Fordómar í Framsókn Eva H. Baldursdóttir skrifar 23. júní 2014 07:00 Í nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum komst fátt annað að en stóra moskumálið. Oddviti Framsóknar og flugvallarvina fékk að eiga sviðið með yfirlýsingum í tengslum við múslima. Annars vegar að draga ætti til baka lóðarúthlutun til Félags múslima um byggingu mosku í Reykjavík og hins vegar að vegna múslima hefði þurft að gera þvinguð hjónabönd refsiverð í Svíþjóð. Athugasemd sem á enga samsvörun við íslenskan raunveruleika. Íslendingar hafa almennt verið umburðarlyndir og friðsamir. Við höfum sett okkur stjórnarskrá sem mælir fyrir um að hér ríki trúfrelsi og jafnræði fyrir lögum m.t.t. trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar og litarháttar. Þá hefur fjöldi alþjóðlegra mannréttindasáttmála verið lögfestur svo sem Mannréttindasáttmáli Evrópu og Alþjóðasáttmáli Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Grunnstef þeirra sáttmála er í öllu falli að forsenda frelsis, friðar og réttlætis í heiminum byggi á þeirri viðurkenningu þjóðanna að mennirnir séu jafnir fyrir lögum og þeim sé ekki mismunað. Ummæli oddvita Framsóknarflokksins eru því marki brennd að höfða til hræðslu og óöryggis gagnvart minnihlutahópum og draga upp fordómafullar myndir af meintum eiginleikum þeirra. Og oddvitinn hafði erindi sem erfiði og skilaði rúmum 10% atkvæða í kassann. Flokkar í nágrannaþjóðum okkar hafa líka náð árangri með slíkum málatilbúnaði. Hvort tilviljun ein ráði för eður ei, eru ummælin sett fram á sama tíma og alda þjóðernishyggju ríður yfir Evrópu. Í kosningum til Evrópuþingsins unnu flokkar eins og Danski þjóðarflokkurinn stórsigur með 27% atkvæða sem og Gullin dögun í Grikklandi sem fékk um 9%, en hann er talinn vera flokkur nýnasista. Árið 2011 vann þjóðernisflokkurinn í Finnlandi, Sannir Finnar, einnig kosningasigur en þar í landi var mynduð sex flokka ríkisstjórn m.a. til að halda flokknum frá völdum. Það er ábyrgðarhlutverk að bjóða sig fram til þátttöku í stjórnmálum. Gera verður þá kröfu að mannréttindi, sem eru ekki sjálfsögð og eiga uppruna sinn að rekja til ofríkis ríkisvalds og átaka, séu virt. Þess vegna eiga áherslur flokks sem ganga þvert á algild mannréttindi lítið erindi við stjórn borgarinnar. Fordómar eiga ekki rétt á sér þótt þeir hafi fengið 10% fylgi. Og elsti stjórnmálaflokkur landsins þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum í þessum efnum. Gildir þá einu ótrúverðugt eftir á tal um misskilning, einkum og sér í lagi þar sem auðsótt var að leiðrétta hann fyrir kosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Í nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum komst fátt annað að en stóra moskumálið. Oddviti Framsóknar og flugvallarvina fékk að eiga sviðið með yfirlýsingum í tengslum við múslima. Annars vegar að draga ætti til baka lóðarúthlutun til Félags múslima um byggingu mosku í Reykjavík og hins vegar að vegna múslima hefði þurft að gera þvinguð hjónabönd refsiverð í Svíþjóð. Athugasemd sem á enga samsvörun við íslenskan raunveruleika. Íslendingar hafa almennt verið umburðarlyndir og friðsamir. Við höfum sett okkur stjórnarskrá sem mælir fyrir um að hér ríki trúfrelsi og jafnræði fyrir lögum m.t.t. trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar og litarháttar. Þá hefur fjöldi alþjóðlegra mannréttindasáttmála verið lögfestur svo sem Mannréttindasáttmáli Evrópu og Alþjóðasáttmáli Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Grunnstef þeirra sáttmála er í öllu falli að forsenda frelsis, friðar og réttlætis í heiminum byggi á þeirri viðurkenningu þjóðanna að mennirnir séu jafnir fyrir lögum og þeim sé ekki mismunað. Ummæli oddvita Framsóknarflokksins eru því marki brennd að höfða til hræðslu og óöryggis gagnvart minnihlutahópum og draga upp fordómafullar myndir af meintum eiginleikum þeirra. Og oddvitinn hafði erindi sem erfiði og skilaði rúmum 10% atkvæða í kassann. Flokkar í nágrannaþjóðum okkar hafa líka náð árangri með slíkum málatilbúnaði. Hvort tilviljun ein ráði för eður ei, eru ummælin sett fram á sama tíma og alda þjóðernishyggju ríður yfir Evrópu. Í kosningum til Evrópuþingsins unnu flokkar eins og Danski þjóðarflokkurinn stórsigur með 27% atkvæða sem og Gullin dögun í Grikklandi sem fékk um 9%, en hann er talinn vera flokkur nýnasista. Árið 2011 vann þjóðernisflokkurinn í Finnlandi, Sannir Finnar, einnig kosningasigur en þar í landi var mynduð sex flokka ríkisstjórn m.a. til að halda flokknum frá völdum. Það er ábyrgðarhlutverk að bjóða sig fram til þátttöku í stjórnmálum. Gera verður þá kröfu að mannréttindi, sem eru ekki sjálfsögð og eiga uppruna sinn að rekja til ofríkis ríkisvalds og átaka, séu virt. Þess vegna eiga áherslur flokks sem ganga þvert á algild mannréttindi lítið erindi við stjórn borgarinnar. Fordómar eiga ekki rétt á sér þótt þeir hafi fengið 10% fylgi. Og elsti stjórnmálaflokkur landsins þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum í þessum efnum. Gildir þá einu ótrúverðugt eftir á tal um misskilning, einkum og sér í lagi þar sem auðsótt var að leiðrétta hann fyrir kosningar.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun