Dráttur á rannsókn getur létt refsinguna Snærós Sindradóttir skrifar 29. maí 2014 16:00 Ríkisskattstjóra Maðurinn er grunaður um að hafa nýtt sér aðstöðu sína til að endurgreiða virðisaukaskatt af húsum sem aldrei voru byggð. Fréttablaðið/Stefán Rannsókn á umfangsmiklu skattsvikamáli, þar sem starfsmaður ríkisskattstjóra er grunaður um að hafa svikið út 270 milljónir úr virðisaukaskattskerfinu, hefur dregist í nærri fjögur ár. Málið kom upp í september 2010 þegar sex voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Starfsmaður ríkisskattstjóra, einn grunaðra, var vistaður í einangrun á grundvelli rannsóknarhagsmuna í fimm vikur en samtals sat hann í gæsluvarðhaldi í tólf vikur. Eignir hans og eiginkonu hans voru frystar þegar málið kom upp og hafa verið síðan. Manninum var tjáð í september í fyrra að rannsókn málsins væri að klárast. Sömu svör fékk hann í apríl á þessu ári en þegar maðurinn grennslaðist aftur fyrir um málið síðastliðinn þriðjudag fékk hann þau svör að málið væri enn í höndum lögreglu og ekki komið til málsmeðferðar hjá ríkissaksóknara. „Staða mín er bara á bið,“ segir maðurinn. „Það eru allir í fjölskyldunni í rusli eftir þetta en við getum ekki annað en beðið.“ Manninum var sagt upp störfum í kjölfar þess að málið komst upp og segist hann hafa verið óvinnufær síðan. „Ég er bara andlegur öryrki,“ segir hann. Verjandi mannsins, Björgvin Þorsteinsson, segir að dráttur málsins sé með ólíkindum. „Það eru sjálfsagt komin þrjú ár síðan þetta mál lá ljóst fyrir og hægt var að gefa út ákæru.“ Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður segir að drátturinn geti haft áhrif á ákvörðun dómstóla þegar málið kemst loks þangað. „Menn eiga rétt á greiðri málsmeðferð bæði á rannsóknarstigi og dómstigi og ef brotið er á þeim rétti sakborninga þá leiðir það iðulega til þess að það hefur áhrif á refsiákvörðunina. Það getur haft áhrif á fjárhæð sektar og lengd fangelsisvistar eða miklu frekar að dómstólar hafa verið að skilorðsbinda fangelsisrefsingar,“ segir Ragnar. Hann bendir á að ríkið geti orðið skaðabótaskylt verði maðurinn sýknaður. Þá geti löng bið eftir niðurstöðu máls haft slæm áhrif á andlega heilsu sakborninga. Fólk verði þunglynt og aðgerðalaust. Ragnar bendir á að þegar dómur fellur taki við lengri bið eftir því að komast að í fangelsi. Í lok árs 2012 höfðu 102 einstaklingar beðið lengur en í þrjú ár eftir því að sitja af sér sinn dóm. Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Rannsókn á umfangsmiklu skattsvikamáli, þar sem starfsmaður ríkisskattstjóra er grunaður um að hafa svikið út 270 milljónir úr virðisaukaskattskerfinu, hefur dregist í nærri fjögur ár. Málið kom upp í september 2010 þegar sex voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Starfsmaður ríkisskattstjóra, einn grunaðra, var vistaður í einangrun á grundvelli rannsóknarhagsmuna í fimm vikur en samtals sat hann í gæsluvarðhaldi í tólf vikur. Eignir hans og eiginkonu hans voru frystar þegar málið kom upp og hafa verið síðan. Manninum var tjáð í september í fyrra að rannsókn málsins væri að klárast. Sömu svör fékk hann í apríl á þessu ári en þegar maðurinn grennslaðist aftur fyrir um málið síðastliðinn þriðjudag fékk hann þau svör að málið væri enn í höndum lögreglu og ekki komið til málsmeðferðar hjá ríkissaksóknara. „Staða mín er bara á bið,“ segir maðurinn. „Það eru allir í fjölskyldunni í rusli eftir þetta en við getum ekki annað en beðið.“ Manninum var sagt upp störfum í kjölfar þess að málið komst upp og segist hann hafa verið óvinnufær síðan. „Ég er bara andlegur öryrki,“ segir hann. Verjandi mannsins, Björgvin Þorsteinsson, segir að dráttur málsins sé með ólíkindum. „Það eru sjálfsagt komin þrjú ár síðan þetta mál lá ljóst fyrir og hægt var að gefa út ákæru.“ Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður segir að drátturinn geti haft áhrif á ákvörðun dómstóla þegar málið kemst loks þangað. „Menn eiga rétt á greiðri málsmeðferð bæði á rannsóknarstigi og dómstigi og ef brotið er á þeim rétti sakborninga þá leiðir það iðulega til þess að það hefur áhrif á refsiákvörðunina. Það getur haft áhrif á fjárhæð sektar og lengd fangelsisvistar eða miklu frekar að dómstólar hafa verið að skilorðsbinda fangelsisrefsingar,“ segir Ragnar. Hann bendir á að ríkið geti orðið skaðabótaskylt verði maðurinn sýknaður. Þá geti löng bið eftir niðurstöðu máls haft slæm áhrif á andlega heilsu sakborninga. Fólk verði þunglynt og aðgerðalaust. Ragnar bendir á að þegar dómur fellur taki við lengri bið eftir því að komast að í fangelsi. Í lok árs 2012 höfðu 102 einstaklingar beðið lengur en í þrjú ár eftir því að sitja af sér sinn dóm.
Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira