Samkeppni í flugrekstri Mikael Torfason skrifar 18. júní 2014 00:00 Icelandair hefur átt í stökustu vandræðum með að ná samningum við starfsfólk sitt. Ferðaáætlanir þúsunda ferðalanga röskuðust í stuttum verkfallsaðgerðum flugmanna fyrirtækisins sem endaði með því að alþingi setti lög sem bönnuðu verkfallið. Það hlýtur að vera þungbært fyrir ríkisstjórnina að þurfa að grípa inn í frjálsa samninga á vinnumarkaði – og mætti hafa meiri samúð með stjórnmálamönnum ef þeir hefðu ekki spilað því trompi út vegna verkfalls undirmanna á Herjólfi. Nú þarf að setja lög á flugvirkja en á mánudag lögðu flugvirkjar niður vinnu í einn dag og þá þurfti að fella niður 65 flugferðir hjá Icelandair. Það hafði áhrif á ferðaáætlanir þúsunda farþega. Við megum prísa okkur sæl að flugfreyjur hjá Icelandair undirrituðu kjarasamning nýlega. Eðlilegt er að líta á verkfallsréttinn sem heilagan. En flugmenn nutu lítillar samúðar meðal almennings; flugmenn eru með tiltölulega há laun sé litið til meðaltals launa auk þess sem flestir áttuðu sig á því að þjóðfélagið allt var að verða af miklum gjaldeyristekjum vegna þessa. Verkfall flugmanna, eins og annarra sem geta haldið flugsamgöngum til og frá landinu í gíslingu, hafði mikil áhrif þótt stutt væri. Aðilar í ferðaþjónustunni segja að hver einasti klukkutími hafi áhrif. Við getum öll sett okkur í spor ferðalanga sem ferðast til ókunnugs lands og eru í óvissu um hvort þeir yfirhöfuð komist á áfangastað eða heim aftur. Ímynd Íslands sem ferðamannalands stórskaðaðist. Samtök ferðaþjónustunnar skoruðu á flugvirkja og Icelandair að ná samningum áður en til boðaðs verkfalls kæmi í dag. Ábyrgð samningsaðila er enda mikil. Í tilkynningu frá Samtökum ferðaþjónustunnar segir að ímynd og orðspor Íslands sem ferðamannastaðar sé í mikilli hættu, „enda eru öruggar samgöngur til og frá landinu eitthvað sem verður að vera hægt að treysta á“. Hátekjuhópar, sem eru í þeirri stöðu að geta lamað þjóðfélagið allt og valdið því stórfelldum skaða, ættu að fara varlega í að beita verkfallsréttinum. Í það minnsta vilji þeir njóta samúðar og virðingar í samfélaginu. Þó er vert að undirstrika að „sanngjörn“ laun eru afstæð. Ef fyrirtæki græðir á tá og fingri er betra að starfsfólk njóti þess. Sjálfsagt er að líta til þess, sem og þess að verkfallsaðgerðir hafa leitt í ljós hversu stórt Icelandair er á íslenskum markaði. Þetta er ekkert venjulegt fyrirtæki. Hér fer allt á hliðina ef starfsfólk leggur þar niður vinnuna enda er það svo að mikill meirihluti þeirra farþegavéla sem fljúga með farþega til og frá Íslandi eru vélar Icelandair. Það er gott fyrir ferðaþjónustuna og farþega að alþingi setji lög á verkföll starfsfólks hjá Icelandair. En er það endilega til eftirbreytni? Myndi alþingi vera kallað saman til að setja lög á verkfall flugfreyja hjá WOW air? Ef ríkisvaldið beitir sér því aðeins að verkfallsaðgerðir hafi veruleg áhrif á þjóðarhag, eða volduga aðila í samfélaginu, þá hljóta menn að endurskoða hvers eðlis hinn heilagi verkfallsréttur er. Verkföll flugmanna og flugvirkja hjá Icelandair benda hins vegar ótvírætt til þess að hér sé vert að hlúa betur að samkeppninni. Í raun er óásættanlegt að eitt fyrirtæki geti haldið hér öllu í gíslingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Skoðun Skoðun Kennarar á krossgötum Karen Dögg Úlfarsdóttir Braun skrifar Skoðun Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ingibergur Valgarðsson skrifar Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Icelandair hefur átt í stökustu vandræðum með að ná samningum við starfsfólk sitt. Ferðaáætlanir þúsunda ferðalanga röskuðust í stuttum verkfallsaðgerðum flugmanna fyrirtækisins sem endaði með því að alþingi setti lög sem bönnuðu verkfallið. Það hlýtur að vera þungbært fyrir ríkisstjórnina að þurfa að grípa inn í frjálsa samninga á vinnumarkaði – og mætti hafa meiri samúð með stjórnmálamönnum ef þeir hefðu ekki spilað því trompi út vegna verkfalls undirmanna á Herjólfi. Nú þarf að setja lög á flugvirkja en á mánudag lögðu flugvirkjar niður vinnu í einn dag og þá þurfti að fella niður 65 flugferðir hjá Icelandair. Það hafði áhrif á ferðaáætlanir þúsunda farþega. Við megum prísa okkur sæl að flugfreyjur hjá Icelandair undirrituðu kjarasamning nýlega. Eðlilegt er að líta á verkfallsréttinn sem heilagan. En flugmenn nutu lítillar samúðar meðal almennings; flugmenn eru með tiltölulega há laun sé litið til meðaltals launa auk þess sem flestir áttuðu sig á því að þjóðfélagið allt var að verða af miklum gjaldeyristekjum vegna þessa. Verkfall flugmanna, eins og annarra sem geta haldið flugsamgöngum til og frá landinu í gíslingu, hafði mikil áhrif þótt stutt væri. Aðilar í ferðaþjónustunni segja að hver einasti klukkutími hafi áhrif. Við getum öll sett okkur í spor ferðalanga sem ferðast til ókunnugs lands og eru í óvissu um hvort þeir yfirhöfuð komist á áfangastað eða heim aftur. Ímynd Íslands sem ferðamannalands stórskaðaðist. Samtök ferðaþjónustunnar skoruðu á flugvirkja og Icelandair að ná samningum áður en til boðaðs verkfalls kæmi í dag. Ábyrgð samningsaðila er enda mikil. Í tilkynningu frá Samtökum ferðaþjónustunnar segir að ímynd og orðspor Íslands sem ferðamannastaðar sé í mikilli hættu, „enda eru öruggar samgöngur til og frá landinu eitthvað sem verður að vera hægt að treysta á“. Hátekjuhópar, sem eru í þeirri stöðu að geta lamað þjóðfélagið allt og valdið því stórfelldum skaða, ættu að fara varlega í að beita verkfallsréttinum. Í það minnsta vilji þeir njóta samúðar og virðingar í samfélaginu. Þó er vert að undirstrika að „sanngjörn“ laun eru afstæð. Ef fyrirtæki græðir á tá og fingri er betra að starfsfólk njóti þess. Sjálfsagt er að líta til þess, sem og þess að verkfallsaðgerðir hafa leitt í ljós hversu stórt Icelandair er á íslenskum markaði. Þetta er ekkert venjulegt fyrirtæki. Hér fer allt á hliðina ef starfsfólk leggur þar niður vinnuna enda er það svo að mikill meirihluti þeirra farþegavéla sem fljúga með farþega til og frá Íslandi eru vélar Icelandair. Það er gott fyrir ferðaþjónustuna og farþega að alþingi setji lög á verkföll starfsfólks hjá Icelandair. En er það endilega til eftirbreytni? Myndi alþingi vera kallað saman til að setja lög á verkfall flugfreyja hjá WOW air? Ef ríkisvaldið beitir sér því aðeins að verkfallsaðgerðir hafi veruleg áhrif á þjóðarhag, eða volduga aðila í samfélaginu, þá hljóta menn að endurskoða hvers eðlis hinn heilagi verkfallsréttur er. Verkföll flugmanna og flugvirkja hjá Icelandair benda hins vegar ótvírætt til þess að hér sé vert að hlúa betur að samkeppninni. Í raun er óásættanlegt að eitt fyrirtæki geti haldið hér öllu í gíslingu.
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun