Innlent

Kynjahlutfall einstaklega jafnt

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Rósa Guðbjartsdóttir er oddviti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Rósa Guðbjartsdóttir er oddviti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Vísir/Aðsent
Kynjahlutfall í sveitarstjórnum hefur jafnast talsvert frá síðustu kosningum árið 2010.

Samkvæmt Hagstofu Íslands voru 60,15% bæjarfulltrúa karlkyns og 39,84% kvenkyns fyrir fjórum árum.

Þá buðu 139 karlmenn sig fram í fyrsta sæti framboðs síns, meðan 46 konur gerðu slíkt hið sama.

Eftir kosningarnar á laugardag hefur hlutfallið breyst töluvert, en nú eru 49,83% bæjarfulltrúa kvenkyns og 50,17% karlkyns.

Hlutfallið er því nánast hnífjafnt og hefur breyst talsvert frá síðustu niðurstöðum.

Til dæmis eru hlutföllin í bæjarstjórnum Akureyrar, Hafnarfjarðar og Grindavíkur konum mjög í vil eftir kosningarnar.

Á Akureyri voru sex frambjóðendur af þeim ellefu sem komust í stjórn kvenmenn.

Í Hafnarfirði eru sjö af ellefu bæjarstjórnarfulltrúum kvenkyns og í Grindavík eru fimm af sjö kjörnum fulltrúum konur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×