Hál og mjúk sýning sem tunga hvals Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 29. maí 2014 08:00 Fantastar: "Mikil vinna og útsjónarsemi býr að baki leikmyndinni og unnið er skemmtilega með rýmið.“ Leiklist: Fantastar Margrét Vilhjálmsdóttir leikkona hefur forystu fyrir hópi listamanna frá Grænlandi, Færeyjum, Íslandi og Danmörku. Sýnt í Brimhúsinu. Ekki er hlaupið að því að fjalla um Fantastar, í Brimhúsinu við höfnina, með markvissum hætti og greinandi hætti einfaldlega vegna þess að það er undir hverjum og einum komið hvort sýningin telst góð eða slæm. Förunautur á sýninguna er tæpum 30 árum yngri en ég og hún var yfir sig hrifin: Andlegt ferðalag, margslungin sýning sem gekk algerlega upp – ótal þættir léku við skilningarvitin öll og hugurinn flögraði um í upplifun, frjáls frá daglegum pælingum og meiningum. Leikhúsupplifun eins og hún gerist best! Jámm. Ég deili ekki alveg þessari miklu hrifningu.KonseptlistAllar upplýsingar um sýninguna eru mótsagnakenndar eins og þar búi sannleikurinn: Listamennirnir sem að koma „vinna saman að listviðburði sem byggir á hugmyndum og ranghugmyndum þjóðanna og misskilinni sjálfsmynd þeirra. Sögur verða endursagðar og heimildir skáldaðar“. Umsögn lýsir ekki síst þeim sem um fjallar og hvað varðar Fantastar þá er beinlínis gert út á það. Ef maður sér sýninguna vandræðalega, hefta og ómarkvisst artífartí, er maður að teikna sjálfan sig upp sem ringlaðan og forpokaðan leiðindapúka. Með öðrum orðum: Það tókst að beina brotakenndum speglinum að gestum. Þessi sýning er sannarlega ekki fyrir alla. Og ekki borgar sig að mæta til leiks með of lógískan haus; best er að vera opinn og móttækilegur. Öllu ægir samanSýningin er umfangsmikil, metnaðarfull og margþætt. Um er að ræða samstarfsverkefni listamanna fjögurra landa; Íslands, Grænlands, Færeyja og svo Danmerkur og byggt er á samruna listforma; leiklistar, tónlistar og danslistar. Vísað er til Moby Dick eftir Melville og Biblíunnar, eða Jónasar í hvalnum og sameiginlegs reynsluheims þeirra sem byggja eyríkin og lífsviðurværis þeirra. Verkið krefst þátttöku áhorfenda, þeim er skipt í hópa og þeir eru teymdir um iður hvals. Þetta er í raun sama konsept og býr að baki draugahúsum sem finna má í Tívolí. Mikil vinna og útsjónarsemi býr að baki leikmyndinni og unnið er skemmtilega með rýmið; sem allt er staðsett inni í húsi fiskhöndlara og lyktarskynið virkt skilningarvit við að nema það sem á gengur. Þarna ægir öllu saman: Tónlist og hljóðmynd; dans og leikur og vídeólist – áhorfendur fá meira að segja að bragða á súru rengi og hitta spákonu.Eins og hál tunga hvalsLeikarar birtast, nánast einsog draugar, og flækjast að því er virðist stefnulaust um í iðrum og innyflum hvalsins – byggja á spuna og samskiptum við áhorfendur. Minnisstæður er til dæmis Dóri DNA tjargaður og fiðraður í lítilli seglskútu sem hengd var upp í loftið; situr umkomulaus og messar grátklökkur og reiður í senn yfir mannskapnum samhengislausa og mótsagnakennda speki sína: „Ef hvalur er svona gáfuð skepna, af hverju heldur hann sig þá ekki utan íslensku landhelginnar?“ Í sama rými er svo vídeó þar sem menn tala um tengsl sín við kokteilsósu og sýna hvernig hún er gerð. Það sem fram fer inni í hverju rými er misspennandi en undir hverjum og einum komið að reka augun í eitthvað sem er til þess fallið að lyfta andanum á kreik. Sýningin er eins og hál tunga hvals sem dettur í sundur þegar maður þykist hafa náð á henni taki.Niðurstaða: Ekki sýning fyrir alla en sannarlega athyglisverð. Lagt er upp með að það sé undir áhorfendum komið hvernig til tekst en spyrja má hvort það geti talist sanngjarnt. Gagnrýni Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leiklist: Fantastar Margrét Vilhjálmsdóttir leikkona hefur forystu fyrir hópi listamanna frá Grænlandi, Færeyjum, Íslandi og Danmörku. Sýnt í Brimhúsinu. Ekki er hlaupið að því að fjalla um Fantastar, í Brimhúsinu við höfnina, með markvissum hætti og greinandi hætti einfaldlega vegna þess að það er undir hverjum og einum komið hvort sýningin telst góð eða slæm. Förunautur á sýninguna er tæpum 30 árum yngri en ég og hún var yfir sig hrifin: Andlegt ferðalag, margslungin sýning sem gekk algerlega upp – ótal þættir léku við skilningarvitin öll og hugurinn flögraði um í upplifun, frjáls frá daglegum pælingum og meiningum. Leikhúsupplifun eins og hún gerist best! Jámm. Ég deili ekki alveg þessari miklu hrifningu.KonseptlistAllar upplýsingar um sýninguna eru mótsagnakenndar eins og þar búi sannleikurinn: Listamennirnir sem að koma „vinna saman að listviðburði sem byggir á hugmyndum og ranghugmyndum þjóðanna og misskilinni sjálfsmynd þeirra. Sögur verða endursagðar og heimildir skáldaðar“. Umsögn lýsir ekki síst þeim sem um fjallar og hvað varðar Fantastar þá er beinlínis gert út á það. Ef maður sér sýninguna vandræðalega, hefta og ómarkvisst artífartí, er maður að teikna sjálfan sig upp sem ringlaðan og forpokaðan leiðindapúka. Með öðrum orðum: Það tókst að beina brotakenndum speglinum að gestum. Þessi sýning er sannarlega ekki fyrir alla. Og ekki borgar sig að mæta til leiks með of lógískan haus; best er að vera opinn og móttækilegur. Öllu ægir samanSýningin er umfangsmikil, metnaðarfull og margþætt. Um er að ræða samstarfsverkefni listamanna fjögurra landa; Íslands, Grænlands, Færeyja og svo Danmerkur og byggt er á samruna listforma; leiklistar, tónlistar og danslistar. Vísað er til Moby Dick eftir Melville og Biblíunnar, eða Jónasar í hvalnum og sameiginlegs reynsluheims þeirra sem byggja eyríkin og lífsviðurværis þeirra. Verkið krefst þátttöku áhorfenda, þeim er skipt í hópa og þeir eru teymdir um iður hvals. Þetta er í raun sama konsept og býr að baki draugahúsum sem finna má í Tívolí. Mikil vinna og útsjónarsemi býr að baki leikmyndinni og unnið er skemmtilega með rýmið; sem allt er staðsett inni í húsi fiskhöndlara og lyktarskynið virkt skilningarvit við að nema það sem á gengur. Þarna ægir öllu saman: Tónlist og hljóðmynd; dans og leikur og vídeólist – áhorfendur fá meira að segja að bragða á súru rengi og hitta spákonu.Eins og hál tunga hvalsLeikarar birtast, nánast einsog draugar, og flækjast að því er virðist stefnulaust um í iðrum og innyflum hvalsins – byggja á spuna og samskiptum við áhorfendur. Minnisstæður er til dæmis Dóri DNA tjargaður og fiðraður í lítilli seglskútu sem hengd var upp í loftið; situr umkomulaus og messar grátklökkur og reiður í senn yfir mannskapnum samhengislausa og mótsagnakennda speki sína: „Ef hvalur er svona gáfuð skepna, af hverju heldur hann sig þá ekki utan íslensku landhelginnar?“ Í sama rými er svo vídeó þar sem menn tala um tengsl sín við kokteilsósu og sýna hvernig hún er gerð. Það sem fram fer inni í hverju rými er misspennandi en undir hverjum og einum komið að reka augun í eitthvað sem er til þess fallið að lyfta andanum á kreik. Sýningin er eins og hál tunga hvals sem dettur í sundur þegar maður þykist hafa náð á henni taki.Niðurstaða: Ekki sýning fyrir alla en sannarlega athyglisverð. Lagt er upp með að það sé undir áhorfendum komið hvernig til tekst en spyrja má hvort það geti talist sanngjarnt.
Gagnrýni Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira