Fáein orð um samtakamátt Kristján Þór Júlíusson skrifar 27. júní 2014 10:26 Landspítala voru í gær færðar að gjöf 110 milljónir króna til kaupa á svokölluðum aðgerðaþjarka. Gjöfin kemur úr sjóði sem stofnaður var í þessum tilgangi en samkvæmt samkomulagi við spítalann skyldi ráðist í kaupin, tækist að safna fyrir um helmingi kaupverðsins. Söfnunin hefur staðið yfir í tæpt ár og gengið vonum framar, enda eldhugar sem efndu til hennar og kveiktu áhuga hjá öðrum til þátttöku. Mikilvægi aðgerðaþjarkans er margþætt og hugurinn að baki söfnuninni skiptir einnig máli. Framlög hafa borist víðs vegar að af landinu, smá og stór, frá einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum, að ógleymdum þeim merka Pokasjóði sem lagði drjúgt til mála. Þannig sýnir fólk hug sinn til Landspítalans sem stendur augljóslega undir nafni sem þjóðarsjúkrahúsið okkar allra. Þessi söfnun er líka frábært dæmi um samtakamáttinn, hvernig hann getur flutt fjöll, stuðlað að framförum og fært okkur nýja sigra. Faglegt mikilvægi aðgerðaþjarkans er óumdeilt. Tæki sem þessi eru til á sjúkrahúsum víða um heim og fer fjölgandi. Um læknisfræðilegt gildi ætla ég ekki að fjölyrða en vísa á viðtal við Eirík Jónsson yfirlækni í Læknablaðinu á liðnu ári. Bætt meðferð og skjótari bati sjúklinga er stærsti ávinningurinn en að auki fæst sá stóri bónus að Landspítalinn fetar inn í heim nýjustu tækni nútíðar og framtíðar. Ég hef nefnt nafn Eiríks Jónssonar og vil þakka honum sérstaklega fyrir framsýni og metnað sem hann ber í brjósti fyrir sérgrein sína, sjúklinga og framtíð Landspítalans. Eiríkur hefur verið ein helsta driffjöðrin að baki söfnuninni og hans þáttur er ómetanlegur. Alþingi samþykkti á liðnu ári áætlun um aukin framlög næstu árin til endurnýjunar á tækjakosti Landspítalans, auk þess sem rekstrargrunnur spítalans var styrktur. Þetta skiptir miklu og mun gera spítalanum kleift að standa undir mikilvægri endurnýjun tækja frá ári til árs. Kaupin á aðgerðaþjarkanum hefðu ekki verið gerleg hefði söfnunin ekki komið til – en með þessu merka söfnunarátaki og auknum framlögum úr ríkissjóði er þetta þjóðþrifamál mögulegt. Vörn síðustu ára hefur verið snúið í sókn hjá Landspítalanum og fram undan eru bjartari tímar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þór Júlíusson Mest lesið Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Sjá meira
Landspítala voru í gær færðar að gjöf 110 milljónir króna til kaupa á svokölluðum aðgerðaþjarka. Gjöfin kemur úr sjóði sem stofnaður var í þessum tilgangi en samkvæmt samkomulagi við spítalann skyldi ráðist í kaupin, tækist að safna fyrir um helmingi kaupverðsins. Söfnunin hefur staðið yfir í tæpt ár og gengið vonum framar, enda eldhugar sem efndu til hennar og kveiktu áhuga hjá öðrum til þátttöku. Mikilvægi aðgerðaþjarkans er margþætt og hugurinn að baki söfnuninni skiptir einnig máli. Framlög hafa borist víðs vegar að af landinu, smá og stór, frá einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum, að ógleymdum þeim merka Pokasjóði sem lagði drjúgt til mála. Þannig sýnir fólk hug sinn til Landspítalans sem stendur augljóslega undir nafni sem þjóðarsjúkrahúsið okkar allra. Þessi söfnun er líka frábært dæmi um samtakamáttinn, hvernig hann getur flutt fjöll, stuðlað að framförum og fært okkur nýja sigra. Faglegt mikilvægi aðgerðaþjarkans er óumdeilt. Tæki sem þessi eru til á sjúkrahúsum víða um heim og fer fjölgandi. Um læknisfræðilegt gildi ætla ég ekki að fjölyrða en vísa á viðtal við Eirík Jónsson yfirlækni í Læknablaðinu á liðnu ári. Bætt meðferð og skjótari bati sjúklinga er stærsti ávinningurinn en að auki fæst sá stóri bónus að Landspítalinn fetar inn í heim nýjustu tækni nútíðar og framtíðar. Ég hef nefnt nafn Eiríks Jónssonar og vil þakka honum sérstaklega fyrir framsýni og metnað sem hann ber í brjósti fyrir sérgrein sína, sjúklinga og framtíð Landspítalans. Eiríkur hefur verið ein helsta driffjöðrin að baki söfnuninni og hans þáttur er ómetanlegur. Alþingi samþykkti á liðnu ári áætlun um aukin framlög næstu árin til endurnýjunar á tækjakosti Landspítalans, auk þess sem rekstrargrunnur spítalans var styrktur. Þetta skiptir miklu og mun gera spítalanum kleift að standa undir mikilvægri endurnýjun tækja frá ári til árs. Kaupin á aðgerðaþjarkanum hefðu ekki verið gerleg hefði söfnunin ekki komið til – en með þessu merka söfnunarátaki og auknum framlögum úr ríkissjóði er þetta þjóðþrifamál mögulegt. Vörn síðustu ára hefur verið snúið í sókn hjá Landspítalanum og fram undan eru bjartari tímar.
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar