Fagleg deiliskipulagsvinna við Skógafoss Ísólfur Gylfi Pálmason skrifar 5. júní 2014 07:00 Undanfarið hefur tillaga um breytingu á deiliskipulagi á Ytri-Skógum á svæðinu við Skógafoss verið í auglýsingu og kynningu. Í upphafi var kappkostað að ná samstöðu í sveitarstjórn um tillöguna en sú samstaða brást á ögurstundu. Ástæða breytingarinnar er sú að áhugasamir aðilar vilja fjárfesta í uppbyggingu á hóteli og aðrir í uppbyggingu á þjónustusvæði. Það er skylda sveitarstjórnar að sinna þeim sem vilja stuðla að atvinnuuppbyggingu og það er í raun hvatinn að breytingartillögunni en um leið að bregðast við stórauknum ferðamannastraumi á þessum fallega stað. Það er deginum ljósara að við verðum að vanda okkur mjög í þessu máli og í deiliskipulagstillögunni eru sett skýr ákvæði um mannvirkin og útlit þeirra. Nú hefur náðst samstaða sveitarstjórnar Rangárþings eystra að eftir að skipulagsnefnd sveitarfélagins hefur fengið í hendur athugasemdir við tillöguna, verði hún og athugasemdirnar sendar óháðum aðila til skoðunar, umfjöllunar og ráðgjafar. Þessir óháðu aðilar eru Rannsóknarmiðstöð í skipulagsfræðum við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Þegar niðurstöður rannsóknarmiðstöðvarinnar liggja fyrir mun skipulagsnefnd og síðan sveitarstjórn taka endanlega ákvörðun um framvindu málsins.Stóraukinn ferðamannastraumur Sveitarstjórn gerir sér grein fyrir að nauðsynlegt er að bregðast við stórauknum ferðamannastraumi við Skógafoss og reyndar víðar í sveitarfélaginu. Vegur, bílastæði og fleira þessu tengt er ekki lengur í takt við tímann og annar ekki þeirri umferð sem fer um svæðið. Ljóst er að ferðamenn sækja í aukna afþreyingu og þjónustu á ferðamannastöðum og eðlilegt er að atvinna og eftirtekja skapist af komu þeirra og heimsóknum til sveitarfélagins. Skýrt skal tekið fram að hér er um tillögur að ræða en ekki beinar ákvarðanir og sérstakt athugasemdaferli hefur átt sér stað eins og lög gera ráð fyrir. Með þessu viðbótarferli minnka líkur á að um óafturkræf „skipulagsslys“ verði að ræða og að fagleg sjónarmið ráði för en ekki tilfinningar eða hagsmunagæsla. Undirritaður hefur borið þessa aðferðafræði undir nokkra virta umhverfissinna sem telja hana til mikillar fyrirmyndar og að ljóst sé að hér sé um mjög fagleg vinnubrögð að ræða. Það skal skýrt tekið fram að sveitarfélagið fer með skipulagsvald við Skóga sem og annars staðar í sveitarfélaginu eins og lög gera ráð fyrir. Hins vegar þegar kemur að því að úthluta lóðum á Skógum er það í valdi héraðsnefnda Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu en ekki sveitarstjórnar Rangárþings eystra. Alls standa fimm sveitarfélög að héraðsnefndunum. Það er því ljós að umfjöllun um þetta mál er langt frá því að vera lokið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur tillaga um breytingu á deiliskipulagi á Ytri-Skógum á svæðinu við Skógafoss verið í auglýsingu og kynningu. Í upphafi var kappkostað að ná samstöðu í sveitarstjórn um tillöguna en sú samstaða brást á ögurstundu. Ástæða breytingarinnar er sú að áhugasamir aðilar vilja fjárfesta í uppbyggingu á hóteli og aðrir í uppbyggingu á þjónustusvæði. Það er skylda sveitarstjórnar að sinna þeim sem vilja stuðla að atvinnuuppbyggingu og það er í raun hvatinn að breytingartillögunni en um leið að bregðast við stórauknum ferðamannastraumi á þessum fallega stað. Það er deginum ljósara að við verðum að vanda okkur mjög í þessu máli og í deiliskipulagstillögunni eru sett skýr ákvæði um mannvirkin og útlit þeirra. Nú hefur náðst samstaða sveitarstjórnar Rangárþings eystra að eftir að skipulagsnefnd sveitarfélagins hefur fengið í hendur athugasemdir við tillöguna, verði hún og athugasemdirnar sendar óháðum aðila til skoðunar, umfjöllunar og ráðgjafar. Þessir óháðu aðilar eru Rannsóknarmiðstöð í skipulagsfræðum við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Þegar niðurstöður rannsóknarmiðstöðvarinnar liggja fyrir mun skipulagsnefnd og síðan sveitarstjórn taka endanlega ákvörðun um framvindu málsins.Stóraukinn ferðamannastraumur Sveitarstjórn gerir sér grein fyrir að nauðsynlegt er að bregðast við stórauknum ferðamannastraumi við Skógafoss og reyndar víðar í sveitarfélaginu. Vegur, bílastæði og fleira þessu tengt er ekki lengur í takt við tímann og annar ekki þeirri umferð sem fer um svæðið. Ljóst er að ferðamenn sækja í aukna afþreyingu og þjónustu á ferðamannastöðum og eðlilegt er að atvinna og eftirtekja skapist af komu þeirra og heimsóknum til sveitarfélagins. Skýrt skal tekið fram að hér er um tillögur að ræða en ekki beinar ákvarðanir og sérstakt athugasemdaferli hefur átt sér stað eins og lög gera ráð fyrir. Með þessu viðbótarferli minnka líkur á að um óafturkræf „skipulagsslys“ verði að ræða og að fagleg sjónarmið ráði för en ekki tilfinningar eða hagsmunagæsla. Undirritaður hefur borið þessa aðferðafræði undir nokkra virta umhverfissinna sem telja hana til mikillar fyrirmyndar og að ljóst sé að hér sé um mjög fagleg vinnubrögð að ræða. Það skal skýrt tekið fram að sveitarfélagið fer með skipulagsvald við Skóga sem og annars staðar í sveitarfélaginu eins og lög gera ráð fyrir. Hins vegar þegar kemur að því að úthluta lóðum á Skógum er það í valdi héraðsnefnda Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu en ekki sveitarstjórnar Rangárþings eystra. Alls standa fimm sveitarfélög að héraðsnefndunum. Það er því ljós að umfjöllun um þetta mál er langt frá því að vera lokið.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun