Öryggismyndband í anda Into The Wild Kristjana Arnarsdóttir skrifar 2. júní 2014 00:01 „Þessi öryggismyndbönd eru oft og tíðum frekar einsleit og tíðindalítil. Við vildum reyna að nálgast þetta á ferskan hátt,“ segir leikstjórinn Rúnar Ingi Einarsson sem fenginn var til að leikstýra nýju myndbandi um öryggi flugfarþega fyrir Icelandair. Myndbandið verður sýnt fyrir allar ferðir flugfélagsins og því má reikna með að um 2,4 milljónir manna sjái það árlega. Rúnar segir myndbandið gert í anda kvikmyndarinnar Into The Wild. „Myndbandið sýnir erlendan ferðamann ferðast um íslenska náttúru og öryggisatriðin birtast svo á frumlegan hátt í náttúrunni. Norðurljósin við Fjallsárlón teikna til að mynda neyðarljós þegar ferðamaðurinn er að tjalda tjaldi sínu,“ segir Rúnar og bætir við að helstu náttúruperlur Suðurlandsins fái að njóta sín í myndbandinu. Rúnar hefur starfað sem leikstjóri hjá framleiðslufyrirtækinu Pegasus frá árinu 2011 en nýverið hóf hann störf fyrir eitt fremsta framleiðslufyrirtæki á Norðurlöndum, Camp David í Stokkhólmi. „Ég flutti út með unnustu minni sem er að læra lögfræði hér í Stokkhólmi og fékk í kjölfarið tilboð frá helstu kvikmyndaframleiðslufyrirtækjum Svía en það var ekki aftur snúið eftir að Camp David opnaði dyrnar enda eru þar á mála bestu auglýsingaleikstjórar Skandinavíu og víðar.“Helstu náttúruperlur Suðurlands fá að njóta sín í öryggismyndbandi Icelandair.Rúnar hefur leikstýrt fjölda auglýsinga hér á landi, meðal annars fyrir Nike, Prince Polo, Arion banka og Egils Gull. Auglýsing sem hann gerði fyrir Lottó í desember vakti töluverða athygli og fékk meðal annars umfjöllun hjá virtum fagtímaritum ytra. „Sú auglýsing opnaði nýjar dyr fyrir mér vestan hafs og í kjölfarið hélt ég utan til að skoða þau tilboð sem mér bárust. Ég fór meðal annars á fund hjá framleiðslufyrirtæki í Bandaríkjunum sem heitir Green Dot Films og skrifaði svo undir samning þar um daginn. Samningurinn veitir mér atvinnuleyfi í Bandaríkjunum og gerir mér því kleift að leikstýra auglýsingum þar í landi. Það er virkilega gaman. Svo er ég líka fæddur 4. júlí,“ segir Rúnar hress að lokum. Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Reykti pabba sinn Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Sjá meira
„Þessi öryggismyndbönd eru oft og tíðum frekar einsleit og tíðindalítil. Við vildum reyna að nálgast þetta á ferskan hátt,“ segir leikstjórinn Rúnar Ingi Einarsson sem fenginn var til að leikstýra nýju myndbandi um öryggi flugfarþega fyrir Icelandair. Myndbandið verður sýnt fyrir allar ferðir flugfélagsins og því má reikna með að um 2,4 milljónir manna sjái það árlega. Rúnar segir myndbandið gert í anda kvikmyndarinnar Into The Wild. „Myndbandið sýnir erlendan ferðamann ferðast um íslenska náttúru og öryggisatriðin birtast svo á frumlegan hátt í náttúrunni. Norðurljósin við Fjallsárlón teikna til að mynda neyðarljós þegar ferðamaðurinn er að tjalda tjaldi sínu,“ segir Rúnar og bætir við að helstu náttúruperlur Suðurlandsins fái að njóta sín í myndbandinu. Rúnar hefur starfað sem leikstjóri hjá framleiðslufyrirtækinu Pegasus frá árinu 2011 en nýverið hóf hann störf fyrir eitt fremsta framleiðslufyrirtæki á Norðurlöndum, Camp David í Stokkhólmi. „Ég flutti út með unnustu minni sem er að læra lögfræði hér í Stokkhólmi og fékk í kjölfarið tilboð frá helstu kvikmyndaframleiðslufyrirtækjum Svía en það var ekki aftur snúið eftir að Camp David opnaði dyrnar enda eru þar á mála bestu auglýsingaleikstjórar Skandinavíu og víðar.“Helstu náttúruperlur Suðurlands fá að njóta sín í öryggismyndbandi Icelandair.Rúnar hefur leikstýrt fjölda auglýsinga hér á landi, meðal annars fyrir Nike, Prince Polo, Arion banka og Egils Gull. Auglýsing sem hann gerði fyrir Lottó í desember vakti töluverða athygli og fékk meðal annars umfjöllun hjá virtum fagtímaritum ytra. „Sú auglýsing opnaði nýjar dyr fyrir mér vestan hafs og í kjölfarið hélt ég utan til að skoða þau tilboð sem mér bárust. Ég fór meðal annars á fund hjá framleiðslufyrirtæki í Bandaríkjunum sem heitir Green Dot Films og skrifaði svo undir samning þar um daginn. Samningurinn veitir mér atvinnuleyfi í Bandaríkjunum og gerir mér því kleift að leikstýra auglýsingum þar í landi. Það er virkilega gaman. Svo er ég líka fæddur 4. júlí,“ segir Rúnar hress að lokum.
Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Reykti pabba sinn Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Sjá meira