Stjórn Silicor skrifar undir viljayfirlýsingu vegna lóðar á Grundartanga Haraldur Guðmundsson skrifar 28. maí 2014 08:00 Verksmiðja Silicor Materials yrði samkvæmt áætlunum um 93.000 fermetrar að stærð og framkvæmdasvæðið alls um 223.000 fermetrar. Vísir/Pjetur Forsvarsmenn bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials ætla samkvæmt heimildum Markaðarins að undirrita viljayfirlýsingu í dag við Faxaflóahafnir sem kveður á um vilyrði fyrir úthlutun lóðar á Grundartanga og framkvæmdum við innviði á svæðinu. Yfirlýsingin þýðir að stjórn fyrirtækisins, sem er nú stödd hér á landi, hefur tekið endanlega ákvörðun um að stefna að byggingu 77 milljarða króna sólarkísilverksmiðju á Íslandi. Sádi-Arabía og Kanada voru áður einnig inni í myndinni. Stjórnendur sveitarfélaga á Vesturlandi, þar á meðal Hvalfjarðarsveitar, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar, verða að öllum líkindum viðstaddir undirritunina á Katanesi við Grundartanga. Heimildir blaðsins herma að viðræðum Silicor við Orku náttúrunnar, hlutafélag í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, og Landsvirkjun um raforkukaup miði vel. Einnig er fjárfestingarsamningur, eða svokallaður ívilnanasamningur, ríkisstjórnarinnar við fyrirtækið sagður langt kominn. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar barst fyrr í vor erindi frá nefnd ríkisins um ívilnanir vegna nýfjárfestinga. Þar kemur fram að Silicor hafi óskað eftir ívilnunum vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Ívilnanir fela í sér afslætti af ýmsum opinberum gjöldum og sköttum. Hvalfjarðarsveit hefur tekið vel í veitingu þeirra og lýst yfir formlegum stuðningi við byggingu verksmiðjunnar, eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu. Áætlanir Silicor Materials gera ráð fyrir verksmiðju sem gæti framleitt um nítján þúsund tonn af sólarkísil á ári og skapað um fjögur hundruð störf. Kísillinn yrði notaður í framleiðslu á sólarrafhlöðum. Fyrirtækið vill hefja framkvæmdir næsta haust og gerir ráð fyrir að framleiðsla hefjist haustið 2017 eða vorið 2018. Verkefni tengd Silicor eru einnig í skoðun í Helguvík. Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Sjá meira
Forsvarsmenn bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials ætla samkvæmt heimildum Markaðarins að undirrita viljayfirlýsingu í dag við Faxaflóahafnir sem kveður á um vilyrði fyrir úthlutun lóðar á Grundartanga og framkvæmdum við innviði á svæðinu. Yfirlýsingin þýðir að stjórn fyrirtækisins, sem er nú stödd hér á landi, hefur tekið endanlega ákvörðun um að stefna að byggingu 77 milljarða króna sólarkísilverksmiðju á Íslandi. Sádi-Arabía og Kanada voru áður einnig inni í myndinni. Stjórnendur sveitarfélaga á Vesturlandi, þar á meðal Hvalfjarðarsveitar, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar, verða að öllum líkindum viðstaddir undirritunina á Katanesi við Grundartanga. Heimildir blaðsins herma að viðræðum Silicor við Orku náttúrunnar, hlutafélag í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, og Landsvirkjun um raforkukaup miði vel. Einnig er fjárfestingarsamningur, eða svokallaður ívilnanasamningur, ríkisstjórnarinnar við fyrirtækið sagður langt kominn. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar barst fyrr í vor erindi frá nefnd ríkisins um ívilnanir vegna nýfjárfestinga. Þar kemur fram að Silicor hafi óskað eftir ívilnunum vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Ívilnanir fela í sér afslætti af ýmsum opinberum gjöldum og sköttum. Hvalfjarðarsveit hefur tekið vel í veitingu þeirra og lýst yfir formlegum stuðningi við byggingu verksmiðjunnar, eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu. Áætlanir Silicor Materials gera ráð fyrir verksmiðju sem gæti framleitt um nítján þúsund tonn af sólarkísil á ári og skapað um fjögur hundruð störf. Kísillinn yrði notaður í framleiðslu á sólarrafhlöðum. Fyrirtækið vill hefja framkvæmdir næsta haust og gerir ráð fyrir að framleiðsla hefjist haustið 2017 eða vorið 2018. Verkefni tengd Silicor eru einnig í skoðun í Helguvík.
Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Sjá meira