Fordómar í Framsókn Eva H. Baldursdóttir skrifar 23. júní 2014 07:00 Í nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum komst fátt annað að en stóra moskumálið. Oddviti Framsóknar og flugvallarvina fékk að eiga sviðið með yfirlýsingum í tengslum við múslima. Annars vegar að draga ætti til baka lóðarúthlutun til Félags múslima um byggingu mosku í Reykjavík og hins vegar að vegna múslima hefði þurft að gera þvinguð hjónabönd refsiverð í Svíþjóð. Athugasemd sem á enga samsvörun við íslenskan raunveruleika. Íslendingar hafa almennt verið umburðarlyndir og friðsamir. Við höfum sett okkur stjórnarskrá sem mælir fyrir um að hér ríki trúfrelsi og jafnræði fyrir lögum m.t.t. trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar og litarháttar. Þá hefur fjöldi alþjóðlegra mannréttindasáttmála verið lögfestur svo sem Mannréttindasáttmáli Evrópu og Alþjóðasáttmáli Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Grunnstef þeirra sáttmála er í öllu falli að forsenda frelsis, friðar og réttlætis í heiminum byggi á þeirri viðurkenningu þjóðanna að mennirnir séu jafnir fyrir lögum og þeim sé ekki mismunað. Ummæli oddvita Framsóknarflokksins eru því marki brennd að höfða til hræðslu og óöryggis gagnvart minnihlutahópum og draga upp fordómafullar myndir af meintum eiginleikum þeirra. Og oddvitinn hafði erindi sem erfiði og skilaði rúmum 10% atkvæða í kassann. Flokkar í nágrannaþjóðum okkar hafa líka náð árangri með slíkum málatilbúnaði. Hvort tilviljun ein ráði för eður ei, eru ummælin sett fram á sama tíma og alda þjóðernishyggju ríður yfir Evrópu. Í kosningum til Evrópuþingsins unnu flokkar eins og Danski þjóðarflokkurinn stórsigur með 27% atkvæða sem og Gullin dögun í Grikklandi sem fékk um 9%, en hann er talinn vera flokkur nýnasista. Árið 2011 vann þjóðernisflokkurinn í Finnlandi, Sannir Finnar, einnig kosningasigur en þar í landi var mynduð sex flokka ríkisstjórn m.a. til að halda flokknum frá völdum. Það er ábyrgðarhlutverk að bjóða sig fram til þátttöku í stjórnmálum. Gera verður þá kröfu að mannréttindi, sem eru ekki sjálfsögð og eiga uppruna sinn að rekja til ofríkis ríkisvalds og átaka, séu virt. Þess vegna eiga áherslur flokks sem ganga þvert á algild mannréttindi lítið erindi við stjórn borgarinnar. Fordómar eiga ekki rétt á sér þótt þeir hafi fengið 10% fylgi. Og elsti stjórnmálaflokkur landsins þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum í þessum efnum. Gildir þá einu ótrúverðugt eftir á tal um misskilning, einkum og sér í lagi þar sem auðsótt var að leiðrétta hann fyrir kosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Í nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum komst fátt annað að en stóra moskumálið. Oddviti Framsóknar og flugvallarvina fékk að eiga sviðið með yfirlýsingum í tengslum við múslima. Annars vegar að draga ætti til baka lóðarúthlutun til Félags múslima um byggingu mosku í Reykjavík og hins vegar að vegna múslima hefði þurft að gera þvinguð hjónabönd refsiverð í Svíþjóð. Athugasemd sem á enga samsvörun við íslenskan raunveruleika. Íslendingar hafa almennt verið umburðarlyndir og friðsamir. Við höfum sett okkur stjórnarskrá sem mælir fyrir um að hér ríki trúfrelsi og jafnræði fyrir lögum m.t.t. trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar og litarháttar. Þá hefur fjöldi alþjóðlegra mannréttindasáttmála verið lögfestur svo sem Mannréttindasáttmáli Evrópu og Alþjóðasáttmáli Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Grunnstef þeirra sáttmála er í öllu falli að forsenda frelsis, friðar og réttlætis í heiminum byggi á þeirri viðurkenningu þjóðanna að mennirnir séu jafnir fyrir lögum og þeim sé ekki mismunað. Ummæli oddvita Framsóknarflokksins eru því marki brennd að höfða til hræðslu og óöryggis gagnvart minnihlutahópum og draga upp fordómafullar myndir af meintum eiginleikum þeirra. Og oddvitinn hafði erindi sem erfiði og skilaði rúmum 10% atkvæða í kassann. Flokkar í nágrannaþjóðum okkar hafa líka náð árangri með slíkum málatilbúnaði. Hvort tilviljun ein ráði för eður ei, eru ummælin sett fram á sama tíma og alda þjóðernishyggju ríður yfir Evrópu. Í kosningum til Evrópuþingsins unnu flokkar eins og Danski þjóðarflokkurinn stórsigur með 27% atkvæða sem og Gullin dögun í Grikklandi sem fékk um 9%, en hann er talinn vera flokkur nýnasista. Árið 2011 vann þjóðernisflokkurinn í Finnlandi, Sannir Finnar, einnig kosningasigur en þar í landi var mynduð sex flokka ríkisstjórn m.a. til að halda flokknum frá völdum. Það er ábyrgðarhlutverk að bjóða sig fram til þátttöku í stjórnmálum. Gera verður þá kröfu að mannréttindi, sem eru ekki sjálfsögð og eiga uppruna sinn að rekja til ofríkis ríkisvalds og átaka, séu virt. Þess vegna eiga áherslur flokks sem ganga þvert á algild mannréttindi lítið erindi við stjórn borgarinnar. Fordómar eiga ekki rétt á sér þótt þeir hafi fengið 10% fylgi. Og elsti stjórnmálaflokkur landsins þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum í þessum efnum. Gildir þá einu ótrúverðugt eftir á tal um misskilning, einkum og sér í lagi þar sem auðsótt var að leiðrétta hann fyrir kosningar.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun