Mikil aukning vindorku í Noregi Einar Sveinbjörnsson skrifar 16. júní 2014 07:00 Augu manna hafa verið að opnast fyrir því að í vindinum gæti falist auðlind sem nýta má á hagkvæman hátt til raforkuvinnslu. Landsvirkjun hefur bent á að vindorka gæti orðið þriðja stoðin í raforkuframleiðslu landsmanna og tilraunir á Hafinu ofan Búrfells lofa góðu. Fyrir skemmstu skoðaði ég vindorkugarð (eða vindlund, sbr. trjálund) í Þrændalögum í Noregi. Hitra (520 km²) er ein af stærri eyjum strandlengjunnar og þar getur blásið hressilega. Íbúar Hitra eru um 4.200 talsins og starfa m.a. við laxeldi, sem er stórtækt á þessum slóðum. Eyjan er þekktur ferðamannastaður og fjöldi Þjóðverja kemur á sumrin til handfæraveiða líkt og vinsælt er hér. Tæplega sex kílómetra neðansjávargöng tengja síðan eyjuna við fastalandið og minna þau ískyggilega á okkar Hvalfjarðargöng. Fyrir 10 árum voru reistar á miðri eyjunni, þar sem hún er hæst, 24 vindmyllur með nefhjóli í 70 metra hæð. Aflgeta hverrar er 2,3 MW og vindgarðurinn er í um 300 metra hæð á klapparholtum ofan við gisið skóglendi. Raforkuframleiðslan hefur gengið það vel að nú verður stækkað, bætt við 20 möstrum og heildaraflgetan fer í 115 MW. Orkufyrirtækið SAE vind sem rekur vindgarðinn er í 61% eigu Statkraft (hin norska Landsvirkjun) og orkufélag á vegum sveitarfélaga í S-Noregi á afganginn. Hitra er einn elsti af 11 sambærilegum vindorkugörðum í rekstri við sjávarsíðuna, allt frá Suður-Noregi og norður í Finnmörku. Reynslan er það góð að fjölmargir nýir vindlundir eru í undirbúningi. Fylkisstjórnin í Suður-Þrændalögum vinnur eftir eigin orkustefnu þar sem stefnt er að því að vindorkan verði nýtt á fáum, en stórum svæðum. Mest á lágum fjöllum í 300-400 metra hæð þar sem sýnileiki þeirra í umhverfinu þykir hvað minnstur. Stefnt er allt að 2 TWh í orkuvinnslu með vindi í fylkinu árið 2020 og ætla Norðmenn að vinnslan gæti orðið árlega 6-8 TWh í heild sinni. Til samanburðar er heildarraforkuvinnsla á Íslandi 17-18 TWh á ári um þessar mundir.Hár framleiðslukostnaður Fjárfesting við fjölgun vindrafstöðva á Hitra ásamt tengingum við flutningsnetið er áætluð um 760 millj. NOK. Það samsvarar um 250 millj.IKr á hvert uppsett MW vindorku. SAE vind áætlar að framleiðslukostnaður sé um 10 til 11 IKr á kWh (0,53-0.58 NOK). Ég er nokkuð viss um að á íslenskan mælikvarða þykir það frekar hátt. En engar framkvæmdir eru án umhverfisáhrifa. Á Hitra hefur verið fylgst náið með fugladauða og þjálfaðir hundar látnir leita reglulega. Stofn rjúpu er sterkur, enda blasti við þróttmikið lynglendi hvar sem farið var um eyjuna. Starfsemin virðist ekki trufla rjúpuna, en hins vegar hafa í allt 5 hafernir fundist örendir í grennd við vindmyllurnar. Jarðvegsrask er lítið sé rétt staðið að málum og vindmyllur eru fjarlægðar eftir að þær hafa lokið hlutverki sínu. Nýting vindorku er vistvæn í öllu tilliti og rétt eins og vatnsorka losar hún ekki gróðurhúsalofttegundir. Í annarri grein verður fjallað um möguleika á vindorku hér á landi. Bæði mikil tækifæri sem bíða okkar og þær takmarkanir sem fylgja breytilegum vindinum og samkeppnisforskoti vatnsorku og einnig jarðvarma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Augu manna hafa verið að opnast fyrir því að í vindinum gæti falist auðlind sem nýta má á hagkvæman hátt til raforkuvinnslu. Landsvirkjun hefur bent á að vindorka gæti orðið þriðja stoðin í raforkuframleiðslu landsmanna og tilraunir á Hafinu ofan Búrfells lofa góðu. Fyrir skemmstu skoðaði ég vindorkugarð (eða vindlund, sbr. trjálund) í Þrændalögum í Noregi. Hitra (520 km²) er ein af stærri eyjum strandlengjunnar og þar getur blásið hressilega. Íbúar Hitra eru um 4.200 talsins og starfa m.a. við laxeldi, sem er stórtækt á þessum slóðum. Eyjan er þekktur ferðamannastaður og fjöldi Þjóðverja kemur á sumrin til handfæraveiða líkt og vinsælt er hér. Tæplega sex kílómetra neðansjávargöng tengja síðan eyjuna við fastalandið og minna þau ískyggilega á okkar Hvalfjarðargöng. Fyrir 10 árum voru reistar á miðri eyjunni, þar sem hún er hæst, 24 vindmyllur með nefhjóli í 70 metra hæð. Aflgeta hverrar er 2,3 MW og vindgarðurinn er í um 300 metra hæð á klapparholtum ofan við gisið skóglendi. Raforkuframleiðslan hefur gengið það vel að nú verður stækkað, bætt við 20 möstrum og heildaraflgetan fer í 115 MW. Orkufyrirtækið SAE vind sem rekur vindgarðinn er í 61% eigu Statkraft (hin norska Landsvirkjun) og orkufélag á vegum sveitarfélaga í S-Noregi á afganginn. Hitra er einn elsti af 11 sambærilegum vindorkugörðum í rekstri við sjávarsíðuna, allt frá Suður-Noregi og norður í Finnmörku. Reynslan er það góð að fjölmargir nýir vindlundir eru í undirbúningi. Fylkisstjórnin í Suður-Þrændalögum vinnur eftir eigin orkustefnu þar sem stefnt er að því að vindorkan verði nýtt á fáum, en stórum svæðum. Mest á lágum fjöllum í 300-400 metra hæð þar sem sýnileiki þeirra í umhverfinu þykir hvað minnstur. Stefnt er allt að 2 TWh í orkuvinnslu með vindi í fylkinu árið 2020 og ætla Norðmenn að vinnslan gæti orðið árlega 6-8 TWh í heild sinni. Til samanburðar er heildarraforkuvinnsla á Íslandi 17-18 TWh á ári um þessar mundir.Hár framleiðslukostnaður Fjárfesting við fjölgun vindrafstöðva á Hitra ásamt tengingum við flutningsnetið er áætluð um 760 millj. NOK. Það samsvarar um 250 millj.IKr á hvert uppsett MW vindorku. SAE vind áætlar að framleiðslukostnaður sé um 10 til 11 IKr á kWh (0,53-0.58 NOK). Ég er nokkuð viss um að á íslenskan mælikvarða þykir það frekar hátt. En engar framkvæmdir eru án umhverfisáhrifa. Á Hitra hefur verið fylgst náið með fugladauða og þjálfaðir hundar látnir leita reglulega. Stofn rjúpu er sterkur, enda blasti við þróttmikið lynglendi hvar sem farið var um eyjuna. Starfsemin virðist ekki trufla rjúpuna, en hins vegar hafa í allt 5 hafernir fundist örendir í grennd við vindmyllurnar. Jarðvegsrask er lítið sé rétt staðið að málum og vindmyllur eru fjarlægðar eftir að þær hafa lokið hlutverki sínu. Nýting vindorku er vistvæn í öllu tilliti og rétt eins og vatnsorka losar hún ekki gróðurhúsalofttegundir. Í annarri grein verður fjallað um möguleika á vindorku hér á landi. Bæði mikil tækifæri sem bíða okkar og þær takmarkanir sem fylgja breytilegum vindinum og samkeppnisforskoti vatnsorku og einnig jarðvarma.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun