Tónlist

Ásgeir Trausti fær fjórar stjörnur í GAFFA

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Tónleikar Ásgeirs Trausta Í Kaupmannahöfn um síðustu helgi fá fjórar stjörnur í danska tónlistartímaritinu GAFFA.

Greinarhöfundurinn Anine Fuglesang segir að tónleikarnir hafi verið töfrum líkastir og tilfinningaþrungnir en heldur of stuttir. Þá segir hún að Ásgeir hafi einstaka hæfileika til að skapa svo fallega nærveru og innlifun að hann hafi valdið því að Anine fékk gæsahúð á tónleikunum.

„Ég er ekki í vafa um að glæst framtíð í tónlistarbransanum bíður Ásgeirs,“ skrifar Anine. „Komdu fljótt aftur Ásgeir,“ bætir hún við. 


Tengdar fréttir

Ásgeir spilar á Fuji Rock í Japan

Á hátíðinni koma fram mörg þungavigtarnöfn í tónlistinni eins og Kanye West, Damon Albarn, Franz Ferdinand og margir fleiri

Ásgeir toppar í Tókýó

Hann er í fyrsta sæti Tokio Hot 100 Chart listans með lagið sitt King and Cross, sem útvarpsstöðin J-Wave birti fyrir skömmu.

Ásgeir Trausti selur vel á iTunes

Platan er til að mynda í fyrsta sæti á lista iTunes yfir svokölluð Alternative Albums í Frakklandi, í öðru sæti í Hollandi og í þriðja sæti í Bretlandi og á Spáni.

Ásgeir og Lorde á sömu hátíð

Ásgeir, Lorde, Foals og London Grammar eru á meðal þeirra sem fram koma á tónleikahátíðinni We Love Green festival.

Ásgeir kemur fram á Ebba-verðlaununum

Ebba-verðlaunin fara fram síðar í dag en þar koma fram sigurvegarar hátíðarinnar og á meðal þeirra er okkur maður, Ásgeir Trausti.

Ásgeir fetar í fótspor Beyoncé

Ásgeir Trausti hefur gert samning við Columbia Records og fetar því í fótspor listamanna á borð við Beyoncé, Adele, John Mayer, Daft Punk og Depeche Mode

Ásgeir Trausti sigrar Japan

Ásgeir er í fyrsta sæti á Billboard Hot Oversea listanum í Japan með smáskífulagið King and Cross.

Ásgeir Trausti tekur Miley Cyrus

Ásgeir Trausti var gestur í hollenskum þætti þar sem hann spilaði eigin útgáfu af laginu Wrecking Ball.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×