræti. Því ætla ég hreinlega að skella fram þessari bláköldu fullyrðingu og mun berjast fyrir því að verja hana með kjafti og klóm um ókomna tíð: Vonarstræti er besta íslenska kvikmynd sögunnar. En það er eiginlega ekki nóg til að lýsa gæðum myndarinnar. Hún er nefnilega ekki aðeins besta mynd íslenskrar kvikmyndsögu heldur getur hæglega keppt við stórar kvikmyndir á alþjóðlegum markaði. Það sem gerir þessa mynd svona stórkostlega er mjög einfalt. Hér eru engir veikir hlekkir. Því keðjan er jú bara jafn sterk og veikasti hlekkurinn. Auðvitað eru hlekkirnir missterkir en enginn fárveikur. Sterkasti hlekkurinn þegar kemur að leik, að öllum öðrum ólöstuðum, er Þorsteinn Bachmann. Aldrei hef ég séð íslenskan leikara túlka sína persónu jafn vel. Þorsteinn fer ekki í eina sekúndu klisjukennda eða yfirborðslega leið í hlutverki fylliraftsins Móra. Þorsteinn þarf engan stuðning. Engar myndrænar lýsingar á því sem hann ber með sér. Hann segir það allt en þó minnst í orðum heldur í andardrætti, augnatilliti, hreyfingum og tóni. Ég saknaði hans þegar hann var ekki á skjánum og hann á þann heiður að hafa verið fyrstur íslenskra leikara til að græta mig í bíó. Ég hef nefnilega aldrei grátið yfir íslenskri bíómynd fyrr en á Vonarstræti. Og nei, ég táraðist ekki bara. Ég hágrét. Og þegar myndinni lauk hélt ég áfram að gráta. Bravó, Þorsteinn, bravó. Ég vona að allt Ísland, allur heimurinn fái að njóta þinna hæfileika. Það sama má segja um leikstjórann Baldvin Z. Með þessari mynd skipar hann sér í röð okkar fremstu leikstjóra. Það sem kom líka skemmtilega á óvart voru aukaleikararnir. Valur Freyr Einarsson stal senunni margoft sem „bankaspaðinn“. Hann hefði hæglega, líkt og Þorsteinn, getað haft sinn karakter algjörlega á yfirborðinu. Það gerði hann svo sannarlega ekki og frammistaðan var eftir því. Aukaleikarinn sem snerti mig hvað mest var þó Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir. Hún var í nokkrar sekúndur á tjaldinu. Átti örfáar línur. En hlutverk hennar var gríðarlegt í stóra samhenginu. Takið eftir kæru bíógestir – nafna mín nær fullkomlega að gera það mesta úr sínu hlutverki og gefur setningu Stanislavskis dýpri merkingu: „There are no small parts, only small actors.“ Loks vil ég ávarpa heildina. Alla sem komu að gerð myndarinnar. Til að svona verk geti orðið til þurfa allir að leggjast á eitt og gera sitt allra, allra besta. Ég vil þakka þeim fyrir að gefa okkur áhorfendum þessa mynd. Hún líður mér seint úr minni.Niðurstaða Í þessari heild eru engir veikir hlekkir og gæti myndin hæglega keppt við kvikmyndir á alþjóðlegum markaði. Meistaraverk!
Gagnrýni Mest lesið Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Fleiri fréttir Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira