Reyna aftur að sprengja Hörpu upp Gunnar Leó Pálsson skrifar 12. júní 2014 10:00 Hljómsveitin Dimma ætlar að sprengja talsvert magn af sprengjum á útgáfutónleikunum í kvöld. mynd/Brynjar Snær „Við ætlum allavega að reyna að sprengja upp Hörpuna, við reyndum það í fyrra og það munaði litlu þá,“ segir Birgir Jónsson, trommuleikari hljómsveitarinnar Dimmu, en sveitin heldur útgáfutónleika í Hörpu í kvöld. Sveitin gaf út sína fjórðu stóru hljóðversplötu fyrir skömmu og ber hún nafnið Vélráð. Sveitin ætlar að fagna henni með tónleikum víðs vegar um landið. „Á tónleikum okkar í Hörpu í fyrra komumst við yfir einhvern sprengjulager frá því Iron Maiden komu hingað til lands, enda fór eldvarnakerfið þrisvar sinnum í gang hjá okkur í fyrra. Við ætlum að reyna að gera enn betur í ár og erum með mjög flottar sprengjur tilbúnar,“ útskýrir Birgir. Hann segir það ekki tekið upp úr götunni að nota slíkar sprengjur á tónleikum. „Það þarf að fá sérstakt sprengjuleyfi og það er maður sem sér eingöngu um þetta. Maður fer ekkert í að græja þetta daginn fyrir gigg.“ Tónleikarnir í Hörpu hefjast klukkan 20.00 en sveitin kemur svo fram á Græna hattinum á Akureyri á föstudagskvöldið. „Við verðum mjög duglegir í sumar og erum með um þrjátíu tónleika bókaða fram að hausti,“ bætir Birgi við. Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Við ætlum allavega að reyna að sprengja upp Hörpuna, við reyndum það í fyrra og það munaði litlu þá,“ segir Birgir Jónsson, trommuleikari hljómsveitarinnar Dimmu, en sveitin heldur útgáfutónleika í Hörpu í kvöld. Sveitin gaf út sína fjórðu stóru hljóðversplötu fyrir skömmu og ber hún nafnið Vélráð. Sveitin ætlar að fagna henni með tónleikum víðs vegar um landið. „Á tónleikum okkar í Hörpu í fyrra komumst við yfir einhvern sprengjulager frá því Iron Maiden komu hingað til lands, enda fór eldvarnakerfið þrisvar sinnum í gang hjá okkur í fyrra. Við ætlum að reyna að gera enn betur í ár og erum með mjög flottar sprengjur tilbúnar,“ útskýrir Birgir. Hann segir það ekki tekið upp úr götunni að nota slíkar sprengjur á tónleikum. „Það þarf að fá sérstakt sprengjuleyfi og það er maður sem sér eingöngu um þetta. Maður fer ekkert í að græja þetta daginn fyrir gigg.“ Tónleikarnir í Hörpu hefjast klukkan 20.00 en sveitin kemur svo fram á Græna hattinum á Akureyri á föstudagskvöldið. „Við verðum mjög duglegir í sumar og erum með um þrjátíu tónleika bókaða fram að hausti,“ bætir Birgi við.
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira