Erlent

ESB rannsakar skattamál Apple og Starbucks

Bjarki Ármannsson skrifar
Joaquin Almunia, stjóri samkeppniseftirlits Evrópusambandsins, greinir frá rannsókninni í Brussel í gær.
Joaquin Almunia, stjóri samkeppniseftirlits Evrópusambandsins, greinir frá rannsókninni í Brussel í gær. Vísir/AFP
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að rannsaka alþjóðlegu fyrirtækin Apple, Starbucks og Fiat í tengslum við skattasamkomulag þeirra við þrjú lönd í Evrópusambandinu.

Frá þessu greinir BBC. Löndin sem um ræðir eru Írland, Holland og Lúxemborg. Í fyrra sakaði rannsóknarteymi bandaríska öldungaþingsins Írland um að veita Apple sérstaka meðferð í skattamálum.

Framkvæmdastjórnin mun kanna hvort skattamál fyrirtækjanna standist reglugerðir Evrópusambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×