Að næra ótta Árni Páll Árnason skrifar 5. júní 2014 07:00 Í umræðum formanna stjórnmálaflokkanna á kosninganótt lét ég þau ummæli falla að íslensk stjórnmál hefðu glatað sakleysi sínu með moskuútspili Framsóknarflokksins og eftirleik þess. Mig langar að skýra þetta frekar. Við viljum líta á okkur sem fordómalaust og umburðarlynt samfélag og eigum erfitt með að viðurkenna annað. Og víst er um það að um margt hefur íslenskt samfélag verið til fyrirmyndar. Nægir þar að nefna hversu hratt við höfum snúist frá fordómum til umburðarlyndis gagnvart samkynhneigðum. Og okkur finnst gott að halda þeirri hlið að umheiminum að við stöndum saman gegn fordómum, eins og best sást þegar við sendum Pollapönk til útlanda með þau skilaboð nú nýverið. En í þessu felst líka að við höfum kannski forðast að horfast í augu við það að fordómar eru til. Við sem höfum tekið þátt í stjórnmálum vitum það mætavel. Íslensk stjórnmál hafa hins vegar hingað til byggt á ákveðinni samstöðu um að gera þá ekki að pólitískum veiðilendum. Á því varð breyting í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Moskuútspil Framsóknarflokksins var vissulega eftirtektarvert fyrir það sem var beinlínis sagt en enn frekar fyrir það hvernig og hvenær það var sagt og hvernig því var leyft að liggja án skýringa til að gefa óttanum undir fótinn. Formanni flokksins – sem líka er forsætisráðherra landsins – var í lófa lagið að stemma þessa á að ósi en hann kaus beinlínis að gera það ekki. Með því tryggði hann flokknum ávinning af hinum hálfkveðnu vísum. Við höfum ýmis dæmi um sérkennilegan málflutning af hálfu Framsóknar að þessu leyti á undanförnum misserum. Þess vegna hlýtur Framsóknarflokkurinn að þurfa að skýra nákvæmlega afstöðu sína í útlendingamálum. Niðurstaða kosninganna er sú að útspil af þessum toga geta aflað stjórnmálaafli fylgis. Það er barnaskapur að halda að það gerist ekki aftur. Þvert á móti er árangur Framsóknarflokksins í Reykjavík nú þess eðlis að óhjákvæmilegt er að einhver öfl – ný eða gömul – munu róa á þessi mið fyrir næstu kosningar. Við því þarf að bregðast.Ræðum um staðreyndir Við verðum að takast á við þessa nýju stöðu og leggja betri grunn að umræðu um útlendinga og innflytjendur. Ísland liggur í þjóðbraut vegna breyttra atvinnuhátta. Land sem fær nú stærstan hluta útflutningstekna af ferðaþjónustu mun aldrei aftur geta verið lokað útlendingum með sama hætti og var fyrir opnun landsins með EES-samningnum. Land sem tekur á móti hátt í milljón ferðamönnum á ári getur aldrei aftur haft útlendingaeftirlit á skemmtistöðum og biðröð í vegabréfaskoðuninni eins og í gamla daga. Með sama hætti þurfum við sífellt fleira fólk til að vinna störf sem Íslendingar kjósa að vinna ekki. Sú þróun var hafin fyrir EES-samninginn og hún mun halda áfram þótt við myndum freista þess að loka okkur af. Það sem mestu skiptir er að það fólk og börn þess njóti ekki lakari kjara en Íslendingar og geti orðið hluti af íslensku samfélagi og öðlast möguleika á að afla sér menntunar og betri starfskjara, kynslóð fram af kynslóð. En við þurfum að viðurkenna að það er manninum eðlislægt að bera ótta í brjósti gagnvart hinu ókunna og þar með fólki af framandi uppruna og við getum ekki áfellst fólk fyrir þær tilfinningar. Viðbragðið hlýtur að vera að ræða þær áhyggjur sem valda ótta og grennslast fyrir um áhyggjuefnin. Greina hvaða ótti á við rök að styðjast og hver ekki. Umræðan þarf að snúast um staðreyndir. Um sum óttaefnin ræði ég í annarri grein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Skoðun Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Sjá meira
Í umræðum formanna stjórnmálaflokkanna á kosninganótt lét ég þau ummæli falla að íslensk stjórnmál hefðu glatað sakleysi sínu með moskuútspili Framsóknarflokksins og eftirleik þess. Mig langar að skýra þetta frekar. Við viljum líta á okkur sem fordómalaust og umburðarlynt samfélag og eigum erfitt með að viðurkenna annað. Og víst er um það að um margt hefur íslenskt samfélag verið til fyrirmyndar. Nægir þar að nefna hversu hratt við höfum snúist frá fordómum til umburðarlyndis gagnvart samkynhneigðum. Og okkur finnst gott að halda þeirri hlið að umheiminum að við stöndum saman gegn fordómum, eins og best sást þegar við sendum Pollapönk til útlanda með þau skilaboð nú nýverið. En í þessu felst líka að við höfum kannski forðast að horfast í augu við það að fordómar eru til. Við sem höfum tekið þátt í stjórnmálum vitum það mætavel. Íslensk stjórnmál hafa hins vegar hingað til byggt á ákveðinni samstöðu um að gera þá ekki að pólitískum veiðilendum. Á því varð breyting í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Moskuútspil Framsóknarflokksins var vissulega eftirtektarvert fyrir það sem var beinlínis sagt en enn frekar fyrir það hvernig og hvenær það var sagt og hvernig því var leyft að liggja án skýringa til að gefa óttanum undir fótinn. Formanni flokksins – sem líka er forsætisráðherra landsins – var í lófa lagið að stemma þessa á að ósi en hann kaus beinlínis að gera það ekki. Með því tryggði hann flokknum ávinning af hinum hálfkveðnu vísum. Við höfum ýmis dæmi um sérkennilegan málflutning af hálfu Framsóknar að þessu leyti á undanförnum misserum. Þess vegna hlýtur Framsóknarflokkurinn að þurfa að skýra nákvæmlega afstöðu sína í útlendingamálum. Niðurstaða kosninganna er sú að útspil af þessum toga geta aflað stjórnmálaafli fylgis. Það er barnaskapur að halda að það gerist ekki aftur. Þvert á móti er árangur Framsóknarflokksins í Reykjavík nú þess eðlis að óhjákvæmilegt er að einhver öfl – ný eða gömul – munu róa á þessi mið fyrir næstu kosningar. Við því þarf að bregðast.Ræðum um staðreyndir Við verðum að takast á við þessa nýju stöðu og leggja betri grunn að umræðu um útlendinga og innflytjendur. Ísland liggur í þjóðbraut vegna breyttra atvinnuhátta. Land sem fær nú stærstan hluta útflutningstekna af ferðaþjónustu mun aldrei aftur geta verið lokað útlendingum með sama hætti og var fyrir opnun landsins með EES-samningnum. Land sem tekur á móti hátt í milljón ferðamönnum á ári getur aldrei aftur haft útlendingaeftirlit á skemmtistöðum og biðröð í vegabréfaskoðuninni eins og í gamla daga. Með sama hætti þurfum við sífellt fleira fólk til að vinna störf sem Íslendingar kjósa að vinna ekki. Sú þróun var hafin fyrir EES-samninginn og hún mun halda áfram þótt við myndum freista þess að loka okkur af. Það sem mestu skiptir er að það fólk og börn þess njóti ekki lakari kjara en Íslendingar og geti orðið hluti af íslensku samfélagi og öðlast möguleika á að afla sér menntunar og betri starfskjara, kynslóð fram af kynslóð. En við þurfum að viðurkenna að það er manninum eðlislægt að bera ótta í brjósti gagnvart hinu ókunna og þar með fólki af framandi uppruna og við getum ekki áfellst fólk fyrir þær tilfinningar. Viðbragðið hlýtur að vera að ræða þær áhyggjur sem valda ótta og grennslast fyrir um áhyggjuefnin. Greina hvaða ótti á við rök að styðjast og hver ekki. Umræðan þarf að snúast um staðreyndir. Um sum óttaefnin ræði ég í annarri grein.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar