Öryggismyndband í anda Into The Wild Kristjana Arnarsdóttir skrifar 2. júní 2014 00:01 „Þessi öryggismyndbönd eru oft og tíðum frekar einsleit og tíðindalítil. Við vildum reyna að nálgast þetta á ferskan hátt,“ segir leikstjórinn Rúnar Ingi Einarsson sem fenginn var til að leikstýra nýju myndbandi um öryggi flugfarþega fyrir Icelandair. Myndbandið verður sýnt fyrir allar ferðir flugfélagsins og því má reikna með að um 2,4 milljónir manna sjái það árlega. Rúnar segir myndbandið gert í anda kvikmyndarinnar Into The Wild. „Myndbandið sýnir erlendan ferðamann ferðast um íslenska náttúru og öryggisatriðin birtast svo á frumlegan hátt í náttúrunni. Norðurljósin við Fjallsárlón teikna til að mynda neyðarljós þegar ferðamaðurinn er að tjalda tjaldi sínu,“ segir Rúnar og bætir við að helstu náttúruperlur Suðurlandsins fái að njóta sín í myndbandinu. Rúnar hefur starfað sem leikstjóri hjá framleiðslufyrirtækinu Pegasus frá árinu 2011 en nýverið hóf hann störf fyrir eitt fremsta framleiðslufyrirtæki á Norðurlöndum, Camp David í Stokkhólmi. „Ég flutti út með unnustu minni sem er að læra lögfræði hér í Stokkhólmi og fékk í kjölfarið tilboð frá helstu kvikmyndaframleiðslufyrirtækjum Svía en það var ekki aftur snúið eftir að Camp David opnaði dyrnar enda eru þar á mála bestu auglýsingaleikstjórar Skandinavíu og víðar.“Helstu náttúruperlur Suðurlands fá að njóta sín í öryggismyndbandi Icelandair.Rúnar hefur leikstýrt fjölda auglýsinga hér á landi, meðal annars fyrir Nike, Prince Polo, Arion banka og Egils Gull. Auglýsing sem hann gerði fyrir Lottó í desember vakti töluverða athygli og fékk meðal annars umfjöllun hjá virtum fagtímaritum ytra. „Sú auglýsing opnaði nýjar dyr fyrir mér vestan hafs og í kjölfarið hélt ég utan til að skoða þau tilboð sem mér bárust. Ég fór meðal annars á fund hjá framleiðslufyrirtæki í Bandaríkjunum sem heitir Green Dot Films og skrifaði svo undir samning þar um daginn. Samningurinn veitir mér atvinnuleyfi í Bandaríkjunum og gerir mér því kleift að leikstýra auglýsingum þar í landi. Það er virkilega gaman. Svo er ég líka fæddur 4. júlí,“ segir Rúnar hress að lokum. Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Sjá meira
„Þessi öryggismyndbönd eru oft og tíðum frekar einsleit og tíðindalítil. Við vildum reyna að nálgast þetta á ferskan hátt,“ segir leikstjórinn Rúnar Ingi Einarsson sem fenginn var til að leikstýra nýju myndbandi um öryggi flugfarþega fyrir Icelandair. Myndbandið verður sýnt fyrir allar ferðir flugfélagsins og því má reikna með að um 2,4 milljónir manna sjái það árlega. Rúnar segir myndbandið gert í anda kvikmyndarinnar Into The Wild. „Myndbandið sýnir erlendan ferðamann ferðast um íslenska náttúru og öryggisatriðin birtast svo á frumlegan hátt í náttúrunni. Norðurljósin við Fjallsárlón teikna til að mynda neyðarljós þegar ferðamaðurinn er að tjalda tjaldi sínu,“ segir Rúnar og bætir við að helstu náttúruperlur Suðurlandsins fái að njóta sín í myndbandinu. Rúnar hefur starfað sem leikstjóri hjá framleiðslufyrirtækinu Pegasus frá árinu 2011 en nýverið hóf hann störf fyrir eitt fremsta framleiðslufyrirtæki á Norðurlöndum, Camp David í Stokkhólmi. „Ég flutti út með unnustu minni sem er að læra lögfræði hér í Stokkhólmi og fékk í kjölfarið tilboð frá helstu kvikmyndaframleiðslufyrirtækjum Svía en það var ekki aftur snúið eftir að Camp David opnaði dyrnar enda eru þar á mála bestu auglýsingaleikstjórar Skandinavíu og víðar.“Helstu náttúruperlur Suðurlands fá að njóta sín í öryggismyndbandi Icelandair.Rúnar hefur leikstýrt fjölda auglýsinga hér á landi, meðal annars fyrir Nike, Prince Polo, Arion banka og Egils Gull. Auglýsing sem hann gerði fyrir Lottó í desember vakti töluverða athygli og fékk meðal annars umfjöllun hjá virtum fagtímaritum ytra. „Sú auglýsing opnaði nýjar dyr fyrir mér vestan hafs og í kjölfarið hélt ég utan til að skoða þau tilboð sem mér bárust. Ég fór meðal annars á fund hjá framleiðslufyrirtæki í Bandaríkjunum sem heitir Green Dot Films og skrifaði svo undir samning þar um daginn. Samningurinn veitir mér atvinnuleyfi í Bandaríkjunum og gerir mér því kleift að leikstýra auglýsingum þar í landi. Það er virkilega gaman. Svo er ég líka fæddur 4. júlí,“ segir Rúnar hress að lokum.
Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Sjá meira