Samkeppni í flugrekstri Mikael Torfason skrifar 18. júní 2014 00:00 Icelandair hefur átt í stökustu vandræðum með að ná samningum við starfsfólk sitt. Ferðaáætlanir þúsunda ferðalanga röskuðust í stuttum verkfallsaðgerðum flugmanna fyrirtækisins sem endaði með því að alþingi setti lög sem bönnuðu verkfallið. Það hlýtur að vera þungbært fyrir ríkisstjórnina að þurfa að grípa inn í frjálsa samninga á vinnumarkaði – og mætti hafa meiri samúð með stjórnmálamönnum ef þeir hefðu ekki spilað því trompi út vegna verkfalls undirmanna á Herjólfi. Nú þarf að setja lög á flugvirkja en á mánudag lögðu flugvirkjar niður vinnu í einn dag og þá þurfti að fella niður 65 flugferðir hjá Icelandair. Það hafði áhrif á ferðaáætlanir þúsunda farþega. Við megum prísa okkur sæl að flugfreyjur hjá Icelandair undirrituðu kjarasamning nýlega. Eðlilegt er að líta á verkfallsréttinn sem heilagan. En flugmenn nutu lítillar samúðar meðal almennings; flugmenn eru með tiltölulega há laun sé litið til meðaltals launa auk þess sem flestir áttuðu sig á því að þjóðfélagið allt var að verða af miklum gjaldeyristekjum vegna þessa. Verkfall flugmanna, eins og annarra sem geta haldið flugsamgöngum til og frá landinu í gíslingu, hafði mikil áhrif þótt stutt væri. Aðilar í ferðaþjónustunni segja að hver einasti klukkutími hafi áhrif. Við getum öll sett okkur í spor ferðalanga sem ferðast til ókunnugs lands og eru í óvissu um hvort þeir yfirhöfuð komist á áfangastað eða heim aftur. Ímynd Íslands sem ferðamannalands stórskaðaðist. Samtök ferðaþjónustunnar skoruðu á flugvirkja og Icelandair að ná samningum áður en til boðaðs verkfalls kæmi í dag. Ábyrgð samningsaðila er enda mikil. Í tilkynningu frá Samtökum ferðaþjónustunnar segir að ímynd og orðspor Íslands sem ferðamannastaðar sé í mikilli hættu, „enda eru öruggar samgöngur til og frá landinu eitthvað sem verður að vera hægt að treysta á“. Hátekjuhópar, sem eru í þeirri stöðu að geta lamað þjóðfélagið allt og valdið því stórfelldum skaða, ættu að fara varlega í að beita verkfallsréttinum. Í það minnsta vilji þeir njóta samúðar og virðingar í samfélaginu. Þó er vert að undirstrika að „sanngjörn“ laun eru afstæð. Ef fyrirtæki græðir á tá og fingri er betra að starfsfólk njóti þess. Sjálfsagt er að líta til þess, sem og þess að verkfallsaðgerðir hafa leitt í ljós hversu stórt Icelandair er á íslenskum markaði. Þetta er ekkert venjulegt fyrirtæki. Hér fer allt á hliðina ef starfsfólk leggur þar niður vinnuna enda er það svo að mikill meirihluti þeirra farþegavéla sem fljúga með farþega til og frá Íslandi eru vélar Icelandair. Það er gott fyrir ferðaþjónustuna og farþega að alþingi setji lög á verkföll starfsfólks hjá Icelandair. En er það endilega til eftirbreytni? Myndi alþingi vera kallað saman til að setja lög á verkfall flugfreyja hjá WOW air? Ef ríkisvaldið beitir sér því aðeins að verkfallsaðgerðir hafi veruleg áhrif á þjóðarhag, eða volduga aðila í samfélaginu, þá hljóta menn að endurskoða hvers eðlis hinn heilagi verkfallsréttur er. Verkföll flugmanna og flugvirkja hjá Icelandair benda hins vegar ótvírætt til þess að hér sé vert að hlúa betur að samkeppninni. Í raun er óásættanlegt að eitt fyrirtæki geti haldið hér öllu í gíslingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Sjá meira
Icelandair hefur átt í stökustu vandræðum með að ná samningum við starfsfólk sitt. Ferðaáætlanir þúsunda ferðalanga röskuðust í stuttum verkfallsaðgerðum flugmanna fyrirtækisins sem endaði með því að alþingi setti lög sem bönnuðu verkfallið. Það hlýtur að vera þungbært fyrir ríkisstjórnina að þurfa að grípa inn í frjálsa samninga á vinnumarkaði – og mætti hafa meiri samúð með stjórnmálamönnum ef þeir hefðu ekki spilað því trompi út vegna verkfalls undirmanna á Herjólfi. Nú þarf að setja lög á flugvirkja en á mánudag lögðu flugvirkjar niður vinnu í einn dag og þá þurfti að fella niður 65 flugferðir hjá Icelandair. Það hafði áhrif á ferðaáætlanir þúsunda farþega. Við megum prísa okkur sæl að flugfreyjur hjá Icelandair undirrituðu kjarasamning nýlega. Eðlilegt er að líta á verkfallsréttinn sem heilagan. En flugmenn nutu lítillar samúðar meðal almennings; flugmenn eru með tiltölulega há laun sé litið til meðaltals launa auk þess sem flestir áttuðu sig á því að þjóðfélagið allt var að verða af miklum gjaldeyristekjum vegna þessa. Verkfall flugmanna, eins og annarra sem geta haldið flugsamgöngum til og frá landinu í gíslingu, hafði mikil áhrif þótt stutt væri. Aðilar í ferðaþjónustunni segja að hver einasti klukkutími hafi áhrif. Við getum öll sett okkur í spor ferðalanga sem ferðast til ókunnugs lands og eru í óvissu um hvort þeir yfirhöfuð komist á áfangastað eða heim aftur. Ímynd Íslands sem ferðamannalands stórskaðaðist. Samtök ferðaþjónustunnar skoruðu á flugvirkja og Icelandair að ná samningum áður en til boðaðs verkfalls kæmi í dag. Ábyrgð samningsaðila er enda mikil. Í tilkynningu frá Samtökum ferðaþjónustunnar segir að ímynd og orðspor Íslands sem ferðamannastaðar sé í mikilli hættu, „enda eru öruggar samgöngur til og frá landinu eitthvað sem verður að vera hægt að treysta á“. Hátekjuhópar, sem eru í þeirri stöðu að geta lamað þjóðfélagið allt og valdið því stórfelldum skaða, ættu að fara varlega í að beita verkfallsréttinum. Í það minnsta vilji þeir njóta samúðar og virðingar í samfélaginu. Þó er vert að undirstrika að „sanngjörn“ laun eru afstæð. Ef fyrirtæki græðir á tá og fingri er betra að starfsfólk njóti þess. Sjálfsagt er að líta til þess, sem og þess að verkfallsaðgerðir hafa leitt í ljós hversu stórt Icelandair er á íslenskum markaði. Þetta er ekkert venjulegt fyrirtæki. Hér fer allt á hliðina ef starfsfólk leggur þar niður vinnuna enda er það svo að mikill meirihluti þeirra farþegavéla sem fljúga með farþega til og frá Íslandi eru vélar Icelandair. Það er gott fyrir ferðaþjónustuna og farþega að alþingi setji lög á verkföll starfsfólks hjá Icelandair. En er það endilega til eftirbreytni? Myndi alþingi vera kallað saman til að setja lög á verkfall flugfreyja hjá WOW air? Ef ríkisvaldið beitir sér því aðeins að verkfallsaðgerðir hafi veruleg áhrif á þjóðarhag, eða volduga aðila í samfélaginu, þá hljóta menn að endurskoða hvers eðlis hinn heilagi verkfallsréttur er. Verkföll flugmanna og flugvirkja hjá Icelandair benda hins vegar ótvírætt til þess að hér sé vert að hlúa betur að samkeppninni. Í raun er óásættanlegt að eitt fyrirtæki geti haldið hér öllu í gíslingu.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun