Erlent

Komið að vendipunkti í Írak

Óli Kristján Ármannsson skrifar
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræðir við Abdel Fattah el-Sissi, forseta Egyptalands, í forsetahöllinni í Kaíró í Egyptalandi í gær.
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræðir við Abdel Fattah el-Sissi, forseta Egyptalands, í forsetahöllinni í Kaíró í Egyptalandi í gær. Fréttablaðið/AP
Arabalönd ættu ekki að veita súnnímúslimum fjárstuðning í átökum sem eru að breytast í landamærastríð milli Írak og Sýrlands, að sögn Johns Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Slíkur stuðningur gæti á endanum ýtt undir vaxandi uppreisnarathæfi í Írak.

Kerry segir að Miðausturlöndum öllum og jafnvel fleirum standi nú ógn af íslamska Írak og ástandinu í austanverðum Miðausturlöndum.

„Við erum á vendipunkti,“ sagði Kerry í gær, eftir fund sinn með forseta Egyptalands Abdel-Fattah el-Sissi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×