Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson var meðal fjölmargra gesta á íslensku tattúráðstefnunni sem fór fram á Bar 11 um helgina.
Hafþór fékk sér tvö húðflúr, annars vegar tilvitnun í kraftakarlinn Jón Pál Sigmarsson heitinn framan á sköflunginn og hins vegar mynd af Marilyn Monroe á kálfann.
Fjölmargir erlendir húðflúrlistamenn voru á ráðstefnunni að sýna listir sínar og ráku margir upp stór augu þegar Hafþór mætti á staðinn enda hefur hann náð heimsathygli eftir frammistöðu sína sem Sir Gregor Clegane, eða Fjallið, í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones.
Fjallið fékk sér flúr

Tengdar fréttir

Vinir þrátt fyrir hrottafengið atriði í Game of Thrones
Pedro Pascal og Hafþór Júlíus Björnsson í stuði á Instagram.

Hafþór Júlíus í viðtali við New York Post
"Ég meina, hver myndi ekki elska að leika Fjallið í Game of Thrones?“

„Viðurkenni alveg að ég var mjög stressaður“
Sterkasti maður Íslands, Hafþór Júlíus, fer með hlutverk Gregors Clegane í hinum geysivinsælu þáttum Game of Thrones og tekur sig vel út á sjónvarpsskjánum.