Á að afturkalla lóðir trúfélaga? Hjalti Hugason skrifar 27. maí 2014 07:00 Nýr oddviti Framsóknar í Reykjavík, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, hefur nú lýst yfir þeirri afstöðu sinni að ekki beri að „úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku rétttrúnaðarkirkjuna“. Hið „jákvæða“ við þessa dapurlegu yfirlýsingu er vissulega að Sveinbjörg vill ekki mismuna múslimum einum heldur einnig trúfélögum sem hún virðist telja of framandi á einn eða annan hátt. Hitt er ekki ljóst, hvar mismununin á að hefjast og hvar hún eigi að enda. Hugsanlega ber að skilja „röksemdina“ sem Sveinbjörg færir fyrir afstöðu sinni svo að einungis eigi að úthluta lútherskum söfnuðum lóðum fyrir kirkjur eða ígildi þeirra. Sé svo verður að afturkalla fjölda lóða. Þá hljóta ýmsar byggingar sem þegar hafa risið að valda vanda ef Sveinbjörg tæki nú við stjórn borgarinnar eftir kosningar. Sjálf telur Sveinbjörg afstöðu sína ráðast af eigin reynslu og mikilli yfirsýn. Ekki skulu bornar brigður á það. Þó má vera að fleiri skýringar komi til greina eins og þjóðhverf stefna Framsóknarflokksins eða tilraunir til að ná með auðveldu móti atkvæðum þeirra mörgu sem lýst hafa sig andvíga mosku. Hjá Framsókn má finna eldri dæmi um einfaldan „popúlisma“.Hæpin röksemd Sem guðfræðingur, áhugamaður um trúmálarétt í landinu og ekki síst vígður prestur í þjóðkirkjunni vil ég þó aðeins vara við og harma þá einu beinu röksemd sem Sveinbjörg færir fyrir útilokandi afstöðu sinni í trúarefnum sem felst í þjóðkirkjuskipaninni. En yfirlýsingin sem höfð hefur verið eftir Sveinbjörgu hljómar svo: „Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku rétttrúnaðarkirkjuna.“ (leturbr. HH).Hættulegt þjóðkirkjuskipaninni Í þjóðkirkjuskipan felst eðli máls samkvæmt ýmiss konar mismunun sem hingað til hefur talist málefnaleg. Því hefur þjóðkirkjuskipan sem slík ekki verið talin brjóta í bága við mannréttindi. Gæta þarf þess samt að mismununin sé sem minnst og skerði ekki lögvarinn rétt og frelsi annarra á trúmálasviðinu en það hlýtur stefna Sveinbjargar að gera hvort sem hún nú beinist aðeins gegn múslimum og orþódoxum eða öllum trúfélögum sem ekki eru lúthersk. Fyrir mitt leyti vara ég alvarlega við að þjóðkirkjuskipanin sé notuð sem rök gegn því að trúfélögum nýbúa í landinu sé meinað að njóta þess réttar sem þeim er veittur með stjórnarskrá lýðveldisins. Slík afstaða kemur fyrr eða síðar til með að binda enda á þjóðkirkjuskipanina sem mörgum er enn kær eins og dæmin sanna. Það virðist þó ekki endilega felast í afstöðu Sveinbjargar. Hún þyrfti þó e.t.v. að gera fyllri grein fyrir afstöðu sinni í því efni og helst fyrir kosningar. Eftir kosningarnar kynni það síður að verða áhugavert! Þá hlýtur þjóðkirkjan að harma að hún skuli með þessum hætti vera dregin inn í pólitíska refskák í aðdraganda kosninga. — Eða hvað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nýr oddviti Framsóknar í Reykjavík, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, hefur nú lýst yfir þeirri afstöðu sinni að ekki beri að „úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku rétttrúnaðarkirkjuna“. Hið „jákvæða“ við þessa dapurlegu yfirlýsingu er vissulega að Sveinbjörg vill ekki mismuna múslimum einum heldur einnig trúfélögum sem hún virðist telja of framandi á einn eða annan hátt. Hitt er ekki ljóst, hvar mismununin á að hefjast og hvar hún eigi að enda. Hugsanlega ber að skilja „röksemdina“ sem Sveinbjörg færir fyrir afstöðu sinni svo að einungis eigi að úthluta lútherskum söfnuðum lóðum fyrir kirkjur eða ígildi þeirra. Sé svo verður að afturkalla fjölda lóða. Þá hljóta ýmsar byggingar sem þegar hafa risið að valda vanda ef Sveinbjörg tæki nú við stjórn borgarinnar eftir kosningar. Sjálf telur Sveinbjörg afstöðu sína ráðast af eigin reynslu og mikilli yfirsýn. Ekki skulu bornar brigður á það. Þó má vera að fleiri skýringar komi til greina eins og þjóðhverf stefna Framsóknarflokksins eða tilraunir til að ná með auðveldu móti atkvæðum þeirra mörgu sem lýst hafa sig andvíga mosku. Hjá Framsókn má finna eldri dæmi um einfaldan „popúlisma“.Hæpin röksemd Sem guðfræðingur, áhugamaður um trúmálarétt í landinu og ekki síst vígður prestur í þjóðkirkjunni vil ég þó aðeins vara við og harma þá einu beinu röksemd sem Sveinbjörg færir fyrir útilokandi afstöðu sinni í trúarefnum sem felst í þjóðkirkjuskipaninni. En yfirlýsingin sem höfð hefur verið eftir Sveinbjörgu hljómar svo: „Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku rétttrúnaðarkirkjuna.“ (leturbr. HH).Hættulegt þjóðkirkjuskipaninni Í þjóðkirkjuskipan felst eðli máls samkvæmt ýmiss konar mismunun sem hingað til hefur talist málefnaleg. Því hefur þjóðkirkjuskipan sem slík ekki verið talin brjóta í bága við mannréttindi. Gæta þarf þess samt að mismununin sé sem minnst og skerði ekki lögvarinn rétt og frelsi annarra á trúmálasviðinu en það hlýtur stefna Sveinbjargar að gera hvort sem hún nú beinist aðeins gegn múslimum og orþódoxum eða öllum trúfélögum sem ekki eru lúthersk. Fyrir mitt leyti vara ég alvarlega við að þjóðkirkjuskipanin sé notuð sem rök gegn því að trúfélögum nýbúa í landinu sé meinað að njóta þess réttar sem þeim er veittur með stjórnarskrá lýðveldisins. Slík afstaða kemur fyrr eða síðar til með að binda enda á þjóðkirkjuskipanina sem mörgum er enn kær eins og dæmin sanna. Það virðist þó ekki endilega felast í afstöðu Sveinbjargar. Hún þyrfti þó e.t.v. að gera fyllri grein fyrir afstöðu sinni í því efni og helst fyrir kosningar. Eftir kosningarnar kynni það síður að verða áhugavert! Þá hlýtur þjóðkirkjan að harma að hún skuli með þessum hætti vera dregin inn í pólitíska refskák í aðdraganda kosninga. — Eða hvað?
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun