Tilkomumikil stund Jónas Sen skrifar 20. maí 2014 11:30 Kór Langholtskirkju. „Í það heila var hljóðfæraleikur og söngur fullur af andakt, en samt hæfilega léttur undir markvissri stjórn afmælisbarnsins síunga.“ Tónlist: Mattheusarpassía Bachs Stjórnandi Jón Stefánsson Einsöngvarar Benedikt Kristjánsson, Bergþór Pálsson og Davíð Ólafsson. Kór og Gradualekór Langholtskirkju söng, Kammersveit kirkjunnar lék. Laugardagur 17. maí í Langholtskirkju. Um þessar mundir heldur Jón Stefánsson upp á 50 ára afmæli frá því að hann gerðist organisti Langholtskirkju. Fáir hafa haft jafn afgerandi áhrif á sögu kirkjutónlistar á Íslandi. Bæði með vönduðu tónleikahaldi í kirkjunni og með kórskólum þar sem krakkar allt niður í fjögurra ára eru skóluð í listinni. Minnsti kórinn heitir Krúttakórinn, svo eru það grallarakórarnir (Graduale, Graduale Futuri og hinn margverðlaunaði Graduale nobili) auk Kórs Langholtskirkju – ég er sjálfsagt að gleyma einhverjum. En þetta er fallegt starf og ákaflega mikilvægt fyrir tónlistarlífið á Íslandi í heild sinni. Jón hélt upp á stórafmælið með einhverju veigamesta verki tónbókmenntanna, Mattheusarpassíu Bachs. Í nýafstaðinni dymbilviku tíðkast það að rifjuð er upp píslarsaga Krists, og tónsmíð Bachs er einhver magnaðasta tónahugleiðing þessarar sögu sem um getur. Hún skiptist í frásögn guðspjallamanns sem syngur texta Mattheusarguðspjalls, en inn á milli hefja upp raust sína persónur í sögunni og er Jesús þar í stóru hlutverki. Reglulega er staldrað við í frásögninni með aríum og kórum þar sem atburðirnir eru hugleiddir og þeir settir í víðara samhengi. Mattheusarpassían er því býsna löng, að þessu sinni hófst hún klukkan 4 og lauk ekki fyrr en hálf átta, þó með hléi auðvitað. Of langt mál væri að telja upp hvern og einn sem söng aríur. Þetta voru kórmeðlimir og stóðu sig nokkuð misjafnlega, enda ekki allir fullskólaðir einsöngvarar. Sá einsöngvari sem mest mæddi á var auðvitað guðspjallamaðurinn sem var leikinn af Benedikt Kristjánssyni. Það er maður sem ég hef fylgst með í gegnum tíðina, af einskærri ánægju verð ég að segja. Benedikt hefur akkúrat tenórröddina fyrir svona hlutverk, hún er mjúk og björt, nánast ekki af þessum heimi. Hún hefur líka þést og styrkst síðan ég heyrði í henni síðast sem var ánægjulegt að upplifa. Hinn burðarsöngvarinn var Bergþór Pálsson sem var í hlutverki Jesú. Hann stóð sig prýðilega og gott betur. Rödd Bergþórs hefur dökknað með aldrinum og það fer henni vel. Þetta var Jesús sem sópaði að, það var kraftur í honum, en þó beislaður og fókuseraður. Tilfinningarnar voru ekki á yfirborðinu. En maður fann fyrir þeim undir niðri, sem gerði sönginn áhrifamikinn. Einnig kemst ég ekki hjá því að nefna Davíð Ólafsson í hlutverki Pontíusar Pílatusar, túlkun hans var kraftmikil og grípandi. Umhverfis allt saman var svo kór kirkjunnar, einnig Gradualekórinn og kammersveit kirkjunnar. Auðvitað var ekki allt fullkomið, einstaka sellótónar hefðu mátt vera markvissari, sumir tenórar örlítið hreinni. En í það heila var hljóðfæraleikur og söngur fullur af andakt, en samt hæfilega léttur undir markvissri stjórn afmælisbarnsins síunga. Það gerði að verkum að þessar þrjár klukkustundir og hálftími voru undarlega fljót að líða.Niðurstaða: Stórbrotinn flutningur á Mattheusarpassíu Bachs. Gagnrýni Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist: Mattheusarpassía Bachs Stjórnandi Jón Stefánsson Einsöngvarar Benedikt Kristjánsson, Bergþór Pálsson og Davíð Ólafsson. Kór og Gradualekór Langholtskirkju söng, Kammersveit kirkjunnar lék. Laugardagur 17. maí í Langholtskirkju. Um þessar mundir heldur Jón Stefánsson upp á 50 ára afmæli frá því að hann gerðist organisti Langholtskirkju. Fáir hafa haft jafn afgerandi áhrif á sögu kirkjutónlistar á Íslandi. Bæði með vönduðu tónleikahaldi í kirkjunni og með kórskólum þar sem krakkar allt niður í fjögurra ára eru skóluð í listinni. Minnsti kórinn heitir Krúttakórinn, svo eru það grallarakórarnir (Graduale, Graduale Futuri og hinn margverðlaunaði Graduale nobili) auk Kórs Langholtskirkju – ég er sjálfsagt að gleyma einhverjum. En þetta er fallegt starf og ákaflega mikilvægt fyrir tónlistarlífið á Íslandi í heild sinni. Jón hélt upp á stórafmælið með einhverju veigamesta verki tónbókmenntanna, Mattheusarpassíu Bachs. Í nýafstaðinni dymbilviku tíðkast það að rifjuð er upp píslarsaga Krists, og tónsmíð Bachs er einhver magnaðasta tónahugleiðing þessarar sögu sem um getur. Hún skiptist í frásögn guðspjallamanns sem syngur texta Mattheusarguðspjalls, en inn á milli hefja upp raust sína persónur í sögunni og er Jesús þar í stóru hlutverki. Reglulega er staldrað við í frásögninni með aríum og kórum þar sem atburðirnir eru hugleiddir og þeir settir í víðara samhengi. Mattheusarpassían er því býsna löng, að þessu sinni hófst hún klukkan 4 og lauk ekki fyrr en hálf átta, þó með hléi auðvitað. Of langt mál væri að telja upp hvern og einn sem söng aríur. Þetta voru kórmeðlimir og stóðu sig nokkuð misjafnlega, enda ekki allir fullskólaðir einsöngvarar. Sá einsöngvari sem mest mæddi á var auðvitað guðspjallamaðurinn sem var leikinn af Benedikt Kristjánssyni. Það er maður sem ég hef fylgst með í gegnum tíðina, af einskærri ánægju verð ég að segja. Benedikt hefur akkúrat tenórröddina fyrir svona hlutverk, hún er mjúk og björt, nánast ekki af þessum heimi. Hún hefur líka þést og styrkst síðan ég heyrði í henni síðast sem var ánægjulegt að upplifa. Hinn burðarsöngvarinn var Bergþór Pálsson sem var í hlutverki Jesú. Hann stóð sig prýðilega og gott betur. Rödd Bergþórs hefur dökknað með aldrinum og það fer henni vel. Þetta var Jesús sem sópaði að, það var kraftur í honum, en þó beislaður og fókuseraður. Tilfinningarnar voru ekki á yfirborðinu. En maður fann fyrir þeim undir niðri, sem gerði sönginn áhrifamikinn. Einnig kemst ég ekki hjá því að nefna Davíð Ólafsson í hlutverki Pontíusar Pílatusar, túlkun hans var kraftmikil og grípandi. Umhverfis allt saman var svo kór kirkjunnar, einnig Gradualekórinn og kammersveit kirkjunnar. Auðvitað var ekki allt fullkomið, einstaka sellótónar hefðu mátt vera markvissari, sumir tenórar örlítið hreinni. En í það heila var hljóðfæraleikur og söngur fullur af andakt, en samt hæfilega léttur undir markvissri stjórn afmælisbarnsins síunga. Það gerði að verkum að þessar þrjár klukkustundir og hálftími voru undarlega fljót að líða.Niðurstaða: Stórbrotinn flutningur á Mattheusarpassíu Bachs.
Gagnrýni Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira