Kemur til Íslands frá Kína bara til að tjalda Gunnar Leó Pálsson skrifar 19. júní 2014 10:00 Ernir Skorri Pétursson leggur lögfræðina til hliðar til að slá upp tjöldum fyrir þyrsta útihátíðargesti. mynd/einkasafn „Það er orðin hefð hjá mér að koma til landsins til þess að tjalda fyrir þyrsta útihátíðargesti,“ segir lögfræðingurinn og tjaldarinn Ernir Skorri Pétursson en hann á fyrirtækið Rentatent.is ásamt frænda sínum Arnari Bjartmarz. Ernir Skorri hefur verið búsettur í Kína undanfarin ár þar sem hann stundar nám og vinnu en hann kemur þó á hverju sumri til landsins til þess að setja upp tjöld á vel völdum útihátíðum. „Sumarið kemur ekki hjá mér fyrr en ég hef hent upp nokkrum tjöldum.“ Rentatent.is sérhæfir sig í að leigja út tjöld á stærstu útihátíðum landsins og hefur verið starfrækt síðan sumarið 2012. Fyrirtækið er þó meira en bara tjaldleiga og er markmiðið hjá eigendunum að viðskiptavinir þeirra upplifi sig sem gesti á hóteli án þess þó að sjarminn sem fylgir útilegum fari forgörðum. „Fólk einfaldlega fer á heimasíðuna okkar og velur sér tjald og aukabúnað á borð við dýnur, svefnpoka og kodda. Í kjölfarið mætir viðkomandi áhyggjulaus á útihátíðina og þá erum við búnir að tjalda tjaldinu, blása í dýnuna og búa um. Í lok hátíðar göngum við svo frá öllu og tökum til.“Arnar Bjartmarz á fyrirtækið Rentatent.is.mynd/einkasafnÞeir félagar byrjuðu á Bestu útihátíðinni sumarið 2012 og hafa svo verið að bæta við sig hátíðum og verða á nokkrum hátíðum í sumar. „Við verðum á Secret Solstice-hátíðinni í Reykjavík, ATP-tónlistarhátíðinni í Reykjanesbæ og á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum,“ bætir Ernir Skorri við. Hann segir þetta alltaf hafa gengið mjög vel og að eftirspurnin hafi aukist jafnt og þétt. „Við leggjum mikla áherslu á að bæta þjónustuna með hverju árinu og erum til dæmis að útbúa sérstaka stöð til að hlaða farsíma, skoða útfærslu sem mun gera fólki kleift að kæla drykkina sína og svo erum við að bíða eftir leyfi frá Persónuvernd fyrir uppsetningu öryggismyndavéla.“ Hann segir að sú nýjung sem þó eigi eflaust eftir að gleðja hvað mest sé sú að þeir ætli að bjóða upp á frítt kaffi sem sé mikið þarfaþing hjá kúnnum þeirra í morgunsárið. ATP í Keflavík Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
„Það er orðin hefð hjá mér að koma til landsins til þess að tjalda fyrir þyrsta útihátíðargesti,“ segir lögfræðingurinn og tjaldarinn Ernir Skorri Pétursson en hann á fyrirtækið Rentatent.is ásamt frænda sínum Arnari Bjartmarz. Ernir Skorri hefur verið búsettur í Kína undanfarin ár þar sem hann stundar nám og vinnu en hann kemur þó á hverju sumri til landsins til þess að setja upp tjöld á vel völdum útihátíðum. „Sumarið kemur ekki hjá mér fyrr en ég hef hent upp nokkrum tjöldum.“ Rentatent.is sérhæfir sig í að leigja út tjöld á stærstu útihátíðum landsins og hefur verið starfrækt síðan sumarið 2012. Fyrirtækið er þó meira en bara tjaldleiga og er markmiðið hjá eigendunum að viðskiptavinir þeirra upplifi sig sem gesti á hóteli án þess þó að sjarminn sem fylgir útilegum fari forgörðum. „Fólk einfaldlega fer á heimasíðuna okkar og velur sér tjald og aukabúnað á borð við dýnur, svefnpoka og kodda. Í kjölfarið mætir viðkomandi áhyggjulaus á útihátíðina og þá erum við búnir að tjalda tjaldinu, blása í dýnuna og búa um. Í lok hátíðar göngum við svo frá öllu og tökum til.“Arnar Bjartmarz á fyrirtækið Rentatent.is.mynd/einkasafnÞeir félagar byrjuðu á Bestu útihátíðinni sumarið 2012 og hafa svo verið að bæta við sig hátíðum og verða á nokkrum hátíðum í sumar. „Við verðum á Secret Solstice-hátíðinni í Reykjavík, ATP-tónlistarhátíðinni í Reykjanesbæ og á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum,“ bætir Ernir Skorri við. Hann segir þetta alltaf hafa gengið mjög vel og að eftirspurnin hafi aukist jafnt og þétt. „Við leggjum mikla áherslu á að bæta þjónustuna með hverju árinu og erum til dæmis að útbúa sérstaka stöð til að hlaða farsíma, skoða útfærslu sem mun gera fólki kleift að kæla drykkina sína og svo erum við að bíða eftir leyfi frá Persónuvernd fyrir uppsetningu öryggismyndavéla.“ Hann segir að sú nýjung sem þó eigi eflaust eftir að gleðja hvað mest sé sú að þeir ætli að bjóða upp á frítt kaffi sem sé mikið þarfaþing hjá kúnnum þeirra í morgunsárið.
ATP í Keflavík Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira