Stærðfræðifóbía kennslukvenna bitnar á stelpum Ingibjörg Bára Sveinisdóttir skrifar 12. júní 2014 00:00 Stelpur sem voru harðar í þeirri afstöðu sinni að strákar væru góðir í stærðfræði en stelpur góðar í lestri voru talsvert NORDICPHOTOS/AFP Hræðsla kennslukvenna í grunnskólum við stærðfræði kemur sérstaklega niður á árangri stelpna í 1. og 2. bekk í stærðfræði. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar sem gerð var við sálfræðistofnun Háskólans í Chicago í Bandaríkjunum, sem greint er frá á vefnum forskning.no. Rannsóknin leiddi í ljós að ekkert samhengi var á milli frammistöðu nemenda og stærðfræðifóbíu kennara í upphafi skólaárs. En við lok skólaárs kom í ljós að því meiri sem hræðsla kennara við stærðfræði var, þeim mun harðari voru stelpur í þeirri afstöðu sinni að strákar væru góðir í stærðfræði en stelpur góðar í lestri. Stelpurnar sem voru á þessari skoðun voru talsvert lakari í stærðfræði en aðrar stelpur. Þær voru miklu lélegri í stærðfræði en strákarnir. Hinar stelpurnar voru hins vegar jafngóðar strákunum eða næstum því jafngóðar í stærðfræði og þeir.Freyja hreinsdóttir „kennslan verður ekki góð ef það skín í gegn að kennarinn er óöruggur í faginu.“Freyja Hreinsdóttir, stærðfræðingur og dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, segir það slæmt þegar fólk með stærðfræðifóbíu sé að kenna og yfirfæri hana kannski á nemendur. Hún segir kennara á sviðinu hafa barist fyrir því að allir kennaranemar læri stærðfræði. „Ein rökin eru þau að við viljum hjálpa fólki að vinna bug á þessari fóbíu. Kennslan verður ekki góð ef það skín í gegn að kennarinn er óöruggur í faginu. Fimm einingar í stærðfræði eru núna skyldunám hjá öllum kennaranemum.“ Freyja tekur það fram að almenn orðræða um að stærðfræði sé erfið og flókin hljóti að hafa neikvæð áhrif. „Það hefur til dæmis farið í taugarnar á mér þegar sungið er í sigurlagi Eurovision-keppninnar hér á landi burtu með fordóma, þetta er engin algebra. Þarna er í raun verið að gefa í skyn að algebra sé mjög flókin. Allt umhverfi og viðhorf foreldra til greinarinnar skiptir máli.“Guðný Helga GunnarsdóttirGuðný Helga Gunnarsdóttir, lektor í stærðfræðimenntun, segist verða vör við að sumir kennaranemar finni til vanmáttar gagnvart stærðfræði. „Við finnum vissulega fyrir óöryggi hjá þeim en ég get ekki sagt að við höfum fundið mun á strákum og stelpum í kennaranáminu hvað þetta varðar. Reyndar hafa aðeins örfáir strákar farið í gegnum námið á yngri barna kjörsviðinu, það er kennslu fyrir börn í 1. til 5. bekk.“ Guðný Helga bendir á að skyldunám í stærðfræði í framhaldsskólum hafi verið minnkað verulega. „Nemendur hafa möguleika á að dýpka þekkingu sína þegar þeir hefja kennaranámið. Mér finnst þeir frekar áhugasamir um að styrkja sig. Þeir eiga kost á að taka töluvert af námskeiðum þar sem fjallað er um stærðfræðinám ungra barna. Ég hef verið að kenna á námskeiðum þar sem mest er unnið að því að styrkja nemendur fræðilega. Þeir hafa getað valið slík námskeið frá en flestir taka þau.“ Að sögn Guðnýjar Helgu verða kennaranemar á yngri barna kjörsviðinu að taka 20 einingar um stærðfræðinám og kennslu. Þeir geta valið 20 einingar til viðbótar. Langflestir velja að minnsta kosti 10 einingar. Eurovision Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Hræðsla kennslukvenna í grunnskólum við stærðfræði kemur sérstaklega niður á árangri stelpna í 1. og 2. bekk í stærðfræði. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar sem gerð var við sálfræðistofnun Háskólans í Chicago í Bandaríkjunum, sem greint er frá á vefnum forskning.no. Rannsóknin leiddi í ljós að ekkert samhengi var á milli frammistöðu nemenda og stærðfræðifóbíu kennara í upphafi skólaárs. En við lok skólaárs kom í ljós að því meiri sem hræðsla kennara við stærðfræði var, þeim mun harðari voru stelpur í þeirri afstöðu sinni að strákar væru góðir í stærðfræði en stelpur góðar í lestri. Stelpurnar sem voru á þessari skoðun voru talsvert lakari í stærðfræði en aðrar stelpur. Þær voru miklu lélegri í stærðfræði en strákarnir. Hinar stelpurnar voru hins vegar jafngóðar strákunum eða næstum því jafngóðar í stærðfræði og þeir.Freyja hreinsdóttir „kennslan verður ekki góð ef það skín í gegn að kennarinn er óöruggur í faginu.“Freyja Hreinsdóttir, stærðfræðingur og dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, segir það slæmt þegar fólk með stærðfræðifóbíu sé að kenna og yfirfæri hana kannski á nemendur. Hún segir kennara á sviðinu hafa barist fyrir því að allir kennaranemar læri stærðfræði. „Ein rökin eru þau að við viljum hjálpa fólki að vinna bug á þessari fóbíu. Kennslan verður ekki góð ef það skín í gegn að kennarinn er óöruggur í faginu. Fimm einingar í stærðfræði eru núna skyldunám hjá öllum kennaranemum.“ Freyja tekur það fram að almenn orðræða um að stærðfræði sé erfið og flókin hljóti að hafa neikvæð áhrif. „Það hefur til dæmis farið í taugarnar á mér þegar sungið er í sigurlagi Eurovision-keppninnar hér á landi burtu með fordóma, þetta er engin algebra. Þarna er í raun verið að gefa í skyn að algebra sé mjög flókin. Allt umhverfi og viðhorf foreldra til greinarinnar skiptir máli.“Guðný Helga GunnarsdóttirGuðný Helga Gunnarsdóttir, lektor í stærðfræðimenntun, segist verða vör við að sumir kennaranemar finni til vanmáttar gagnvart stærðfræði. „Við finnum vissulega fyrir óöryggi hjá þeim en ég get ekki sagt að við höfum fundið mun á strákum og stelpum í kennaranáminu hvað þetta varðar. Reyndar hafa aðeins örfáir strákar farið í gegnum námið á yngri barna kjörsviðinu, það er kennslu fyrir börn í 1. til 5. bekk.“ Guðný Helga bendir á að skyldunám í stærðfræði í framhaldsskólum hafi verið minnkað verulega. „Nemendur hafa möguleika á að dýpka þekkingu sína þegar þeir hefja kennaranámið. Mér finnst þeir frekar áhugasamir um að styrkja sig. Þeir eiga kost á að taka töluvert af námskeiðum þar sem fjallað er um stærðfræðinám ungra barna. Ég hef verið að kenna á námskeiðum þar sem mest er unnið að því að styrkja nemendur fræðilega. Þeir hafa getað valið slík námskeið frá en flestir taka þau.“ Að sögn Guðnýjar Helgu verða kennaranemar á yngri barna kjörsviðinu að taka 20 einingar um stærðfræðinám og kennslu. Þeir geta valið 20 einingar til viðbótar. Langflestir velja að minnsta kosti 10 einingar.
Eurovision Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira