Ekki nægt framboð raforku í Eyjafirði Sveinn Arnarsson skrifar 25. júní 2014 08:56 Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets. Framboð á raforku í Eyjafirði er ekki nægjanlega mikið að mati stórfyrirtækja á svæðinu. Mörg hver þurfa að treysta á skerðanlega orku og hefur það áhrif á atvinnustarfsemi í Eyjafirði. Becromal á Akureyri tekur um 80 prósent af allri raforku sem kemur inn á Eyjafjarðarsvæðið. Nú er svo komið að nýr iðnaður getur ekki sest að á Eyjafjarðarsvæðinu, raforkuna er ekki að finna á svæðinu. Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, segir ástandið alls ekki gott í Eyjafirði. Nú sé bara að bíða eftir stefnumótun úr iðnaðarráðuneytinu. „Það er vissulega rétt að þessi mál eru ekki í góðum farvegi hvað varðar orkuflutninga í Eyjafjörðinn. Eins og málin standa nú eru þetta í ákveðinni biðstöðu. Í fyrsta lagi vita flestir að ákveðin stefnumörkun þarf að eiga sér stað á Alþingi Íslendinga um loftlínur eða hvort línur eigi að fara í jörð. Að nokkru leyti erum við að bíða eftir þeirri stefnumörkun frá hinu opinbera,“ segir Þórður. Ef nýir aðilar vilja koma inn á svæðið er afar erfitt að útvega þeim raforku að mati Þórðar. Orkan sé til á landinu en raforkuflutningur inn á Eyjafjarðarsvæðið sé í molum. Hann telur sveitarfélög á svæðinu hafa dregið lappirnar hvað varðar skipulag raforkuflutninga. „Blöndulína þrjú hefur verið á teikniborðinu lengi og höfum við beðið í um fimm ár. Landsnet væri búið að fjárfesta í flutningi inn á Eyjafjarðarsvæðið fyrir um 12-15 milljarða ef þessi biðstaða hefði ekki komið upp. Nýlegt svæðisskipulag Eyjafjarðar tekur út línur sem áður höfðu verið samþykktar. Á meðan sveitarfélögin á svæðunum geta ekki skipulegt raforkuflutning inn á svæðið er lítið hægt að gera,“ segir Þórður. Fjöldi fyrirtækja á Akureyri kaupir skerðanlegan orkuflutning, þar sem þau taka þá áhættu að raforkusalinn geti á einhverjum tímapunkti skert raforku til kaupandans. Á móti kemur að fyrirtækin kaupa raforkuna ódýrari en ef um tryggan raforkuflutning væri að ræða. Landsnet hefur á síðustu árum verið að styrkja flutningskerfi sitt. Flutningskerfinu tilheyra ríflega 3.000 km af háspennulínum og um 70 tengivirki og spennustöðvar. Meginhluti flutningskerfisins eru loftlínur en lítill hluti raforkuflutnings fer um háspennujarðstrengi. Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Framboð á raforku í Eyjafirði er ekki nægjanlega mikið að mati stórfyrirtækja á svæðinu. Mörg hver þurfa að treysta á skerðanlega orku og hefur það áhrif á atvinnustarfsemi í Eyjafirði. Becromal á Akureyri tekur um 80 prósent af allri raforku sem kemur inn á Eyjafjarðarsvæðið. Nú er svo komið að nýr iðnaður getur ekki sest að á Eyjafjarðarsvæðinu, raforkuna er ekki að finna á svæðinu. Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, segir ástandið alls ekki gott í Eyjafirði. Nú sé bara að bíða eftir stefnumótun úr iðnaðarráðuneytinu. „Það er vissulega rétt að þessi mál eru ekki í góðum farvegi hvað varðar orkuflutninga í Eyjafjörðinn. Eins og málin standa nú eru þetta í ákveðinni biðstöðu. Í fyrsta lagi vita flestir að ákveðin stefnumörkun þarf að eiga sér stað á Alþingi Íslendinga um loftlínur eða hvort línur eigi að fara í jörð. Að nokkru leyti erum við að bíða eftir þeirri stefnumörkun frá hinu opinbera,“ segir Þórður. Ef nýir aðilar vilja koma inn á svæðið er afar erfitt að útvega þeim raforku að mati Þórðar. Orkan sé til á landinu en raforkuflutningur inn á Eyjafjarðarsvæðið sé í molum. Hann telur sveitarfélög á svæðinu hafa dregið lappirnar hvað varðar skipulag raforkuflutninga. „Blöndulína þrjú hefur verið á teikniborðinu lengi og höfum við beðið í um fimm ár. Landsnet væri búið að fjárfesta í flutningi inn á Eyjafjarðarsvæðið fyrir um 12-15 milljarða ef þessi biðstaða hefði ekki komið upp. Nýlegt svæðisskipulag Eyjafjarðar tekur út línur sem áður höfðu verið samþykktar. Á meðan sveitarfélögin á svæðunum geta ekki skipulegt raforkuflutning inn á svæðið er lítið hægt að gera,“ segir Þórður. Fjöldi fyrirtækja á Akureyri kaupir skerðanlegan orkuflutning, þar sem þau taka þá áhættu að raforkusalinn geti á einhverjum tímapunkti skert raforku til kaupandans. Á móti kemur að fyrirtækin kaupa raforkuna ódýrari en ef um tryggan raforkuflutning væri að ræða. Landsnet hefur á síðustu árum verið að styrkja flutningskerfi sitt. Flutningskerfinu tilheyra ríflega 3.000 km af háspennulínum og um 70 tengivirki og spennustöðvar. Meginhluti flutningskerfisins eru loftlínur en lítill hluti raforkuflutnings fer um háspennujarðstrengi.
Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira